Íslenskum ríkisborgara meinað að fara til Bandaríkjanna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. janúar 2017 19:32 Meisam Rafiei, íslenskum ríkisborgara, var meinað að fara til Bandaríkjanna í gær vegna þess að hann er fæddur í Íran Vísir/Skjáskot Meisam Rafiei, íslenskum ríkisborgara, var meinað að fara til Bandaríkjanna í dagvegna þess að hann er fæddur í Íran. Meisam greinir frá þessu á Facebook síðu sinni. Meisam er fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins taekwondo og þá var hann einnig Norðurlandameistari í íþróttinni á síðasta ári. Hann hafði ætlað að fara til Bandaríkjanna til að keppa fyrir hönd Íslands á opnu móti í taekwondo. Meisam er íslenskur ríkisborgari og fékk ríkisborgararétt fyrir um fimm árum síðan. Í samtali við Vísi segir Meisam að allt hafi verið með felldu þar til á síðustu stundu. Hann hafi verið kominn um borð í flugvélina þegar starfsmaður WOW Air tilkynnti honum að hann fengi ekki að fljúga til Bandaríkjanna. Hann segist hafa verið sleginn, enda hafi hann hlakkað mikið til ferðarinnar. Hann hefur meðal annars verið virkur í stjórnmálum hér á landi og var í 17. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir alþingiskosningarnar í október síðastliðnum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er ein þeirra sem tjáir sig um mál Rafiei á Facebook. „Meisam er íslenskur ríkisborgari, virkur í samfélaginu, frábær tækvondomaður og þjálfari, var á lista okkar Vinstri-grænna fyrir síðustu kosningar. Það er verið að brjóta á honum eins og öllum öðrum þeim sem fá nú ekki að fara ferða sinna vegna tilskipunar Trumps. Íslensk stjórnvöld verða að fordæma þessa tilskipun og koma því með formlegum hætti til bandarískra stjórnvalda,“ skrifar Katrín. Ástæðan fyrir því að Rafiei fær ekki að ferðast til Bandaríkjanna er tilskipun Donalds Trump, bandaríkjaforseta um að banna komu allra ríkisborgara frá Írak, Íran, Líbýu, Sómalíu, Sýrlands, Súdan og Jemen, til landsins. Tilskipunin hefur vakið hörð viðbrögð víða um heim og í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöldsagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hana dapurlega. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Trump þvertekur fyrir að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum Segir að bilun í kerfi flugfélagsins Delta og mótmælendur hafi skapað ástandið. 30. janúar 2017 15:11 Forsætisráðherra Íslands segir tilskipun Bandaríkjaforseta dapurlega Tilskipun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna komu allra ríkisborgara frá Írak, Íran, Líbýu, Sómalíu, Sýrlands, Súdan og Jemen, til Bandaríkjanna hefur vakið hörð viðbrögð. 30. janúar 2017 18:42 Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Meisam Rafiei, íslenskum ríkisborgara, var meinað að fara til Bandaríkjanna í dagvegna þess að hann er fæddur í Íran. Meisam greinir frá þessu á Facebook síðu sinni. Meisam er fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins taekwondo og þá var hann einnig Norðurlandameistari í íþróttinni á síðasta ári. Hann hafði ætlað að fara til Bandaríkjanna til að keppa fyrir hönd Íslands á opnu móti í taekwondo. Meisam er íslenskur ríkisborgari og fékk ríkisborgararétt fyrir um fimm árum síðan. Í samtali við Vísi segir Meisam að allt hafi verið með felldu þar til á síðustu stundu. Hann hafi verið kominn um borð í flugvélina þegar starfsmaður WOW Air tilkynnti honum að hann fengi ekki að fljúga til Bandaríkjanna. Hann segist hafa verið sleginn, enda hafi hann hlakkað mikið til ferðarinnar. Hann hefur meðal annars verið virkur í stjórnmálum hér á landi og var í 17. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir alþingiskosningarnar í október síðastliðnum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er ein þeirra sem tjáir sig um mál Rafiei á Facebook. „Meisam er íslenskur ríkisborgari, virkur í samfélaginu, frábær tækvondomaður og þjálfari, var á lista okkar Vinstri-grænna fyrir síðustu kosningar. Það er verið að brjóta á honum eins og öllum öðrum þeim sem fá nú ekki að fara ferða sinna vegna tilskipunar Trumps. Íslensk stjórnvöld verða að fordæma þessa tilskipun og koma því með formlegum hætti til bandarískra stjórnvalda,“ skrifar Katrín. Ástæðan fyrir því að Rafiei fær ekki að ferðast til Bandaríkjanna er tilskipun Donalds Trump, bandaríkjaforseta um að banna komu allra ríkisborgara frá Írak, Íran, Líbýu, Sómalíu, Sýrlands, Súdan og Jemen, til landsins. Tilskipunin hefur vakið hörð viðbrögð víða um heim og í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöldsagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hana dapurlega.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Trump þvertekur fyrir að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum Segir að bilun í kerfi flugfélagsins Delta og mótmælendur hafi skapað ástandið. 30. janúar 2017 15:11 Forsætisráðherra Íslands segir tilskipun Bandaríkjaforseta dapurlega Tilskipun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna komu allra ríkisborgara frá Írak, Íran, Líbýu, Sómalíu, Sýrlands, Súdan og Jemen, til Bandaríkjanna hefur vakið hörð viðbrögð. 30. janúar 2017 18:42 Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Trump þvertekur fyrir að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum Segir að bilun í kerfi flugfélagsins Delta og mótmælendur hafi skapað ástandið. 30. janúar 2017 15:11
Forsætisráðherra Íslands segir tilskipun Bandaríkjaforseta dapurlega Tilskipun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna komu allra ríkisborgara frá Írak, Íran, Líbýu, Sómalíu, Sýrlands, Súdan og Jemen, til Bandaríkjanna hefur vakið hörð viðbrögð. 30. janúar 2017 18:42
Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00