Þeir fóru á kostum í þættinum, sérstaklega þjálfarinn Belichick sem gefur yfirleitt ekki mikið af sér í viðtölum við fjölmiðla og þykir helst ekki brosmildur.
En Belichick lék við hvurn sinn fingur í viðtalinu og gerði oftar en ekki góðlátlegt grín að sjálfum sér.
En Edelman ræddi sérstaklega um tilþrifin ótrúlegu þegar hann griep sendingu frá Tom Brady seint í leiknum, rétt áður en Patriots náði að fullkomna ótrúlega endurkomu eftir að hafa lent 25 stigum undir í leiknum gegn Atlanta Falcons.
„Þegar þetta gerðist var ég fyrst ekkert rosalega ánægður með hlaupið mitt. Ég ætla ekki að ljúga neinu um það,“ sagði Edelman í léttum dúr.
„Þetta var 70 prósent heppni og 30 prósent hæfileikar,“ sagði hann svo um gripið ótrúlega.
Viðtalið við þá Edelman og Belichick má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.