Stál í stál í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2017 06:00 Fyrirliðar liðanna fjögurra í undanúrslitum Maltbikars kvenna í körfubolta með nýja bikarinn sem verður keppt í fyrsta sinn um í ár. Talið frá vinstri: Gunnhildur Gunnarsdóttir, Snæfelli, Erna Hákonardóttir, Keflavík, Nashika Wiliams, Haukum, og Guðrún Ósk Ámundadóttir, Skallagrími. Fréttablaðið/Eyþór Bikarúrslitavika KKÍ hefst í kvöld með undanúrslitaleikjum Maltbikars kvenna en þetta verður í fyrsta sinn sem undanúrslitaleikirnir fara fram í Laugardalshöllinni. Það geta líka orðið söguleg úrslit í kvöld því topplið Domino’s-deildar kvenna, Skallagrímur, fær þá tækifæri til að komast í bikarúrslitaleikinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Það er allt aðra sögu að segja af liðunum í fyrri leiknum þar sem Keflavíkurkonur geta bætt við metið sitt og komist í sinn 22. úrslitaleik en að sama skapi geta Haukakonur orðið fjórða félagið til að spila tíu úrslitaleiki hjá konunum. Leikur Keflavíkur og Hauka hefst klukkan 17.00. Skallagrímur þarf að slá út Íslands- og bikarmeistara Snæfells til að komast í sinn fyrsta bikarúrslitaleik. Snæfellsliðið hefur spilað þrjá bikarúrslitaleiki á síðustu fimm árum en vann bikarinn í fyrsta skiptið í fyrra. Leikur Skallagríms og Snæfells hefst klukkan 17.00.Keflavík verður skrefinu á undan Fréttablaðið fékk Pétur Má Sigurðsson, þjálfara Stjörnunnar, til að spá um leiki kvöldsins. Keflavíkurliðið hefur unnið alla leikina við Hauka í vetur en þann síðasta bara með þremur stigum. „Ég held að þetta verði hörkuleikur. Bæði lið eru með unga og spræka leikmenn og það er mikil framför í leik Haukanna. Keflavík er hins vegar búið að eiga betra tímabil og er með góða leikmenn,“ segir Pétur. „Ég held að Keflvíkingarnir verði alltaf skrefinu á undan og ef Keflavíkurstelpurnar ná að hleypa leiknum upp í hraðan leik þá sigla þær yfir Haukastelpurnar. Ef Haukastelpurnar ná að stjórna hraðanum þá gæti þetta orðið hörkuleikur. Ég spái því samt að Keflavík vinni þetta með sjö til tíu stigum,“ segir Pétur. Skallagrímur hefur unnið Snæfell bæði í Borgarnesi og í Stykkishólmi í vetur. Pétur Már sér fram á æsispennandi baráttuleik.Ekki slagsmál en rosaleg barátta „Þetta verður rosalegur leikur. Snæfell vill spila hratt en bæði lið eru mjög agressív og þetta verður ekki beint slagsmálaleikur en rosaleg barátta. Snæfellsstelpurnar spila rosalega öfluga vörn á hálfum velli og treysta á hraðaupphlaupin en aftur á móti eru Skallagrímsstelpurnar mjög öflugar í fráköstum og stórar og sterkar,“ segir Pétur. „Þetta verður stál í stál. Skallagrímsliðið er búið að spila stöðugan agressívan bolta í allan vetur þó að þær séu oft ekki að spila vel í sókninni. Þær frákasta svo vel að það er erfitt að spila á móti þeim,“ segir Pétur og bætir við: „Snæfellsstelpurnar voru í smá lægð en við vorum að spila á móti þeim um daginn og þá var allt annað að spila móti þeim en tveimur vikum áður í bikarnum. Þá var allt annað að sjá þær og rétta Snæfellsliðið mætt til leiks,“ segir Pétur. „Þetta verða fimm stig hér, fimm stig þar en ég held samt að Snæfellingarnir taki þetta í restina með fullri virðingu fyrir mínu gamla félagi. Snæfellsstelpurnar kunna vel við sig þegar verið er að spila um eitthvað stórt,“ segir Pétur að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Bikarúrslitavika KKÍ hefst í kvöld með undanúrslitaleikjum Maltbikars kvenna en þetta verður í fyrsta sinn sem undanúrslitaleikirnir fara fram í Laugardalshöllinni. Það geta líka orðið söguleg úrslit í kvöld því topplið Domino’s-deildar kvenna, Skallagrímur, fær þá tækifæri til að komast í bikarúrslitaleikinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Það er allt aðra sögu að segja af liðunum í fyrri leiknum þar sem Keflavíkurkonur geta bætt við metið sitt og komist í sinn 22. úrslitaleik en að sama skapi geta Haukakonur orðið fjórða félagið til að spila tíu úrslitaleiki hjá konunum. Leikur Keflavíkur og Hauka hefst klukkan 17.00. Skallagrímur þarf að slá út Íslands- og bikarmeistara Snæfells til að komast í sinn fyrsta bikarúrslitaleik. Snæfellsliðið hefur spilað þrjá bikarúrslitaleiki á síðustu fimm árum en vann bikarinn í fyrsta skiptið í fyrra. Leikur Skallagríms og Snæfells hefst klukkan 17.00.Keflavík verður skrefinu á undan Fréttablaðið fékk Pétur Má Sigurðsson, þjálfara Stjörnunnar, til að spá um leiki kvöldsins. Keflavíkurliðið hefur unnið alla leikina við Hauka í vetur en þann síðasta bara með þremur stigum. „Ég held að þetta verði hörkuleikur. Bæði lið eru með unga og spræka leikmenn og það er mikil framför í leik Haukanna. Keflavík er hins vegar búið að eiga betra tímabil og er með góða leikmenn,“ segir Pétur. „Ég held að Keflvíkingarnir verði alltaf skrefinu á undan og ef Keflavíkurstelpurnar ná að hleypa leiknum upp í hraðan leik þá sigla þær yfir Haukastelpurnar. Ef Haukastelpurnar ná að stjórna hraðanum þá gæti þetta orðið hörkuleikur. Ég spái því samt að Keflavík vinni þetta með sjö til tíu stigum,“ segir Pétur. Skallagrímur hefur unnið Snæfell bæði í Borgarnesi og í Stykkishólmi í vetur. Pétur Már sér fram á æsispennandi baráttuleik.Ekki slagsmál en rosaleg barátta „Þetta verður rosalegur leikur. Snæfell vill spila hratt en bæði lið eru mjög agressív og þetta verður ekki beint slagsmálaleikur en rosaleg barátta. Snæfellsstelpurnar spila rosalega öfluga vörn á hálfum velli og treysta á hraðaupphlaupin en aftur á móti eru Skallagrímsstelpurnar mjög öflugar í fráköstum og stórar og sterkar,“ segir Pétur. „Þetta verður stál í stál. Skallagrímsliðið er búið að spila stöðugan agressívan bolta í allan vetur þó að þær séu oft ekki að spila vel í sókninni. Þær frákasta svo vel að það er erfitt að spila á móti þeim,“ segir Pétur og bætir við: „Snæfellsstelpurnar voru í smá lægð en við vorum að spila á móti þeim um daginn og þá var allt annað að spila móti þeim en tveimur vikum áður í bikarnum. Þá var allt annað að sjá þær og rétta Snæfellsliðið mætt til leiks,“ segir Pétur. „Þetta verða fimm stig hér, fimm stig þar en ég held samt að Snæfellingarnir taki þetta í restina með fullri virðingu fyrir mínu gamla félagi. Snæfellsstelpurnar kunna vel við sig þegar verið er að spila um eitthvað stórt,“ segir Pétur að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira