Fólkið sem leitaði í dag: „Þetta er þverskurður þjóðarinnar“ Erla Björg Gunnarsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 21. janúar 2017 20:30 Yfir 500 manns víðsvegar af landinu komu að leitinni að Birnu Brjánsdóttur sem stóð yfir í dag. Svo gott sem allt Suðvesturhornið var undir en leitinni var alls deilt niður í um 2000 verkefni og var um helmingi þeirra lokið í dag. Leit dagsins var stöðvuð nú um klukkan 20 og verður framhaldið á morgun. Björgunarsveitar fólk byrjaði að streyma að húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar um klukkan 8 í morgun en þar er miðstöð leitarmanna yfir helgina. Hópur sjálfboðaliða sá til þessa að leitarfólk lagði ekki svangt af stað út í daginn. „Okkar hlutverk er að sjá til þess að fólk fái að borða og við höfum aflað matar hjá fyrirtækjum hjá öðrum. Það hafa allir verið mjög almennilegir og góðir við okkur og gefið okkur mikinn mat,“ segir Sigurbjörg Hilmarsdóttir hjá Slysavarnardeildinni Hraunprýði sem passaði ásamt öðrum upp á að heitt var á könnunni allan daginn. Meðal þeirra sem tóku þátt í leitinni í dag var Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, en hún og leitarhundur hennar eru í hundabjörgunarsveit Íslands.Þverskurður þjóðarinnar „Landsbjörg er náttúrulega sjálboðaliðahreyfing og hér er fólk úr öllum stigum og stéttum samfélagsins og þannig á Landsbjörg að vera. Hér eru fyrrverandi alþingismenn, hér eru vélfræðingar, bifvélavirkjar, hjúkrunarfræðingar og læknar. Á svona stundu þá sameinast þessi hópur, þetta er þverskurður þjóðarinnar. Þannig er Landsbjörg uppbyggð og þannig á hún að vera,“ segir Ólína. Sumir ferðuðust jafnvel langa leið til að taka þátt í leitinni, til að mynda Teitur Magnússon frá Björgunarsveit Ísafjarðar.Íris Marelsdóttir„Við reynum að leggja kapp á það að aðstoða þegar hægt er,“ sagði Teitur. Allir sem gátu reyndu að svara kallinu. Íris Marelsdóttir úr Hjálparsveit skáta í Kópavogi mætti með börnum og tengdabörnum.Sjá einnig: Björgunarsveitirnar hafa klárað þúsund verkefni í dag „Nú eru allir kallaðir út, allt baklandið, og eins og fyrir mig þá fer ég ekki af stað fyrr en allir eru búnir að leita í nokkra daga. Ég er búin að vera svo lengi í þessu að nú rennur mér bara blóðið til skyldunnar. Að mæta og gera eitthvað gagn.“ Hópnum var skipt upp enda leitarsvæðið stórt, allt frá Selfossi til Borgarness. Fréttastofan slóst í hóp með björgunarsveitarmönnum að norðan sem sögðu að leitarskilyrði hafi bara verið fín í dag, þrátt fyrir rigningu. Þeir voru sendir að Hvaleyrarvatni en frægt er orðið þegar lögreglan var send þangað eftir háværan orðróm á samfélagsmiðlum.Sjá einnig: Lögreglan sendir fulltrúa aftur að Hvaleyrarvatni til að bregðast við háværum orðrómiÞað var margt um manninn í húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar í morgunvísirÞakklátur þjóðarhjartanu Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Slysvarnarfélagsins Landsbjargar segir leitaraðgerð dagsins hafa gengið „alveg afskaplega vel“ sem rekja má til góðs skipulags undanfarinna daga. „Það var lagt upp með um 2000 verkefni fyrir leitarhópana og það er eitthvað um 50% sem er lokið nú þegar.“ Hann segir ýmislegt hafa fundist í dag - ekkert sem hægt er þó að tengja hvarfi Birnu. Hann þakkar velvilja þjóðarinnar sem meðal annars hefur birst í veglegum matar- og aðfangagjöfum frá hinum ýmsu fyrirtækjum landsins. „Þetta er mál sem er í raun mál þjóðarinnar, þjóðarhjartað slær í okkar takti. Við höfum sannarlega fundið fyrir þessu og þökkum kærlega fyrir allan stuðning og alla aðstoð sem við höfum fengið. Það er alveg ómetanlegt,“ segir Þorsteinn. Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtölin og svipmyndir af vettvangi, sem og hvernig var um að litast í húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Yfir 500 manns víðsvegar af landinu komu að leitinni að Birnu Brjánsdóttur sem stóð yfir í dag. Svo gott sem allt Suðvesturhornið var undir en leitinni var alls deilt niður í um 2000 verkefni og var um helmingi þeirra lokið í dag. Leit dagsins var stöðvuð nú um klukkan 20 og verður framhaldið á morgun. Björgunarsveitar fólk byrjaði að streyma að húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar um klukkan 8 í morgun en þar er miðstöð leitarmanna yfir helgina. Hópur sjálfboðaliða sá til þessa að leitarfólk lagði ekki svangt af stað út í daginn. „Okkar hlutverk er að sjá til þess að fólk fái að borða og við höfum aflað matar hjá fyrirtækjum hjá öðrum. Það hafa allir verið mjög almennilegir og góðir við okkur og gefið okkur mikinn mat,“ segir Sigurbjörg Hilmarsdóttir hjá Slysavarnardeildinni Hraunprýði sem passaði ásamt öðrum upp á að heitt var á könnunni allan daginn. Meðal þeirra sem tóku þátt í leitinni í dag var Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, en hún og leitarhundur hennar eru í hundabjörgunarsveit Íslands.Þverskurður þjóðarinnar „Landsbjörg er náttúrulega sjálboðaliðahreyfing og hér er fólk úr öllum stigum og stéttum samfélagsins og þannig á Landsbjörg að vera. Hér eru fyrrverandi alþingismenn, hér eru vélfræðingar, bifvélavirkjar, hjúkrunarfræðingar og læknar. Á svona stundu þá sameinast þessi hópur, þetta er þverskurður þjóðarinnar. Þannig er Landsbjörg uppbyggð og þannig á hún að vera,“ segir Ólína. Sumir ferðuðust jafnvel langa leið til að taka þátt í leitinni, til að mynda Teitur Magnússon frá Björgunarsveit Ísafjarðar.Íris Marelsdóttir„Við reynum að leggja kapp á það að aðstoða þegar hægt er,“ sagði Teitur. Allir sem gátu reyndu að svara kallinu. Íris Marelsdóttir úr Hjálparsveit skáta í Kópavogi mætti með börnum og tengdabörnum.Sjá einnig: Björgunarsveitirnar hafa klárað þúsund verkefni í dag „Nú eru allir kallaðir út, allt baklandið, og eins og fyrir mig þá fer ég ekki af stað fyrr en allir eru búnir að leita í nokkra daga. Ég er búin að vera svo lengi í þessu að nú rennur mér bara blóðið til skyldunnar. Að mæta og gera eitthvað gagn.“ Hópnum var skipt upp enda leitarsvæðið stórt, allt frá Selfossi til Borgarness. Fréttastofan slóst í hóp með björgunarsveitarmönnum að norðan sem sögðu að leitarskilyrði hafi bara verið fín í dag, þrátt fyrir rigningu. Þeir voru sendir að Hvaleyrarvatni en frægt er orðið þegar lögreglan var send þangað eftir háværan orðróm á samfélagsmiðlum.Sjá einnig: Lögreglan sendir fulltrúa aftur að Hvaleyrarvatni til að bregðast við háværum orðrómiÞað var margt um manninn í húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar í morgunvísirÞakklátur þjóðarhjartanu Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Slysvarnarfélagsins Landsbjargar segir leitaraðgerð dagsins hafa gengið „alveg afskaplega vel“ sem rekja má til góðs skipulags undanfarinna daga. „Það var lagt upp með um 2000 verkefni fyrir leitarhópana og það er eitthvað um 50% sem er lokið nú þegar.“ Hann segir ýmislegt hafa fundist í dag - ekkert sem hægt er þó að tengja hvarfi Birnu. Hann þakkar velvilja þjóðarinnar sem meðal annars hefur birst í veglegum matar- og aðfangagjöfum frá hinum ýmsu fyrirtækjum landsins. „Þetta er mál sem er í raun mál þjóðarinnar, þjóðarhjartað slær í okkar takti. Við höfum sannarlega fundið fyrir þessu og þökkum kærlega fyrir allan stuðning og alla aðstoð sem við höfum fengið. Það er alveg ómetanlegt,“ segir Þorsteinn. Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtölin og svipmyndir af vettvangi, sem og hvernig var um að litast í húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira