Úrslitafundur á mánudag: Engu munaði að slitnaði upp úr viðræðum í vikunni Ásgeir Erlendsson skrifar 21. janúar 2017 22:09 1440 hafa verið skráðir á atvinnuleysiskrá vegna sjómannaverkfallsins. Eftir um 5 vikna verkfall er deilan enn í hnút og engu munaði að að slitnaði upp úr viðræðunum í vikunni. Verkfall sjómanna hófst þann 14. desember og hefur því staðið yfir í um 5 vikur. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að engu hafi mátt muna að uppúr viðræðunum slitnaði í vikunni. „Við urðum við ósk sáttasemjara að kæla okkur fram yfir helgi,“ segir Valmundur en næsti samningafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á mánudag. Sjómenn hafa nýtt undanfarna daga til að kanna baklandið. „Ég held satt að segja að mánudagurinn skeri úr um það hvort við náum saman eða hvort við verðum áfram í verkfalli,“ bætir Valmundur við. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hafa 1440 verið skráðir á atvinnuleysisskrá vegna verkfallsins en á undanfarinni viku hafa um 100 manns bæst á skrá. „Verkföll eiga ekki að bitna á þriðja aðila,“ það er bara misskilningur. Verkföll bitna alltaf á þriðja aðila, það er bara þannig,“ segir Valmundur. „Við höfum fengið stuðningsyfirlýsingar frá fiskverkafólki en auðvitað er vont að halda fólki heima.“Munaði nánast enguVæri ekki réttara að þessar tvær sveitir, útgerðarmenn og sjómenn, sætu við samningaborðið en ekki í sitt hvoru lagi í ljósi þess hversu er mikið undir, fyrir bæði þjóðfélagið og fólkið sem er nú á atvinnuleysisbótum? „Jú, það má segja það en ákvörðunin var tekin sameiginlega á þriðjudaginn. Það munaði ekki miklu að það slitnaði upp úr, það munaði bara nánast engu.“ Lengsta verkfall sjómanna stóð yfir í 7 vikur árið 2001 en þegar samninganefndirnar taka aftur upp þráðinn í næstu viku mun þetta verða verkfall því vera búið að standa yfir í um 6 vikur. „Vonandi náum við nú saman einhvern tímann. Hvort það verður í næstu viku eða, ég veit ekki hvenær, en það styttist óðum í að það verði 7 vikna stopp,“ segir Valmundur. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Verkfall sjómanna Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
1440 hafa verið skráðir á atvinnuleysiskrá vegna sjómannaverkfallsins. Eftir um 5 vikna verkfall er deilan enn í hnút og engu munaði að að slitnaði upp úr viðræðunum í vikunni. Verkfall sjómanna hófst þann 14. desember og hefur því staðið yfir í um 5 vikur. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að engu hafi mátt muna að uppúr viðræðunum slitnaði í vikunni. „Við urðum við ósk sáttasemjara að kæla okkur fram yfir helgi,“ segir Valmundur en næsti samningafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á mánudag. Sjómenn hafa nýtt undanfarna daga til að kanna baklandið. „Ég held satt að segja að mánudagurinn skeri úr um það hvort við náum saman eða hvort við verðum áfram í verkfalli,“ bætir Valmundur við. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hafa 1440 verið skráðir á atvinnuleysisskrá vegna verkfallsins en á undanfarinni viku hafa um 100 manns bæst á skrá. „Verkföll eiga ekki að bitna á þriðja aðila,“ það er bara misskilningur. Verkföll bitna alltaf á þriðja aðila, það er bara þannig,“ segir Valmundur. „Við höfum fengið stuðningsyfirlýsingar frá fiskverkafólki en auðvitað er vont að halda fólki heima.“Munaði nánast enguVæri ekki réttara að þessar tvær sveitir, útgerðarmenn og sjómenn, sætu við samningaborðið en ekki í sitt hvoru lagi í ljósi þess hversu er mikið undir, fyrir bæði þjóðfélagið og fólkið sem er nú á atvinnuleysisbótum? „Jú, það má segja það en ákvörðunin var tekin sameiginlega á þriðjudaginn. Það munaði ekki miklu að það slitnaði upp úr, það munaði bara nánast engu.“ Lengsta verkfall sjómanna stóð yfir í 7 vikur árið 2001 en þegar samninganefndirnar taka aftur upp þráðinn í næstu viku mun þetta verða verkfall því vera búið að standa yfir í um 6 vikur. „Vonandi náum við nú saman einhvern tímann. Hvort það verður í næstu viku eða, ég veit ekki hvenær, en það styttist óðum í að það verði 7 vikna stopp,“ segir Valmundur. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Verkfall sjómanna Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira