Sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2017 12:00 Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Vísir/Ernir Formaður Sjómannasambands Íslands segir sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli ef þess þarf. Þeir muni ekki kvika frá sínum kröfum. Fundur samninganefnda sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í gær var árangurslaus. Þetta var fyrsti fundur í deilunni í tæpar tvær vikur og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, sagði deiluna enn vera í mjög hörðum hnút. Þá óskaði hún eftir því að deilendur myndu ekki tjá sig við fjölmiðla um viðræðurnar.Slá ekki af kröfum Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, sagði fyrir fundinn að ekki yrði kvikað frá kröfum sjómanna. „Það sem stendur út af er þessi hækkun á olíuverðsviðmiðinu um þrjú prósent, úr 70 í 73 prósent. Og svo krafan okkar um að útgerðin bæti okkur sjómannaafsláttinn. Það er það sem út af stendur,“ segir Valmundur.Sjávarútvegsráðherra hefur sagt að báðir aðilar þurfi að slá af sínum kröfum. Komið þið til með að gera það? „Ég held nú að við höfum slegið nóg af okkar kröfum í gegnum tíðina í þessum samningaviðræðum. Menn eru komnir í botninn og þetta er það sem þarf til að klára kjarasamning að mati sjómanna. Þeir sætta sig ekki við neitt minna og þannig er það bara,“ segir Valmundur.Grjótharðir sjómenn Verkfallið hefur staðið yfir í rúmar sjö vikur en Valmundur segir sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli ef þess þarf. „Vegna þess að við erum komin á þann stað núna að krafan á okkur er að við klárum þetta á því sem að menn vilja. Og ef við náum því ekki, hvenær sem það verður, þá bara bíða menn. Ég heyri ekki annað í sjómönnum en að þeir séu grjótharðir.“ Verkfall sjómanna Tengdar fréttir „Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Formaður Sjómannasambands Íslands segir sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli ef þess þarf. Þeir muni ekki kvika frá sínum kröfum. Fundur samninganefnda sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í gær var árangurslaus. Þetta var fyrsti fundur í deilunni í tæpar tvær vikur og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, sagði deiluna enn vera í mjög hörðum hnút. Þá óskaði hún eftir því að deilendur myndu ekki tjá sig við fjölmiðla um viðræðurnar.Slá ekki af kröfum Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, sagði fyrir fundinn að ekki yrði kvikað frá kröfum sjómanna. „Það sem stendur út af er þessi hækkun á olíuverðsviðmiðinu um þrjú prósent, úr 70 í 73 prósent. Og svo krafan okkar um að útgerðin bæti okkur sjómannaafsláttinn. Það er það sem út af stendur,“ segir Valmundur.Sjávarútvegsráðherra hefur sagt að báðir aðilar þurfi að slá af sínum kröfum. Komið þið til með að gera það? „Ég held nú að við höfum slegið nóg af okkar kröfum í gegnum tíðina í þessum samningaviðræðum. Menn eru komnir í botninn og þetta er það sem þarf til að klára kjarasamning að mati sjómanna. Þeir sætta sig ekki við neitt minna og þannig er það bara,“ segir Valmundur.Grjótharðir sjómenn Verkfallið hefur staðið yfir í rúmar sjö vikur en Valmundur segir sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli ef þess þarf. „Vegna þess að við erum komin á þann stað núna að krafan á okkur er að við klárum þetta á því sem að menn vilja. Og ef við náum því ekki, hvenær sem það verður, þá bara bíða menn. Ég heyri ekki annað í sjómönnum en að þeir séu grjótharðir.“
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir „Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
„Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34
Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15