SFS segir sjómenn hafa komið með nýja kröfu inn í deiluna Birgir Olgeirsson skrifar 4. febrúar 2017 13:37 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Vísir Samninganefnd sjómanna kom með kröfu um rannsókn á fiskverði erlendra uppsjávarskipa á fundi með samninganefnd útgerðarmanna í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Fundurinn var árangurslaus og voru deiluaðilar settir í fjölmiðlabann af ríkissáttasemjara eftir fundinn. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu fréttabréf á félagsmenn sína eftir fundinn í gær þar sem kemur fram að sjómannasamtökin hefðu komið með nýja kröfu inn í deiluna sem kveður á um rannsókn á fiskverði erlendra uppsjávarskipa.Ekki komið til umræðu áður „Staða viðræðna hefur verið mjög þung og ábyrgð aðila er mikil. Hin nýja krafa hefur ekki komið til umræðu áður. Framlagning hennar er því með öllu ábyrgðarlaus og síst til þess fallin að færa aðila nær kjarasamningi. Þessi ákvörðun sjómannasamtakanna sýnir í verki algert viljaleysi til að ná farsælli lendingu í kjaraviðræðum sem eru á viðkvæmu stigi og hafa valdið ómældu tjóni,“ segir í fréttabréfi SFS til félagsmanna sinna. Þar er spurt hvers háttar ágreiningur valdi því að samningar takist ekki. SFS segir samninganefnd sjómanna hafa komið fram með fimm kröfur til viðbótar eftir að sjómenn felldu samninga öðru sinni 14. desember síðastliðinn. SFS segir kröfurnar fimm vera eftirfarandi:Sjómannaafsláttur sem felldur var niður af stjórnvöldum yrði bættur af sjávarútvegsfyrirtækjumOlíuverðsviðmiði yrði breyttFrítt fæðiFrír vinnufatnaðurFrí fjarskipti8 prósenta launahækkun SFS segir kröfur sjómanna í raun fela í sér kröfu um átta prósenta hækkun launa en samtökin segja í fréttabréfinu launahlutfall útgerða í dag um 30 – 50 prósent. „Á frystitogurum, línubátum og dragnótabátum er launahlutfallið nær 50% Af 10 fiskum sem þessi skip draga að landi fá sjómenn 5 fiska. Hlutfall sem þegar er of hátt verður því enn hærra, með þeim afleiðingum að rekstur verður ekki lífvænlegur til framtíðar. Fækkun í þessum útgerðarflokkum er þegar áhyggjuefni, en henni verður hraðað enn frekar ef fallist er á kröfur sjómanna. Kröfur sjómanna munu því draga úr fjölbreytileika sjávarútvegs til framtíðar. Af þeim sökum er ekki á þær fallist,“ segir í fréttabréfinu. Eftir að slitnaði upp úr fundinum í gær var ekki ákveðinn annar fundur af hálfu ríkissáttasemjara sem þarf þó lögum samkvæmt að boða til nýs fundar innan tveggja vikna. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir „Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli Formaður Sjómannasambands Íslands segir sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli ef þess þarf. Þeir muni ekki kvika frá sínum kröfum. 4. febrúar 2017 12:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Sjá meira
Samninganefnd sjómanna kom með kröfu um rannsókn á fiskverði erlendra uppsjávarskipa á fundi með samninganefnd útgerðarmanna í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Fundurinn var árangurslaus og voru deiluaðilar settir í fjölmiðlabann af ríkissáttasemjara eftir fundinn. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu fréttabréf á félagsmenn sína eftir fundinn í gær þar sem kemur fram að sjómannasamtökin hefðu komið með nýja kröfu inn í deiluna sem kveður á um rannsókn á fiskverði erlendra uppsjávarskipa.Ekki komið til umræðu áður „Staða viðræðna hefur verið mjög þung og ábyrgð aðila er mikil. Hin nýja krafa hefur ekki komið til umræðu áður. Framlagning hennar er því með öllu ábyrgðarlaus og síst til þess fallin að færa aðila nær kjarasamningi. Þessi ákvörðun sjómannasamtakanna sýnir í verki algert viljaleysi til að ná farsælli lendingu í kjaraviðræðum sem eru á viðkvæmu stigi og hafa valdið ómældu tjóni,“ segir í fréttabréfi SFS til félagsmanna sinna. Þar er spurt hvers háttar ágreiningur valdi því að samningar takist ekki. SFS segir samninganefnd sjómanna hafa komið fram með fimm kröfur til viðbótar eftir að sjómenn felldu samninga öðru sinni 14. desember síðastliðinn. SFS segir kröfurnar fimm vera eftirfarandi:Sjómannaafsláttur sem felldur var niður af stjórnvöldum yrði bættur af sjávarútvegsfyrirtækjumOlíuverðsviðmiði yrði breyttFrítt fæðiFrír vinnufatnaðurFrí fjarskipti8 prósenta launahækkun SFS segir kröfur sjómanna í raun fela í sér kröfu um átta prósenta hækkun launa en samtökin segja í fréttabréfinu launahlutfall útgerða í dag um 30 – 50 prósent. „Á frystitogurum, línubátum og dragnótabátum er launahlutfallið nær 50% Af 10 fiskum sem þessi skip draga að landi fá sjómenn 5 fiska. Hlutfall sem þegar er of hátt verður því enn hærra, með þeim afleiðingum að rekstur verður ekki lífvænlegur til framtíðar. Fækkun í þessum útgerðarflokkum er þegar áhyggjuefni, en henni verður hraðað enn frekar ef fallist er á kröfur sjómanna. Kröfur sjómanna munu því draga úr fjölbreytileika sjávarútvegs til framtíðar. Af þeim sökum er ekki á þær fallist,“ segir í fréttabréfinu. Eftir að slitnaði upp úr fundinum í gær var ekki ákveðinn annar fundur af hálfu ríkissáttasemjara sem þarf þó lögum samkvæmt að boða til nýs fundar innan tveggja vikna.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir „Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli Formaður Sjómannasambands Íslands segir sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli ef þess þarf. Þeir muni ekki kvika frá sínum kröfum. 4. febrúar 2017 12:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Sjá meira
„Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34
Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15
Sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli Formaður Sjómannasambands Íslands segir sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli ef þess þarf. Þeir muni ekki kvika frá sínum kröfum. 4. febrúar 2017 12:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði