Undirbúa eina umfangsmestu leit síðari ára Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. janúar 2017 12:24 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent beiðni á allar svæðisstjórnir björgunarsveita á landinu um að leggja til mannskap í umfangsmikla leit að Birnu Brjánsdóttur sem gert er ráð fyrir að hefjist á morgun. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða eina stærstu leit sem fram hefur farið hér á landi í áraraðir. „Í dag erum við með fólk tilbúið til að bregðast við nýjum ábendingum ef þær koma en aðalverkefni dagsins er að skipuleggja umfangsmikla leit á suðvesturhorninu sem verður í gangi um helgina,“ segir Ásgeir í samtali vð Vísi. Hann segir jafnframt að Landhelgisgæslan hafi boðið lögreglu að nýta æfingaflug sem fer fram í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar mun því leita eftir hádegi á Reykjanesi. „Við sem erum í aðgerðastjórn á höfuðborgarsvæðinu höfum óskað eftir því að allar svæðisstjórnir björgunarsveita á landinu leggi til mannskap. Sú beiðni er nýfarin þannig að við erum ekki komin með neinn endanlegan fjölda ennþá. En það má búast við að það verði jafnvel einhver hundruð leitarmanna sem fara út á morgun, ef heimtur eru góðar,“ segir Ásgeir.Leitað í nær öll leitarúrræði á landinu Áhersla verður lögð á Suðvesturhornið og segir Ásgeir að nú sé verið að víkka út leitarsvæðið, en áður hefur áhersla verið lögð á miðbæ Reykjavíkur, Hafnarfjarðarhöfn og á Strandarheiði. „Við erum að leita í flest ef ekki öll leitarúrræði á landinu. Þetta er landleit sem við erum að leggja áherslu á á morgun og um helgina. Það eru hundar, fjórhjól, bílar og göngufólk. Þau leitar úrræði sem við höfum aðgang að. Mögulega þyrla og annað slíkt. Flygildin líka. Þetta er talsvert, þetta er örugglega stærsta leit sem hefur farið fram í áraraðir.“ Í dag verður leitin skipulögð í húsnæði Landsbjargar í Skógarhlíð. „Dagurinn í dag er bara skipulagsdagur. Við erum að vonast eftir því að fá marga leitarmenn þá ætlum við að reyna að hafa skipulagið gott. Það er fjöldi manna sem eru núna uppi í Skógarhlíð að teikna upp leitarsvæðið og úthluta verkefnum fyrir morgundaginn.“Vona að snjóleysi hjálpi Töluverður snjór hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga en nú hefur hlýnað í veðri og snjórinn hefur minnkað. Ásgeir segist vona að það hjálpi til við leitina. „Vonandi hjálpar það til vegna þess að það var ekki snjór í höfuðborginni á laugardagsmorguninn síðasta þannig að það mun vonandi hjálpa til.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir því að ökumenn bifreiða sem búa yfir myndavélabúnaði fari yfir myndefnið í þeirri von að það gagnist við leit að Birnu. Einvörðungu er átt við myndefni sem tekið var upp laugardagsmorguninn 14. Janúar milli 7 og 11:30 og sýnir rauðan smábíl af gerðinni Kia Rio. Leitað er eftir myndefni frá höfuðborgarsvæðinu og utan þess, raunar frá stórum hluta suðvestanlands, þ.e. á Reykjanesi, Suðurlandi (að Selfossi) og Vesturlandi (upp í Borgarfjörð).Uppfært 17:30Rætt var við Þorstein G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, um leitina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hægt er að hlusta á viðtalið við Þorstein í spilaranum hér fyrir ofan. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan óskar eftir aðstoð ökumanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ökumenn bifreiða, sem búa yfir myndavélabúnaði, yfirfari myndefni í þeirri von að það geti gagnast lögreglu við leit að Birnu Brjánsdóttur. 20. janúar 2017 11:51 Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn eftir eftirför í Kópavogi Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent beiðni á allar svæðisstjórnir björgunarsveita á landinu um að leggja til mannskap í umfangsmikla leit að Birnu Brjánsdóttur sem gert er ráð fyrir að hefjist á morgun. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða eina stærstu leit sem fram hefur farið hér á landi í áraraðir. „Í dag erum við með fólk tilbúið til að bregðast við nýjum ábendingum ef þær koma en aðalverkefni dagsins er að skipuleggja umfangsmikla leit á suðvesturhorninu sem verður í gangi um helgina,“ segir Ásgeir í samtali vð Vísi. Hann segir jafnframt að Landhelgisgæslan hafi boðið lögreglu að nýta æfingaflug sem fer fram í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar mun því leita eftir hádegi á Reykjanesi. „Við sem erum í aðgerðastjórn á höfuðborgarsvæðinu höfum óskað eftir því að allar svæðisstjórnir björgunarsveita á landinu leggi til mannskap. Sú beiðni er nýfarin þannig að við erum ekki komin með neinn endanlegan fjölda ennþá. En það má búast við að það verði jafnvel einhver hundruð leitarmanna sem fara út á morgun, ef heimtur eru góðar,“ segir Ásgeir.Leitað í nær öll leitarúrræði á landinu Áhersla verður lögð á Suðvesturhornið og segir Ásgeir að nú sé verið að víkka út leitarsvæðið, en áður hefur áhersla verið lögð á miðbæ Reykjavíkur, Hafnarfjarðarhöfn og á Strandarheiði. „Við erum að leita í flest ef ekki öll leitarúrræði á landinu. Þetta er landleit sem við erum að leggja áherslu á á morgun og um helgina. Það eru hundar, fjórhjól, bílar og göngufólk. Þau leitar úrræði sem við höfum aðgang að. Mögulega þyrla og annað slíkt. Flygildin líka. Þetta er talsvert, þetta er örugglega stærsta leit sem hefur farið fram í áraraðir.“ Í dag verður leitin skipulögð í húsnæði Landsbjargar í Skógarhlíð. „Dagurinn í dag er bara skipulagsdagur. Við erum að vonast eftir því að fá marga leitarmenn þá ætlum við að reyna að hafa skipulagið gott. Það er fjöldi manna sem eru núna uppi í Skógarhlíð að teikna upp leitarsvæðið og úthluta verkefnum fyrir morgundaginn.“Vona að snjóleysi hjálpi Töluverður snjór hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga en nú hefur hlýnað í veðri og snjórinn hefur minnkað. Ásgeir segist vona að það hjálpi til við leitina. „Vonandi hjálpar það til vegna þess að það var ekki snjór í höfuðborginni á laugardagsmorguninn síðasta þannig að það mun vonandi hjálpa til.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir því að ökumenn bifreiða sem búa yfir myndavélabúnaði fari yfir myndefnið í þeirri von að það gagnist við leit að Birnu. Einvörðungu er átt við myndefni sem tekið var upp laugardagsmorguninn 14. Janúar milli 7 og 11:30 og sýnir rauðan smábíl af gerðinni Kia Rio. Leitað er eftir myndefni frá höfuðborgarsvæðinu og utan þess, raunar frá stórum hluta suðvestanlands, þ.e. á Reykjanesi, Suðurlandi (að Selfossi) og Vesturlandi (upp í Borgarfjörð).Uppfært 17:30Rætt var við Þorstein G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, um leitina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hægt er að hlusta á viðtalið við Þorstein í spilaranum hér fyrir ofan.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan óskar eftir aðstoð ökumanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ökumenn bifreiða, sem búa yfir myndavélabúnaði, yfirfari myndefni í þeirri von að það geti gagnast lögreglu við leit að Birnu Brjánsdóttur. 20. janúar 2017 11:51 Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn eftir eftirför í Kópavogi Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Sjá meira
Lögreglan óskar eftir aðstoð ökumanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ökumenn bifreiða, sem búa yfir myndavélabúnaði, yfirfari myndefni í þeirri von að það geti gagnast lögreglu við leit að Birnu Brjánsdóttur. 20. janúar 2017 11:51
Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49
Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45