Gunnar: Bardagi milli mín og Cerrone yrði frábær Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2017 19:15 Gunnar Nelson. vísir/getty Það er farið að styttast í að Gunnar Nelson stígi aftur í búrið í UFC og hugsanlega verður næsti bardagi hans staðfestur í næstu viku. Gunnar barðist síðast við Rússann Albert Tumenov í maí á síðasta ári. Hann átti svo að berjast við Kóreubúann Dong Hyung Kim í Belfast í nóvember en okkar maður gat ekki barist vegna ökklameiðsla. Ökklinn er nú orðinn góður og Gunnar bíður eftir jákvæðum fréttum frá UFC. „Við höfum verið að fá svör frá UFC en staðsetning og andstæðingur liggur ekki fyrir. Vonandi fáum við betri svör í næstu viku. Ég hef verið að reyna að komast inn á bardagakvöldið í London 18. mars. Það var orðið fullt þar en svo höfðu þeir samband og sögðu að mögulega væri hægt að vinna eitthvað með þetta,“ segir Gunnar en allir voru búnir að afskrifa London á dögunum en UFC hefur opnað glugga. „Ég vil nú ekki gera mér of miklar vonir. Mig langaði að komast á þetta bardagakvöld og frábært fyrir alla hérna heima að geta hoppað yfir. Það er ekki alveg úr myndinni en ég myndi ekki panta miða alveg strax.“ Nú er það spurning við hvern Gunnar berst. Það hefur verið rætt um að taka upp þráðinn á ný með Kóreubúanum. „Ef að hann er klár þá væri það helvíti sniðugt. Það hefur alveg verið rætt að ég fengi hann. Ef það gengur ekki vil ég einhvern sem er þarna í kringum mig á styrkleikalistanum,“ segir Gunnar en hann væri til að mynda mjög spenntur fyrir því að keppa við hinn skrautlega Donald „Cowboy“ Cerrone. „Það væri frábær bardagi. Hann er stórt nafn í Ameríku og ég myndi taka við honum opnum örmum.“ MMA Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sjá meira
Það er farið að styttast í að Gunnar Nelson stígi aftur í búrið í UFC og hugsanlega verður næsti bardagi hans staðfestur í næstu viku. Gunnar barðist síðast við Rússann Albert Tumenov í maí á síðasta ári. Hann átti svo að berjast við Kóreubúann Dong Hyung Kim í Belfast í nóvember en okkar maður gat ekki barist vegna ökklameiðsla. Ökklinn er nú orðinn góður og Gunnar bíður eftir jákvæðum fréttum frá UFC. „Við höfum verið að fá svör frá UFC en staðsetning og andstæðingur liggur ekki fyrir. Vonandi fáum við betri svör í næstu viku. Ég hef verið að reyna að komast inn á bardagakvöldið í London 18. mars. Það var orðið fullt þar en svo höfðu þeir samband og sögðu að mögulega væri hægt að vinna eitthvað með þetta,“ segir Gunnar en allir voru búnir að afskrifa London á dögunum en UFC hefur opnað glugga. „Ég vil nú ekki gera mér of miklar vonir. Mig langaði að komast á þetta bardagakvöld og frábært fyrir alla hérna heima að geta hoppað yfir. Það er ekki alveg úr myndinni en ég myndi ekki panta miða alveg strax.“ Nú er það spurning við hvern Gunnar berst. Það hefur verið rætt um að taka upp þráðinn á ný með Kóreubúanum. „Ef að hann er klár þá væri það helvíti sniðugt. Það hefur alveg verið rætt að ég fengi hann. Ef það gengur ekki vil ég einhvern sem er þarna í kringum mig á styrkleikalistanum,“ segir Gunnar en hann væri til að mynda mjög spenntur fyrir því að keppa við hinn skrautlega Donald „Cowboy“ Cerrone. „Það væri frábær bardagi. Hann er stórt nafn í Ameríku og ég myndi taka við honum opnum örmum.“
MMA Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sjá meira