Gunnar Heiðar spilandi aðstoðarþjálfari hjá ÍBV í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2017 18:28 Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Vísir/Vilhelm Eyjamenn hafa gert nýjan samning við tvo öfluga leikmenn eða þá Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Jón Ingason. Eyjamenn segja í fréttatilkynningu að „tveir efnilegir Eyjapeyjar“ hafi skrifað undir samning við ÍBV en það er þó þrettán ára aldursmunur á þeim félögum. Gunnar Heiðar, sem verður 35 ára á þessu ári, gerir tveggja ára samning en hann verður nú spilandi aðstoðarþjálfari Eyjaliðsins. Jón Ingason, sem er fæddur árið 1995, gerir samning út næsta tímabil en það leit út fyrir það síðasta haust að hann væri á förum frá félaginu. Gunnar Heiðar er sjötti markahæsti leikmaður ÍBV í efstu deild með 42 mörk í 92 leikjum en hann skoraði 1 mark í 9 leikjum á síðasta tímabili þar sem hann missti mikið úr vegna meiðsla. Jón Ingason er búinn að spila 72 leiki fyrir ÍBV í efstu deild þrátt fyrir að halda ekki upp á 22 ára afmælið sitt fyrr en næsta haust. „Jón Ingason, sem er vel kunnugur okkur Eyjamönnum en hann hefur spilað með ÍBV frá unga aldri en leiðir skildu s.l haust. Jón gerði samning við félagið út komandi tímabil og er mikil ánægja með að fá Jón aftur heim,“ segir í fréttatilkynningunni. „Mér líst mjög vel á þetta og vil bara byrja á því að þakka knattspyrnudeild ÍBV og Kristjáni fyrir traustið. Ég hef aðeins verið að pæla í því hvort maður ætti að fara út í þjálfun síðustu árin og eftir að stjórnin og Kristján höfðu samband við mig og kynntu fyrir mér þennan möguleika þá kom ekkert annað til greina en að stökkva á tækifærið,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson í fréttatilkynningunni. „Ég hef verið með marga þjálfara á ferlinum, misgóða, en ég mun klárlega reyna taka það besta úr þeim þjálfurum sem ég átti samleið með inn í þetta starf. Ég er bara gríðarlega spenntur fyrir þessu verkefni og hlakka til að hjálpa leikmönnum ÍBV að verða betri leikmenn og við verðum betra lið, þannig að við getum farið að horfa aðeins upp úr þessari botnbaráttu við höfum verið í síðustu ár,“ sagði Gunnar Heiðar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
Eyjamenn hafa gert nýjan samning við tvo öfluga leikmenn eða þá Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Jón Ingason. Eyjamenn segja í fréttatilkynningu að „tveir efnilegir Eyjapeyjar“ hafi skrifað undir samning við ÍBV en það er þó þrettán ára aldursmunur á þeim félögum. Gunnar Heiðar, sem verður 35 ára á þessu ári, gerir tveggja ára samning en hann verður nú spilandi aðstoðarþjálfari Eyjaliðsins. Jón Ingason, sem er fæddur árið 1995, gerir samning út næsta tímabil en það leit út fyrir það síðasta haust að hann væri á förum frá félaginu. Gunnar Heiðar er sjötti markahæsti leikmaður ÍBV í efstu deild með 42 mörk í 92 leikjum en hann skoraði 1 mark í 9 leikjum á síðasta tímabili þar sem hann missti mikið úr vegna meiðsla. Jón Ingason er búinn að spila 72 leiki fyrir ÍBV í efstu deild þrátt fyrir að halda ekki upp á 22 ára afmælið sitt fyrr en næsta haust. „Jón Ingason, sem er vel kunnugur okkur Eyjamönnum en hann hefur spilað með ÍBV frá unga aldri en leiðir skildu s.l haust. Jón gerði samning við félagið út komandi tímabil og er mikil ánægja með að fá Jón aftur heim,“ segir í fréttatilkynningunni. „Mér líst mjög vel á þetta og vil bara byrja á því að þakka knattspyrnudeild ÍBV og Kristjáni fyrir traustið. Ég hef aðeins verið að pæla í því hvort maður ætti að fara út í þjálfun síðustu árin og eftir að stjórnin og Kristján höfðu samband við mig og kynntu fyrir mér þennan möguleika þá kom ekkert annað til greina en að stökkva á tækifærið,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson í fréttatilkynningunni. „Ég hef verið með marga þjálfara á ferlinum, misgóða, en ég mun klárlega reyna taka það besta úr þeim þjálfurum sem ég átti samleið með inn í þetta starf. Ég er bara gríðarlega spenntur fyrir þessu verkefni og hlakka til að hjálpa leikmönnum ÍBV að verða betri leikmenn og við verðum betra lið, þannig að við getum farið að horfa aðeins upp úr þessari botnbaráttu við höfum verið í síðustu ár,“ sagði Gunnar Heiðar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira