Úrslitafundur á mánudag: Engu munaði að slitnaði upp úr viðræðum í vikunni Ásgeir Erlendsson skrifar 21. janúar 2017 22:09 1440 hafa verið skráðir á atvinnuleysiskrá vegna sjómannaverkfallsins. Eftir um 5 vikna verkfall er deilan enn í hnút og engu munaði að að slitnaði upp úr viðræðunum í vikunni. Verkfall sjómanna hófst þann 14. desember og hefur því staðið yfir í um 5 vikur. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að engu hafi mátt muna að uppúr viðræðunum slitnaði í vikunni. „Við urðum við ósk sáttasemjara að kæla okkur fram yfir helgi,“ segir Valmundur en næsti samningafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á mánudag. Sjómenn hafa nýtt undanfarna daga til að kanna baklandið. „Ég held satt að segja að mánudagurinn skeri úr um það hvort við náum saman eða hvort við verðum áfram í verkfalli,“ bætir Valmundur við. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hafa 1440 verið skráðir á atvinnuleysisskrá vegna verkfallsins en á undanfarinni viku hafa um 100 manns bæst á skrá. „Verkföll eiga ekki að bitna á þriðja aðila,“ það er bara misskilningur. Verkföll bitna alltaf á þriðja aðila, það er bara þannig,“ segir Valmundur. „Við höfum fengið stuðningsyfirlýsingar frá fiskverkafólki en auðvitað er vont að halda fólki heima.“Munaði nánast enguVæri ekki réttara að þessar tvær sveitir, útgerðarmenn og sjómenn, sætu við samningaborðið en ekki í sitt hvoru lagi í ljósi þess hversu er mikið undir, fyrir bæði þjóðfélagið og fólkið sem er nú á atvinnuleysisbótum? „Jú, það má segja það en ákvörðunin var tekin sameiginlega á þriðjudaginn. Það munaði ekki miklu að það slitnaði upp úr, það munaði bara nánast engu.“ Lengsta verkfall sjómanna stóð yfir í 7 vikur árið 2001 en þegar samninganefndirnar taka aftur upp þráðinn í næstu viku mun þetta verða verkfall því vera búið að standa yfir í um 6 vikur. „Vonandi náum við nú saman einhvern tímann. Hvort það verður í næstu viku eða, ég veit ekki hvenær, en það styttist óðum í að það verði 7 vikna stopp,“ segir Valmundur. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Verkfall sjómanna Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
1440 hafa verið skráðir á atvinnuleysiskrá vegna sjómannaverkfallsins. Eftir um 5 vikna verkfall er deilan enn í hnút og engu munaði að að slitnaði upp úr viðræðunum í vikunni. Verkfall sjómanna hófst þann 14. desember og hefur því staðið yfir í um 5 vikur. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að engu hafi mátt muna að uppúr viðræðunum slitnaði í vikunni. „Við urðum við ósk sáttasemjara að kæla okkur fram yfir helgi,“ segir Valmundur en næsti samningafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á mánudag. Sjómenn hafa nýtt undanfarna daga til að kanna baklandið. „Ég held satt að segja að mánudagurinn skeri úr um það hvort við náum saman eða hvort við verðum áfram í verkfalli,“ bætir Valmundur við. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hafa 1440 verið skráðir á atvinnuleysisskrá vegna verkfallsins en á undanfarinni viku hafa um 100 manns bæst á skrá. „Verkföll eiga ekki að bitna á þriðja aðila,“ það er bara misskilningur. Verkföll bitna alltaf á þriðja aðila, það er bara þannig,“ segir Valmundur. „Við höfum fengið stuðningsyfirlýsingar frá fiskverkafólki en auðvitað er vont að halda fólki heima.“Munaði nánast enguVæri ekki réttara að þessar tvær sveitir, útgerðarmenn og sjómenn, sætu við samningaborðið en ekki í sitt hvoru lagi í ljósi þess hversu er mikið undir, fyrir bæði þjóðfélagið og fólkið sem er nú á atvinnuleysisbótum? „Jú, það má segja það en ákvörðunin var tekin sameiginlega á þriðjudaginn. Það munaði ekki miklu að það slitnaði upp úr, það munaði bara nánast engu.“ Lengsta verkfall sjómanna stóð yfir í 7 vikur árið 2001 en þegar samninganefndirnar taka aftur upp þráðinn í næstu viku mun þetta verða verkfall því vera búið að standa yfir í um 6 vikur. „Vonandi náum við nú saman einhvern tímann. Hvort það verður í næstu viku eða, ég veit ekki hvenær, en það styttist óðum í að það verði 7 vikna stopp,“ segir Valmundur. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Verkfall sjómanna Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira