Besti vallarstjóri Íslands í dag: Mætti gera mun betur með grasvellina en hefur verið gert Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2017 19:01 Samtök Íþrótta- og Golfvallastarfsmanna á Íslandi völdu Sigmund Pétur Ástþórsson, vallarstjóra í Kaplakrika, vallarstjóra ársins. Guðjón Guðmundsson skellti sér í Krikann, ræddi við besta vallarstjóra Íslands í dag og var með skemmtilegt innslag í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Völlurinn í Kaplakrika hefur skartað sínu fegursta síðustu ár og verið í toppstandi sem útheimtir mikla vinnu og natni. „Báðir meistaraflokkarnir æfa hérna allar sína æfingar yfir sumartímann auk leikjaálags. Ég myndi halda að þetta væri tvöfalt álag miðað við marga aðalvelli á landinu. Þetta krefst því mikillar vinnu og álagsstýringar,“ sagði Sigmundur Pétur Ástþórsson. „Ég hef verið það heppinn að völlurinn er tiltölulega nýr miðað við marga velli á landinu. Hann er samt að vera fjórtán til fimmtán ára gamall í ár. Ef ég myndi bera það saman við gervigras þá væri það ansi gamalt,“ sagði Sigmundur Pétur. Það er ekki sjálfgefið í íslensku veðurfari að halda úti grasvelli í hæsta gæðaflokki. Á undangengnum árum hafa margir vellir sem leikið er á í Pepsi-deild karla verið til vandræða. „Það eru mjög margir vellir sem eru orðnir of gamlir. Við erum að tala um velli sem eru með 30 ára undirlag. Með betri kunnáttu og tækni er hægt að gera mun betri velli en við sjáum á mörgum stöðum í Pepsi-deildinni til dæmis. Með því má auka álag og lengja tímabil,“ sagði Sigmundur Pétur. Mikil gervigrasvæðing hefur átt sér stað hér á Íslandi síðustu ár og því haldið fram að þar sé viðhald ódýrara og gervigrasið því ódýrara í rekstri fyrir félögin. „Kostnaðurinn við viðhaldið og tíminn er nánast nákvæmlega það sama. Oft finnst mér umræðan vera röng því það er verið að bera saman gamla grasvelli við glænýja gervigrasvelli. Gervigrasvellirnir nota nýjustu tækni og eru oftast mun dýrari en grasvellirnir. Ef umræðan fær að vera jafnréttisgrundvelli þá gerir það bara gott. Það er pláss fyrir gervigras,“ sagði Sigmundur. „Á Norðurlandi væri þetta eðlileg þróun miðað við veðurfar en hérna á suðurlandinu finnst mér að það mætti gera mun betur með grasvellina en hefur verið gert“ sagði Sigmundur. Það má sjá allt innslagið frá Guðjóni Guðmundssyni um vallarstjóra ársins í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
Samtök Íþrótta- og Golfvallastarfsmanna á Íslandi völdu Sigmund Pétur Ástþórsson, vallarstjóra í Kaplakrika, vallarstjóra ársins. Guðjón Guðmundsson skellti sér í Krikann, ræddi við besta vallarstjóra Íslands í dag og var með skemmtilegt innslag í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Völlurinn í Kaplakrika hefur skartað sínu fegursta síðustu ár og verið í toppstandi sem útheimtir mikla vinnu og natni. „Báðir meistaraflokkarnir æfa hérna allar sína æfingar yfir sumartímann auk leikjaálags. Ég myndi halda að þetta væri tvöfalt álag miðað við marga aðalvelli á landinu. Þetta krefst því mikillar vinnu og álagsstýringar,“ sagði Sigmundur Pétur Ástþórsson. „Ég hef verið það heppinn að völlurinn er tiltölulega nýr miðað við marga velli á landinu. Hann er samt að vera fjórtán til fimmtán ára gamall í ár. Ef ég myndi bera það saman við gervigras þá væri það ansi gamalt,“ sagði Sigmundur Pétur. Það er ekki sjálfgefið í íslensku veðurfari að halda úti grasvelli í hæsta gæðaflokki. Á undangengnum árum hafa margir vellir sem leikið er á í Pepsi-deild karla verið til vandræða. „Það eru mjög margir vellir sem eru orðnir of gamlir. Við erum að tala um velli sem eru með 30 ára undirlag. Með betri kunnáttu og tækni er hægt að gera mun betri velli en við sjáum á mörgum stöðum í Pepsi-deildinni til dæmis. Með því má auka álag og lengja tímabil,“ sagði Sigmundur Pétur. Mikil gervigrasvæðing hefur átt sér stað hér á Íslandi síðustu ár og því haldið fram að þar sé viðhald ódýrara og gervigrasið því ódýrara í rekstri fyrir félögin. „Kostnaðurinn við viðhaldið og tíminn er nánast nákvæmlega það sama. Oft finnst mér umræðan vera röng því það er verið að bera saman gamla grasvelli við glænýja gervigrasvelli. Gervigrasvellirnir nota nýjustu tækni og eru oftast mun dýrari en grasvellirnir. Ef umræðan fær að vera jafnréttisgrundvelli þá gerir það bara gott. Það er pláss fyrir gervigras,“ sagði Sigmundur. „Á Norðurlandi væri þetta eðlileg þróun miðað við veðurfar en hérna á suðurlandinu finnst mér að það mætti gera mun betur með grasvellina en hefur verið gert“ sagði Sigmundur. Það má sjá allt innslagið frá Guðjóni Guðmundssyni um vallarstjóra ársins í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira