Noel snýr aftur til Íslands í sumar: „Ég er ekki hræddur við að villast“ Atli ísleifsson skrifar 3. febrúar 2017 23:40 Íslandsvinurinn Noel varð stjarna á einni nóttu þegar hann ók frá Keflavík og fór að fyrirmælum GPS-tækisins og hafnaði á Siglufirði í stað miðborgar Reykjavíkur þar sem hann átti bókað hótelherbergi á Hótel Frón við Laugaveg. Bandaríski ferðalangurinn Noel Santillan, sem vakti mikla athygli vegna GPS-vandræða og annarra ævintýra sinna hér á landi á síðasta ári, hyggst snúa aftur til Íslands næsta sumar. Noel greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Íslandsvinurinn Noel varð stjarna á einni nóttu þegar hann ók frá Keflavík og fór að fyrirmælum GPS-tækisins og hafnaði á Siglufirði í stað miðborgar Reykjavíkur þar sem hann átti bókað hótelherbergi á Hótel Frón við Laugaveg. Hann stimplaði inn á GPS-tæki bílsins þær upplýsingar sem fyrir lágu, Hótel Frón við LaugaRveg, hlýddi tækinu, og var kominn til Siglufjarðar nokkrum tímum síðar. En af hverju vilt þú koma aftur til Íslands? „Ég varð einfaldlega ástfanginn af landinu. Mér fannst maturinn frábær og ég hef hvergi drukkið betra vatn. Svo eignaðist ég marga vini þarna. Ég vil kynnast landinu og íslenskri menningu betur,“ segir Noel. Noel kemur frá New Jersey og á bókað flug frá New York að kvöldi 21. júní og kemur til landsins að morgni 22. júní. Hann býst við að vera á landinu í eina viku og segist hlakka mikið til. „Eina vandamálið er að ég neyðist eitthvað til að sofa. Það er svo mikil tímasóun. Ég væri til í að vaka allan tímann.“ Þú komst síðast í febrúar og þá var dimmt. Nú kemurðu hins vegar að sumri, þannig að þú mátt búast við mikilli birtu, líka á nóttunni, sem mun kannski eitthvað trufla svefninn. „Já, ég veit. Það er líka ein af ástæðum þess að ég ákvað að koma að sumri í þetta skiptið. Ég vil fá að upplifa miðnætursólina.“ En ertu eitthvað byrjaður að plana ferðina? „Nei, ég er ekki byrjaður að því. Ég er ekki mikill planari. Þetta verður bara að ráðast einhvern veginn. Mér finnst það líka besta leiðin til að ferðast. Ég er ekki hræddur við að villast. Ég elska að villast. Þá hittir maður líka nýtt fólk og það er besta leiðin til að skemmta sér.“ Þú ert sem sagt vanur því að villast? „Já, ég er það. Reyndar ekki svona svakalega eins og á Íslandi í fyrra, en jú, það kemur oft fyrir. Mér finnst það frábært.“ Noel segist búast við að leigja bíl líkt og síðast og kveðst ætla að koma með GPS-tækið sem hann fékk að gjöf á Íslandi í fyrra. „Ég vil fara aftur til Siglufjarðar og hitta Sirrý og hina vini mína sem ég kynntist þar. Ég vil snúa aftur á staðinn þar sem þetta byrjaði allt saman. Ég heyrði að það væri líka hægt að fljúga norður í land og aka stutta leið til Siglufjarðar.“ Já, til Akureyrar. „Einmitt. Akureyrar. Kannski að ég geri það í staðinn. Það er svolítið langt að keyra alla þessa leið frá Keflavík til Siglufjarðar. En við sjáum til hvernig þetta fer allt saman. Ég hlakka alla vega mikið til.“ Að neðan má hlusta á útvarpsviðtal sem tekið var við Noel í Brennslunni í síðustu heimsókn hans til landsins. Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Noel fær nýtt GPS-tæki að gjöf Avis-bílaleigan taldi öruggara að gefa Noel GPS-tæki. 8. febrúar 2016 16:39 Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18 Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Noel villtist enn og aftur Heimspressan á hælum hins unga bandaríska ferðalangs sem hefur vart haft undan að veita viðtöl. 5. febrúar 2016 11:05 Hinn týndi Noel stjarnan í nýrri auglýsingu Sigló Hótels Í auglýsingunni sést hann stimpla inn rangt heimilisfang á leið sinni til Siglufjarðar. 21. febrúar 2016 14:00 Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54 Noel náði til Reykjavíkur heilu og höldnu Noel Santillan, ferðalangurinn frægi, hefur verið færður úr einstaklingsherbergi í svítu. 3. febrúar 2016 14:58 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Sjá meira
Bandaríski ferðalangurinn Noel Santillan, sem vakti mikla athygli vegna GPS-vandræða og annarra ævintýra sinna hér á landi á síðasta ári, hyggst snúa aftur til Íslands næsta sumar. Noel greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Íslandsvinurinn Noel varð stjarna á einni nóttu þegar hann ók frá Keflavík og fór að fyrirmælum GPS-tækisins og hafnaði á Siglufirði í stað miðborgar Reykjavíkur þar sem hann átti bókað hótelherbergi á Hótel Frón við Laugaveg. Hann stimplaði inn á GPS-tæki bílsins þær upplýsingar sem fyrir lágu, Hótel Frón við LaugaRveg, hlýddi tækinu, og var kominn til Siglufjarðar nokkrum tímum síðar. En af hverju vilt þú koma aftur til Íslands? „Ég varð einfaldlega ástfanginn af landinu. Mér fannst maturinn frábær og ég hef hvergi drukkið betra vatn. Svo eignaðist ég marga vini þarna. Ég vil kynnast landinu og íslenskri menningu betur,“ segir Noel. Noel kemur frá New Jersey og á bókað flug frá New York að kvöldi 21. júní og kemur til landsins að morgni 22. júní. Hann býst við að vera á landinu í eina viku og segist hlakka mikið til. „Eina vandamálið er að ég neyðist eitthvað til að sofa. Það er svo mikil tímasóun. Ég væri til í að vaka allan tímann.“ Þú komst síðast í febrúar og þá var dimmt. Nú kemurðu hins vegar að sumri, þannig að þú mátt búast við mikilli birtu, líka á nóttunni, sem mun kannski eitthvað trufla svefninn. „Já, ég veit. Það er líka ein af ástæðum þess að ég ákvað að koma að sumri í þetta skiptið. Ég vil fá að upplifa miðnætursólina.“ En ertu eitthvað byrjaður að plana ferðina? „Nei, ég er ekki byrjaður að því. Ég er ekki mikill planari. Þetta verður bara að ráðast einhvern veginn. Mér finnst það líka besta leiðin til að ferðast. Ég er ekki hræddur við að villast. Ég elska að villast. Þá hittir maður líka nýtt fólk og það er besta leiðin til að skemmta sér.“ Þú ert sem sagt vanur því að villast? „Já, ég er það. Reyndar ekki svona svakalega eins og á Íslandi í fyrra, en jú, það kemur oft fyrir. Mér finnst það frábært.“ Noel segist búast við að leigja bíl líkt og síðast og kveðst ætla að koma með GPS-tækið sem hann fékk að gjöf á Íslandi í fyrra. „Ég vil fara aftur til Siglufjarðar og hitta Sirrý og hina vini mína sem ég kynntist þar. Ég vil snúa aftur á staðinn þar sem þetta byrjaði allt saman. Ég heyrði að það væri líka hægt að fljúga norður í land og aka stutta leið til Siglufjarðar.“ Já, til Akureyrar. „Einmitt. Akureyrar. Kannski að ég geri það í staðinn. Það er svolítið langt að keyra alla þessa leið frá Keflavík til Siglufjarðar. En við sjáum til hvernig þetta fer allt saman. Ég hlakka alla vega mikið til.“ Að neðan má hlusta á útvarpsviðtal sem tekið var við Noel í Brennslunni í síðustu heimsókn hans til landsins.
Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Noel fær nýtt GPS-tæki að gjöf Avis-bílaleigan taldi öruggara að gefa Noel GPS-tæki. 8. febrúar 2016 16:39 Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18 Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Noel villtist enn og aftur Heimspressan á hælum hins unga bandaríska ferðalangs sem hefur vart haft undan að veita viðtöl. 5. febrúar 2016 11:05 Hinn týndi Noel stjarnan í nýrri auglýsingu Sigló Hótels Í auglýsingunni sést hann stimpla inn rangt heimilisfang á leið sinni til Siglufjarðar. 21. febrúar 2016 14:00 Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54 Noel náði til Reykjavíkur heilu og höldnu Noel Santillan, ferðalangurinn frægi, hefur verið færður úr einstaklingsherbergi í svítu. 3. febrúar 2016 14:58 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Sjá meira
Noel fær nýtt GPS-tæki að gjöf Avis-bílaleigan taldi öruggara að gefa Noel GPS-tæki. 8. febrúar 2016 16:39
Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18
Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19
Noel villtist enn og aftur Heimspressan á hælum hins unga bandaríska ferðalangs sem hefur vart haft undan að veita viðtöl. 5. febrúar 2016 11:05
Hinn týndi Noel stjarnan í nýrri auglýsingu Sigló Hótels Í auglýsingunni sést hann stimpla inn rangt heimilisfang á leið sinni til Siglufjarðar. 21. febrúar 2016 14:00
Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54
Noel náði til Reykjavíkur heilu og höldnu Noel Santillan, ferðalangurinn frægi, hefur verið færður úr einstaklingsherbergi í svítu. 3. febrúar 2016 14:58