Frakkar segjast þurfa að skipta um gír frá því í Íslandsleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2017 12:00 Frakkinn Cedric Sorhaindo fær hér alvöru móttökur hjá íslensku varnarmönnunum Bjarki Má Gunnarssyni, Gunnari Steini Jónssyni og Arnari Frey Arnarssyni. Vísir/Getty Frakkland sendi Ísland heim af HM í handbolta á laugardaginn og í kvöld geta þeir sent annan Íslending heim þegar þeir mæta Svíum í átta liða úrslitum keppninnar. Leikurinn fer fram fyrir framan 28 þúsund manns á Pierre Mauroy leikvanginum í Lille eða sama stað og Frakkar og Svíar unnu sína leiki í sextán liða úrslitunum. Kristján Andrésson þjálfar sænska landsliðið og er sá eini af fjórum íslenskum þjálfurum á heimsmeistaramótinu sem er enn með í keppninni. Geir Sveinsson (Ísland), Guðmundur Guðmundsson (Danmörk) og Dagur Sigurðsson (Þýskaland) töpuðu allir með liðum sínum í sextán liða úrslitunum. „Þetta verður risastór leikur fyrir framan alla þessa áhorfendur, alvöru viðburður. Ef við spilum okkar leik, með okkar sterku vörn og okkar öflugu hraðaupphlaup þá eigum við kannski möguleika á því að komast í undanúrslitin,“ sagði markvörðurinn Andreas Palicka í viðtali við heimsmeistaramótssíðu Frakka en hann hefur varið mark Svía af sinni alkunnu snilld í keppninni. Frakkar taka Svía alvarlega enda að fara að mæta liði sem vann 19 marka sigur á Hvít-Rússum í sextán liða úrslitunum. „Svíar eru mjög sterkir og þeir áttu skilið að vinna Dani í riðlakeppninni og hefðu unnið ef Landin hefði ekki átt þennan klikkaði leik sinn. Við þurfum að skipta um gír frá því í Íslandsleiknum i sextán liða úrslitunum,“ sagði franski landsliðsmaðurinn Valentin Porte í samtalið við heimasíðu keppninnar. Leikur Frakka og Svía hefst klukkan 18.00 í kvöld. Öll átta liða úrslitin eru á dagskrá í dag. Noregur og Ungverjaland mætast klukkan 16.00 og klukkan 19.45 fara síðan fram tveir síðustu leikirnir sem eru Slóvenía-Katar og Spánn-Króatía. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira
Frakkland sendi Ísland heim af HM í handbolta á laugardaginn og í kvöld geta þeir sent annan Íslending heim þegar þeir mæta Svíum í átta liða úrslitum keppninnar. Leikurinn fer fram fyrir framan 28 þúsund manns á Pierre Mauroy leikvanginum í Lille eða sama stað og Frakkar og Svíar unnu sína leiki í sextán liða úrslitunum. Kristján Andrésson þjálfar sænska landsliðið og er sá eini af fjórum íslenskum þjálfurum á heimsmeistaramótinu sem er enn með í keppninni. Geir Sveinsson (Ísland), Guðmundur Guðmundsson (Danmörk) og Dagur Sigurðsson (Þýskaland) töpuðu allir með liðum sínum í sextán liða úrslitunum. „Þetta verður risastór leikur fyrir framan alla þessa áhorfendur, alvöru viðburður. Ef við spilum okkar leik, með okkar sterku vörn og okkar öflugu hraðaupphlaup þá eigum við kannski möguleika á því að komast í undanúrslitin,“ sagði markvörðurinn Andreas Palicka í viðtali við heimsmeistaramótssíðu Frakka en hann hefur varið mark Svía af sinni alkunnu snilld í keppninni. Frakkar taka Svía alvarlega enda að fara að mæta liði sem vann 19 marka sigur á Hvít-Rússum í sextán liða úrslitunum. „Svíar eru mjög sterkir og þeir áttu skilið að vinna Dani í riðlakeppninni og hefðu unnið ef Landin hefði ekki átt þennan klikkaði leik sinn. Við þurfum að skipta um gír frá því í Íslandsleiknum i sextán liða úrslitunum,“ sagði franski landsliðsmaðurinn Valentin Porte í samtalið við heimasíðu keppninnar. Leikur Frakka og Svía hefst klukkan 18.00 í kvöld. Öll átta liða úrslitin eru á dagskrá í dag. Noregur og Ungverjaland mætast klukkan 16.00 og klukkan 19.45 fara síðan fram tveir síðustu leikirnir sem eru Slóvenía-Katar og Spánn-Króatía.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira