Skora á stjórnvöld að koma að lausn sjómannadeilunnar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. febrúar 2017 12:42 Bæjarstjórarnir lýsa yfir þungum áhyggjum. Vísir/Vilhelm Skaðinn af verkfalli sjómanna er orðinn meiri en ásættanlegt er og því verða deiluaðilar að ná saman og semja fljótt, segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Sturlu Böðvarssyni, bæjarstjóra Stykkishólms og Þorsteini Steinssyni, bæjarstjóra Grundarfjarðar, um verkfall sjómanna. Þeir skora á stjórnvöld að koma að lausn deilunnar. Þeir lýsa yfir þungum áhyggjum af stöðu mála og segja að stjórnvöld verði að koma með lausn mála með öllum tiltækum ráðum svo samningar náist fljótt. Ástand af þessu tagi geti ekki gengið mikið lengur. „Afkoma margra fyrirtækja í sjávarútvegi og þjónustugreinum við hann hefur orðið fyrir verulegum samdrætti og jafnvel erfiðleikum í rekstri sem beint tengist verkfallinu. Ekki síður reynir ástand þetta á almennan launþega sem hefur atvinnu af fiskvinnslu og veiðum. Kostnaður heimilanna stöðvast ekki þó verkfall sé í gangi,“ segir í yfirlýsingunni. Rekstur sjávarþorpa vítt og breytt um landið finni einnig verulega fyrir samdrætti í tekjum vegna minni útsvarstekna en áætlað hafði verið miðað við eðlilegt atvinnuástand. Þá sé líklegt að markaðir sem íslenskur fiskur hefur verið seldur á skaðist verði verkfallið ekki leyst. „Tjón landsins alls er því mikið vegna áframhaldandi verkfalls.“ Að lokum skora bæjarstjórarnir á stjórnvöld að bregðast við. „Ráðherra sjávarútvegsmála og ríkisstjórnin verður að koma að lausn deilunnar takist samningsaðilum ekki að ná lendingu í samningum sín á milli næstu daga. Skorað er á deiluaðila og stjórnvöld að vinna hratt að samkomulagi í yfirstandandi kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna.“ Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira
Skaðinn af verkfalli sjómanna er orðinn meiri en ásættanlegt er og því verða deiluaðilar að ná saman og semja fljótt, segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Sturlu Böðvarssyni, bæjarstjóra Stykkishólms og Þorsteini Steinssyni, bæjarstjóra Grundarfjarðar, um verkfall sjómanna. Þeir skora á stjórnvöld að koma að lausn deilunnar. Þeir lýsa yfir þungum áhyggjum af stöðu mála og segja að stjórnvöld verði að koma með lausn mála með öllum tiltækum ráðum svo samningar náist fljótt. Ástand af þessu tagi geti ekki gengið mikið lengur. „Afkoma margra fyrirtækja í sjávarútvegi og þjónustugreinum við hann hefur orðið fyrir verulegum samdrætti og jafnvel erfiðleikum í rekstri sem beint tengist verkfallinu. Ekki síður reynir ástand þetta á almennan launþega sem hefur atvinnu af fiskvinnslu og veiðum. Kostnaður heimilanna stöðvast ekki þó verkfall sé í gangi,“ segir í yfirlýsingunni. Rekstur sjávarþorpa vítt og breytt um landið finni einnig verulega fyrir samdrætti í tekjum vegna minni útsvarstekna en áætlað hafði verið miðað við eðlilegt atvinnuástand. Þá sé líklegt að markaðir sem íslenskur fiskur hefur verið seldur á skaðist verði verkfallið ekki leyst. „Tjón landsins alls er því mikið vegna áframhaldandi verkfalls.“ Að lokum skora bæjarstjórarnir á stjórnvöld að bregðast við. „Ráðherra sjávarútvegsmála og ríkisstjórnin verður að koma að lausn deilunnar takist samningsaðilum ekki að ná lendingu í samningum sín á milli næstu daga. Skorað er á deiluaðila og stjórnvöld að vinna hratt að samkomulagi í yfirstandandi kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna.“
Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira