Trump áfrýjar bráðabirgðabanni á tilskipun hans Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2017 09:07 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur áfrýjað bráðabirgða banni á tilskipun Bandaríkjaforseta um ferðabann ríkisborgara sjö landa til Bandaríkjanna. Er þar með reynt að snúa úrskurði alríkisdómara sem lagði á bráðabirgða bannið. Um 60 þúsund vegabréfsáritanir hafa verið afturkallaðar eftir að Donald Trump undirritaði forsetatilskipun um ferðabann til Bandaríkjanna á þá sem eru ríkisborgarar í Írak, Sýrlandi, Íran, Libýu, Sómalíu, Súdan og Jemen. Ríkissaksóknarar í Washington-ríki voru þeir sem létu reyna á ferðabann Trumps fyrir dómstólum. Þeir héldu því fram að bannið færi gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna því það meinaði fólki með lögmætri vegabréfsáritun að ferðast til Bandaríkjanna án dóms og laga. Þá sögðu þeir bannið brjóta gegn trúfrelsi einstaklinga því ferðabanninu væri beint gegn múslimum. Það var alríkisdómari í Seattle-borg, James Robart, sem lagði bráðabirgða bann á tilskipun Trump en forsetinn sagði þennan úrskurð dómarans fáránlegan og hét því að hnekkja honum. Stjórn Trump vill meina að bannið sé fullkomlega löglegt þar sem það miðast að því að vernda Bandaríkin. Trump hefur úthúðað alríkisdómaranum James Robart, sem var settur alríkisdómari árið 2004 eftir tilnefningu frá George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta. „Skoðun þessa svokallaðs dómara, sem tekur löggæslu af okkar landi, er fáránleg og verður snúið,“ skrifaði Trump á Twitter. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump æfur eftir lögbann alríkisdómara á innflytjendabann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna er æfur vegna ákvörðunar alríkisdómara þar í landi um að setja lögbann á umdeilt innflytjendabann ríkisstjórnar Trump. 4. febrúar 2017 16:17 Telur tilskipun Trumps ekki byggja á staðreyndum James Robart, bandaríski alríkisdómarinn sem sett hefur lögbann á tilskipun Trumps um ferðabann íbúa frá sjö Mið-Austurlöndum og Afríku, telur að tilskipunin byggi ekki á neinum staðreyndarlegum grunni. 4. febrúar 2017 10:39 Sýnir Trump afhöfða Frelsisstyttuna Forsíðumynd þýska vikublaðsins Der Spiegel veldur usla í heimalandi sínum sem og erlendis en hún sýnir mynd af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, afhöfða frelsisstyttuna. 4. febrúar 2017 11:03 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur áfrýjað bráðabirgða banni á tilskipun Bandaríkjaforseta um ferðabann ríkisborgara sjö landa til Bandaríkjanna. Er þar með reynt að snúa úrskurði alríkisdómara sem lagði á bráðabirgða bannið. Um 60 þúsund vegabréfsáritanir hafa verið afturkallaðar eftir að Donald Trump undirritaði forsetatilskipun um ferðabann til Bandaríkjanna á þá sem eru ríkisborgarar í Írak, Sýrlandi, Íran, Libýu, Sómalíu, Súdan og Jemen. Ríkissaksóknarar í Washington-ríki voru þeir sem létu reyna á ferðabann Trumps fyrir dómstólum. Þeir héldu því fram að bannið færi gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna því það meinaði fólki með lögmætri vegabréfsáritun að ferðast til Bandaríkjanna án dóms og laga. Þá sögðu þeir bannið brjóta gegn trúfrelsi einstaklinga því ferðabanninu væri beint gegn múslimum. Það var alríkisdómari í Seattle-borg, James Robart, sem lagði bráðabirgða bann á tilskipun Trump en forsetinn sagði þennan úrskurð dómarans fáránlegan og hét því að hnekkja honum. Stjórn Trump vill meina að bannið sé fullkomlega löglegt þar sem það miðast að því að vernda Bandaríkin. Trump hefur úthúðað alríkisdómaranum James Robart, sem var settur alríkisdómari árið 2004 eftir tilnefningu frá George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta. „Skoðun þessa svokallaðs dómara, sem tekur löggæslu af okkar landi, er fáránleg og verður snúið,“ skrifaði Trump á Twitter.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump æfur eftir lögbann alríkisdómara á innflytjendabann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna er æfur vegna ákvörðunar alríkisdómara þar í landi um að setja lögbann á umdeilt innflytjendabann ríkisstjórnar Trump. 4. febrúar 2017 16:17 Telur tilskipun Trumps ekki byggja á staðreyndum James Robart, bandaríski alríkisdómarinn sem sett hefur lögbann á tilskipun Trumps um ferðabann íbúa frá sjö Mið-Austurlöndum og Afríku, telur að tilskipunin byggi ekki á neinum staðreyndarlegum grunni. 4. febrúar 2017 10:39 Sýnir Trump afhöfða Frelsisstyttuna Forsíðumynd þýska vikublaðsins Der Spiegel veldur usla í heimalandi sínum sem og erlendis en hún sýnir mynd af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, afhöfða frelsisstyttuna. 4. febrúar 2017 11:03 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Trump æfur eftir lögbann alríkisdómara á innflytjendabann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna er æfur vegna ákvörðunar alríkisdómara þar í landi um að setja lögbann á umdeilt innflytjendabann ríkisstjórnar Trump. 4. febrúar 2017 16:17
Telur tilskipun Trumps ekki byggja á staðreyndum James Robart, bandaríski alríkisdómarinn sem sett hefur lögbann á tilskipun Trumps um ferðabann íbúa frá sjö Mið-Austurlöndum og Afríku, telur að tilskipunin byggi ekki á neinum staðreyndarlegum grunni. 4. febrúar 2017 10:39
Sýnir Trump afhöfða Frelsisstyttuna Forsíðumynd þýska vikublaðsins Der Spiegel veldur usla í heimalandi sínum sem og erlendis en hún sýnir mynd af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, afhöfða frelsisstyttuna. 4. febrúar 2017 11:03