Danir klóra sér í hausnum yfir viðsnúningnum á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2017 11:00 Fréttamenn DR1 sóttu Ísland heim í desember til að komast til botns í því hvað hefur gerst hér síðan 2008. DR1 Túristarnir streyma til Íslands þar sem ástandið virðist frábært. Atvinnuleysi er lítið og hagvöxtur mikill. Efasemdafólk segir ástandið minna á tímabilið áður en bankarnir féllu haustið 2008. Þannig hljómar inngangur að ítarlegri umfjöllun danskra ríkissjónvarpsins um stöðu mála á Íslandi. Umfjöllunin var sýnd á DR1 í gærkvöldi en hana má einnig finna á vef DR1 þar sem henni er skipt upp í styttri myndbönd og texta. Hrefna Rós Sætran kokkur, Skúli Mogensen forstjóri WOW Air, Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði og Fjóla Stefánsdóttir, sem búið hefur í hjólhýsi í Laugardalnum í fleiri vikur, ræða við fréttamann DR1 sem leitar svara við því hvernig svo mikill viðsnúningur hefur orðið á íslensku efnahagslífi á átta árum. Hrefna Rósa Sætran matreiðslumaður.Vísir/Stefán Hótel, hótel og hótel „Það er veitingastaður opnaður í hverjum mánuði, einn eða tveir,“ segir Hrefna Rós Sætran en henni er fylgt eftir við störf á veitingastöðum hennar tveimur, Fiskmarkaðnum og Grillmarkaðnum, og kránni Skúla í Fógetagarðinum. Hún lýsir því að fólk hafi haft efasemdir árið 2010 þegar hún bað um lán til að hefja veitingahúsarekstur. „Viltu virkilega lán?“ rifjar Hrefna upp. Hún gengur með fréttamanni um miðbæinn og bendir á hótelin, sem eru alls staðar og sér ekki fyrir endann á. „Það spretta upp hótel alls staðar. Þetta er Hjálpræðisherinn, hann var seldur og verður gerður að hóteli. Hótel, hótel og hótel,“ segir Hrefna og bendir í allar áttir á göngu þeirra um Fógetagarðinn og Aðalstræti. „Ég held að flestir séu glaðir á Íslandi,“ segir Hrefna um stöðu mála. Varðandi hvað gerist þegar í harðbakka slær segir Hrefna telja að illa muni fara fyrir veitingastöðum sem séu ekki að standa sig vel. „En ég er sannfærð um að við munum bjargast.“ Ekkert lát er á vinsældum Íslands og þeim fjölgar sem koma hingað til lands með skemmtiferðaskipum.vísir/gva Veldisvöxtur á ferðamönnum Fjallað er ítarlega um þá gríðarlegu aukningu ferðamanna undanfarin ár sem hefur verið í veldisvexti. 1,8 milljónir ferðamanna sóttu Ísland heim árið 2016 en vöxturinn hefur verið mikill frá því gaus í Eyjafjallajökli 2010. Rætt er við ferðamenn frá Malasíu sem ferðuðust 48 klukkustundir til að koma til Íslands. Ferðalagið sé hverrar klukkustundar virði, náttúran stórbrotin og fólkið gestrisið. Við Geysi merkir danski fréttamaðurinn tungumál frá öllum heimshornum, og mikinn fjölda ferðamanna þótt dagarnir séu stuttir og kominn hávetur. Túrismi sé orðinn svo stór að útflutningur á fiski megi sætta sig við annað sætið. Ástandið sé ótrúlegt en aðeins átta ár eru síðan kastljósið beindist að Íslandi. Sýndar eru myndir af Íslendingum í október 2008 sem bíða þess að bankarnir opni að morgni svo þeir geti tekið peningana sína út af reikningum. Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air.Vísir/Vilhelm Ferfalt húrra Skúla Mogensen, forstjóra WOW Air, er fylgt eftir. Sigrar Skúla í viðskiptaheiminum eru teknir fyrir og fjallað um hans sjónarhorn frá Kanada, þar sem hann bjó, við fall bankanna árið 2008. Í sömu viku og bankarnir félu seldi Skúli hlutabréf sín í OZ í Kanada og hafði upp úr því milljarða íslenskra króna. „Ég hefði getað fagnað og nýtt mér árangurinn. En ég gat það ekki, því á sama tíma horfði ég upp á fjölskyldu mína og vini skyndilega verða fyrir miklu tapi,“ segir Skúli. Hann hafi haldið heim á leið með þá hugmynd í farteskinu að stofna flugfélag og um leið að hjálpa til við endurreisn Íslands. Fylgst er með Skúla á fundi með starfsmönnum WOW í desember þar sem hann tilkynnir þeim að ekkert fyrirtæki hafi vaxið hraðar á Íslandi. Hálft prósent þjóðarinnar hafi sótt um vinnu hjá WOW. Vel gangi og starfsmenn fái 13. mánuðinn í jólabónus. Í framhaldinu er kallað: „WOW lengi lifi“ og því fylgir ferfalt húrra. Gríðarleg uppbygging hefur verið hjá flugfélaginu WOW air frá því að jómfrúarflugið var farið í maí 2012. Fríðindi sem fylgja starfinu Fréttamaður spyr Skúla um það sjónarhorn að hann hafi séð tækifæri í hruninu og ákveðið að græða pening. Einhverjir myndu telja það líklegra en að hann hafi ætlað að hjálpa þjóðinni. Skúli svarar því til að þá hefði hann ekki farið í bankarekstur, enginn hafi viljað setja peninga í bankakerfið á þessum tíma. Sömuleiðis hafi allir talið hann klikkaðan að fara út í flugrekstur. „Ef ég vildi bara græða hefði ég farið út í annan bransa.“ Þá er Skúla fylgt eftir á leiðinni frá glæsilegu heimili sínu og út á flugvöll, á leiðinni í skíðaferð. Fréttamaður spyr: „Hvenær fer flugvélin?“ og Skúli svarar í gríni: „Hún fer ekkert án mín. Það er hluti af fríðindunum sem fylgja starfinu.“Væri löngu dauð án jákvæðninnarStemningin er ekki alveg jafngóð og lítið sem bendir til góðæris þegar fréttamaður hittir fyrir Fjólu Stefánsdóttur, 63 ára konu sem hafði búið í hjólhýsi á tjaldstæðinu í Laugardalnum í desember. Átti hún von á því að verja jólunum í hjólhýsinu. Fjóla Stefánsdóttir ræddi málin við DR1 í desember.DR1 Fréttatíminn ræddi við Fjólu í desember og RÚV fjallaði í framhaldinu um stöðu hennar og öryrkja. Hún er öryrki sem missti herbergi sem hún leigði síðastliðið haust. Hún segist einfaldlega ekki hafa efni á að leigja sér herbergi eða íbúð. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur margfaldast undanfarin fimm ár en Viðskiptablaðið fjallaði um hækkun leiguverðs í september.Meðal þess sem nefnt er til sögunnar, sem ástæða hærra leiguverðs, er sú staðreynd hve margir leigja íbúðir sínar frekar út til ferðamanna til að græða meiri pening. Fjóla rifjar upp fyrstu dagana eftir að hún missti herbergið sitt í haust. Hún hafi fyrst hafst við í litlu tjaldi á tjaldsvæðinu.„Ég hugsaði, hvað er ég eiginlega að gera? Ég er að verða klikkuð!“ segir Fjóla sem heldur í jákvæðar hugsanir þrátt fyrir erfiða tíma.„Ég reyni að vera jákvæð. Ef ég væri það ekki væri ég löngu dauð.“Þótt Fjóla sé öryrki í dag hefur hún unnið mestan hluta lífs síns. En átti hún von á því að elliárin yrðu svona?„Nei, aldrei. Ég átti aldrei von á þessu.“Þekktasti afreksknapi landsins, Sigurbjörn Bárðarson, gerir sjóklárt og snyrtir hér töltsnillinginn Jarl frá Mið-Fossum fyrir keppni.Jón BjörnssonPeningaglampi í augumFréttamaður hittir einnig fyrir Þórólf Matthíasson hagfræðiprófessor, sagnfræðinginn Magnús Svein Helgason og knapann Sigurbjörn Bárðarson.Sigurbjörn er greinilega áhyggjufullur yfir stöðu mála þessa dagana þar sem Íslendingar séu með peningaglampa í augunum en hugsi ekki til framtíðar. Rifjar hann upp erfiða tíma í hestaræktun þar sem Íslendingar fóru úr því að selja 3500 til 4000 hross yfir í 1000-1200 hross.„Margir fóru illa út úr því og það þurfti að slátra mörgum hrossum.“Hesturinn viti að veturinn geti verið harður og hugsar fyrir því, safnar sér forða. Íslendingar virðist hins vegar einfaldlega horfa til fjölgunar ferðamanna eins og hún hætti aldrei.„Það eyðist sem af er tekið,“ segir Sigubjörn.Vefútgáfu umfjöllunarinnar má finna á vef DR1. Í greininni eru tölur yfir ferðamannafjölda á Íslandi settar fram á sjónrænan máta.DR Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Túristarnir streyma til Íslands þar sem ástandið virðist frábært. Atvinnuleysi er lítið og hagvöxtur mikill. Efasemdafólk segir ástandið minna á tímabilið áður en bankarnir féllu haustið 2008. Þannig hljómar inngangur að ítarlegri umfjöllun danskra ríkissjónvarpsins um stöðu mála á Íslandi. Umfjöllunin var sýnd á DR1 í gærkvöldi en hana má einnig finna á vef DR1 þar sem henni er skipt upp í styttri myndbönd og texta. Hrefna Rós Sætran kokkur, Skúli Mogensen forstjóri WOW Air, Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði og Fjóla Stefánsdóttir, sem búið hefur í hjólhýsi í Laugardalnum í fleiri vikur, ræða við fréttamann DR1 sem leitar svara við því hvernig svo mikill viðsnúningur hefur orðið á íslensku efnahagslífi á átta árum. Hrefna Rósa Sætran matreiðslumaður.Vísir/Stefán Hótel, hótel og hótel „Það er veitingastaður opnaður í hverjum mánuði, einn eða tveir,“ segir Hrefna Rós Sætran en henni er fylgt eftir við störf á veitingastöðum hennar tveimur, Fiskmarkaðnum og Grillmarkaðnum, og kránni Skúla í Fógetagarðinum. Hún lýsir því að fólk hafi haft efasemdir árið 2010 þegar hún bað um lán til að hefja veitingahúsarekstur. „Viltu virkilega lán?“ rifjar Hrefna upp. Hún gengur með fréttamanni um miðbæinn og bendir á hótelin, sem eru alls staðar og sér ekki fyrir endann á. „Það spretta upp hótel alls staðar. Þetta er Hjálpræðisherinn, hann var seldur og verður gerður að hóteli. Hótel, hótel og hótel,“ segir Hrefna og bendir í allar áttir á göngu þeirra um Fógetagarðinn og Aðalstræti. „Ég held að flestir séu glaðir á Íslandi,“ segir Hrefna um stöðu mála. Varðandi hvað gerist þegar í harðbakka slær segir Hrefna telja að illa muni fara fyrir veitingastöðum sem séu ekki að standa sig vel. „En ég er sannfærð um að við munum bjargast.“ Ekkert lát er á vinsældum Íslands og þeim fjölgar sem koma hingað til lands með skemmtiferðaskipum.vísir/gva Veldisvöxtur á ferðamönnum Fjallað er ítarlega um þá gríðarlegu aukningu ferðamanna undanfarin ár sem hefur verið í veldisvexti. 1,8 milljónir ferðamanna sóttu Ísland heim árið 2016 en vöxturinn hefur verið mikill frá því gaus í Eyjafjallajökli 2010. Rætt er við ferðamenn frá Malasíu sem ferðuðust 48 klukkustundir til að koma til Íslands. Ferðalagið sé hverrar klukkustundar virði, náttúran stórbrotin og fólkið gestrisið. Við Geysi merkir danski fréttamaðurinn tungumál frá öllum heimshornum, og mikinn fjölda ferðamanna þótt dagarnir séu stuttir og kominn hávetur. Túrismi sé orðinn svo stór að útflutningur á fiski megi sætta sig við annað sætið. Ástandið sé ótrúlegt en aðeins átta ár eru síðan kastljósið beindist að Íslandi. Sýndar eru myndir af Íslendingum í október 2008 sem bíða þess að bankarnir opni að morgni svo þeir geti tekið peningana sína út af reikningum. Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air.Vísir/Vilhelm Ferfalt húrra Skúla Mogensen, forstjóra WOW Air, er fylgt eftir. Sigrar Skúla í viðskiptaheiminum eru teknir fyrir og fjallað um hans sjónarhorn frá Kanada, þar sem hann bjó, við fall bankanna árið 2008. Í sömu viku og bankarnir félu seldi Skúli hlutabréf sín í OZ í Kanada og hafði upp úr því milljarða íslenskra króna. „Ég hefði getað fagnað og nýtt mér árangurinn. En ég gat það ekki, því á sama tíma horfði ég upp á fjölskyldu mína og vini skyndilega verða fyrir miklu tapi,“ segir Skúli. Hann hafi haldið heim á leið með þá hugmynd í farteskinu að stofna flugfélag og um leið að hjálpa til við endurreisn Íslands. Fylgst er með Skúla á fundi með starfsmönnum WOW í desember þar sem hann tilkynnir þeim að ekkert fyrirtæki hafi vaxið hraðar á Íslandi. Hálft prósent þjóðarinnar hafi sótt um vinnu hjá WOW. Vel gangi og starfsmenn fái 13. mánuðinn í jólabónus. Í framhaldinu er kallað: „WOW lengi lifi“ og því fylgir ferfalt húrra. Gríðarleg uppbygging hefur verið hjá flugfélaginu WOW air frá því að jómfrúarflugið var farið í maí 2012. Fríðindi sem fylgja starfinu Fréttamaður spyr Skúla um það sjónarhorn að hann hafi séð tækifæri í hruninu og ákveðið að græða pening. Einhverjir myndu telja það líklegra en að hann hafi ætlað að hjálpa þjóðinni. Skúli svarar því til að þá hefði hann ekki farið í bankarekstur, enginn hafi viljað setja peninga í bankakerfið á þessum tíma. Sömuleiðis hafi allir talið hann klikkaðan að fara út í flugrekstur. „Ef ég vildi bara græða hefði ég farið út í annan bransa.“ Þá er Skúla fylgt eftir á leiðinni frá glæsilegu heimili sínu og út á flugvöll, á leiðinni í skíðaferð. Fréttamaður spyr: „Hvenær fer flugvélin?“ og Skúli svarar í gríni: „Hún fer ekkert án mín. Það er hluti af fríðindunum sem fylgja starfinu.“Væri löngu dauð án jákvæðninnarStemningin er ekki alveg jafngóð og lítið sem bendir til góðæris þegar fréttamaður hittir fyrir Fjólu Stefánsdóttur, 63 ára konu sem hafði búið í hjólhýsi á tjaldstæðinu í Laugardalnum í desember. Átti hún von á því að verja jólunum í hjólhýsinu. Fjóla Stefánsdóttir ræddi málin við DR1 í desember.DR1 Fréttatíminn ræddi við Fjólu í desember og RÚV fjallaði í framhaldinu um stöðu hennar og öryrkja. Hún er öryrki sem missti herbergi sem hún leigði síðastliðið haust. Hún segist einfaldlega ekki hafa efni á að leigja sér herbergi eða íbúð. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur margfaldast undanfarin fimm ár en Viðskiptablaðið fjallaði um hækkun leiguverðs í september.Meðal þess sem nefnt er til sögunnar, sem ástæða hærra leiguverðs, er sú staðreynd hve margir leigja íbúðir sínar frekar út til ferðamanna til að græða meiri pening. Fjóla rifjar upp fyrstu dagana eftir að hún missti herbergið sitt í haust. Hún hafi fyrst hafst við í litlu tjaldi á tjaldsvæðinu.„Ég hugsaði, hvað er ég eiginlega að gera? Ég er að verða klikkuð!“ segir Fjóla sem heldur í jákvæðar hugsanir þrátt fyrir erfiða tíma.„Ég reyni að vera jákvæð. Ef ég væri það ekki væri ég löngu dauð.“Þótt Fjóla sé öryrki í dag hefur hún unnið mestan hluta lífs síns. En átti hún von á því að elliárin yrðu svona?„Nei, aldrei. Ég átti aldrei von á þessu.“Þekktasti afreksknapi landsins, Sigurbjörn Bárðarson, gerir sjóklárt og snyrtir hér töltsnillinginn Jarl frá Mið-Fossum fyrir keppni.Jón BjörnssonPeningaglampi í augumFréttamaður hittir einnig fyrir Þórólf Matthíasson hagfræðiprófessor, sagnfræðinginn Magnús Svein Helgason og knapann Sigurbjörn Bárðarson.Sigurbjörn er greinilega áhyggjufullur yfir stöðu mála þessa dagana þar sem Íslendingar séu með peningaglampa í augunum en hugsi ekki til framtíðar. Rifjar hann upp erfiða tíma í hestaræktun þar sem Íslendingar fóru úr því að selja 3500 til 4000 hross yfir í 1000-1200 hross.„Margir fóru illa út úr því og það þurfti að slátra mörgum hrossum.“Hesturinn viti að veturinn geti verið harður og hugsar fyrir því, safnar sér forða. Íslendingar virðist hins vegar einfaldlega horfa til fjölgunar ferðamanna eins og hún hætti aldrei.„Það eyðist sem af er tekið,“ segir Sigubjörn.Vefútgáfu umfjöllunarinnar má finna á vef DR1. Í greininni eru tölur yfir ferðamannafjölda á Íslandi settar fram á sjónrænan máta.DR
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira