Björn Einarsson hefur naumt forskot á Guðna Bergsson í baráttunni um formannsstólinn hjá KSÍ samkvæmt könnun fótbolta.net.
Fótbolti.net náði tali af 131 einum þingfulltrúa af 145 og fékk þá til þess að gefa upp sitt atkvæði.
Björn fékk 45 atkvæði í könnun miðilsins en Guðni 40. 35 voru enn óákveðnir og 11 vildu ekki svara. Það er því ljóst að það stefnir í mjög spennandi formannskosningu í Vestmannaeyjum.
Sjá má könnun fótbolta.net í heild sinni hér.
