Svæðið frá Grindavík að Óseyrarbrú undir smásjá Birgir Olgeirsson skrifar 25. janúar 2017 12:30 Ríkjandi alda úr suðvestri á þeim tíma sem Birnu Brjánsdóttur var saknað. Vísir/Loftmyndir ehf. Vegagerðin hefur látið lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í té upplýsingar um öldufar á þeim tíma sem Birna Brjánsdóttir hvarf í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 14. janúar síðastliðins og til sunnudagsins 22. janúar þegar lík hennar fannst við Selvogsvita. Á þeim tíma var ríkjandi suðvestan átt í öldu, sem þýðir að hún fer frá vestri til austurs. „Það komu að vísu dagar þegar vindáttin var breytileg en ölduáttin var afgerandi suðvestanátt allan tímann,“ segir Sigurður Sigurðsson, strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni.Við ströndina ræðurölduáttin mjög miklu en þegar komið er lengra út frá ströndinni skipta sjávarfallsstraumar máli.Vísir/VilhelmMargar breytur til skoðunar Hann segir að við ströndina ráði ölduáttin mjög miklu en þegar komið er lengra út frá ströndinni skipta sjávarfallsstraumar máli. „Þá eru til reklíkön sem geta nýst við að skoða mögulegt rek sem er fyrir áhrif sjávarfalla,“ segir Sigurður en fyrir sunnan Reykjanesið er straumurinn til skiptis til vesturs og austurs. Heildarstefnan er þó lengra til vesturs en styttra til austurs en þannig skiptir straumurinn um átt fram og til baka. „Síðan er alda þarna ofan á þessu og hún er úr suðvestri á móti sjávarfallsstraumum,“ segir Sigurður. Án þess að eitthvað sé hægt að fullyrða um það á þessari stundu þá telur Sigurður að miðað við þau gögn sem Vegagerðin gat horft til þá er ekki talið að Birna hafi borist mjög langa leið að Selvogsvita.Sunnanvert Reykjanesið líklegt Skópar Birnu fannst við Hafnarfjarðarhöfn mánudagskvöldið 16. janúar en talið er nánast útilokað að líkið hafi borist frá Hafnarfjarðarhöfn. Sigurður segir sunnanvert Reykjanesið líklegt, þó svo aftur sé ekkert hægt að fullyrða um það. Sigurður segist engar forsendur hafa til að útiloka svæðið frá Óseyrarbrú, að Krýsuvíkurbergi eða til Grindavíkur. Huga þarf að mörgum breytum við þessa rannsókn en ef um Óseyrarbrú er til dæmis að ræða þá hefði líkið ekki ferðast með ströndinni heldur borist úr á svolítið dýpi þar sem sjávarafallastraumarnir hefðu geta borið það hægt til vesturs en síðan á einhverjum tímapunkti hefur aldan gripið það og fært upp í fjöru.Gruna laugardaginn Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á málinu, segir það blasa við að Birna hafi farið í sjó en hvenær nákvæmlega er erfitt að segja um. „Ekki annað en að okkur grunar að það hafi gerst á laugardeginum 14. janúar,“ segir Grímur. Hann segir lögreglu hafa uppi kenningar um hvar Birna var sett í sjó en vill ekki fara nánar út í það. Hann segir lögreglu njóta aðstoðar sérfræðinga í bæði straumum og ölduhreyfingum við rannsókn málsins. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00 Hinn skipverjinn yfirheyrður í dag Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Thomas Möller yfirheyrður í gær og verður þá Nikolaj Olsen yfirheyrður í dag. 25. janúar 2017 10:01 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Vegagerðin hefur látið lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í té upplýsingar um öldufar á þeim tíma sem Birna Brjánsdóttir hvarf í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 14. janúar síðastliðins og til sunnudagsins 22. janúar þegar lík hennar fannst við Selvogsvita. Á þeim tíma var ríkjandi suðvestan átt í öldu, sem þýðir að hún fer frá vestri til austurs. „Það komu að vísu dagar þegar vindáttin var breytileg en ölduáttin var afgerandi suðvestanátt allan tímann,“ segir Sigurður Sigurðsson, strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni.Við ströndina ræðurölduáttin mjög miklu en þegar komið er lengra út frá ströndinni skipta sjávarfallsstraumar máli.Vísir/VilhelmMargar breytur til skoðunar Hann segir að við ströndina ráði ölduáttin mjög miklu en þegar komið er lengra út frá ströndinni skipta sjávarfallsstraumar máli. „Þá eru til reklíkön sem geta nýst við að skoða mögulegt rek sem er fyrir áhrif sjávarfalla,“ segir Sigurður en fyrir sunnan Reykjanesið er straumurinn til skiptis til vesturs og austurs. Heildarstefnan er þó lengra til vesturs en styttra til austurs en þannig skiptir straumurinn um átt fram og til baka. „Síðan er alda þarna ofan á þessu og hún er úr suðvestri á móti sjávarfallsstraumum,“ segir Sigurður. Án þess að eitthvað sé hægt að fullyrða um það á þessari stundu þá telur Sigurður að miðað við þau gögn sem Vegagerðin gat horft til þá er ekki talið að Birna hafi borist mjög langa leið að Selvogsvita.Sunnanvert Reykjanesið líklegt Skópar Birnu fannst við Hafnarfjarðarhöfn mánudagskvöldið 16. janúar en talið er nánast útilokað að líkið hafi borist frá Hafnarfjarðarhöfn. Sigurður segir sunnanvert Reykjanesið líklegt, þó svo aftur sé ekkert hægt að fullyrða um það. Sigurður segist engar forsendur hafa til að útiloka svæðið frá Óseyrarbrú, að Krýsuvíkurbergi eða til Grindavíkur. Huga þarf að mörgum breytum við þessa rannsókn en ef um Óseyrarbrú er til dæmis að ræða þá hefði líkið ekki ferðast með ströndinni heldur borist úr á svolítið dýpi þar sem sjávarafallastraumarnir hefðu geta borið það hægt til vesturs en síðan á einhverjum tímapunkti hefur aldan gripið það og fært upp í fjöru.Gruna laugardaginn Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á málinu, segir það blasa við að Birna hafi farið í sjó en hvenær nákvæmlega er erfitt að segja um. „Ekki annað en að okkur grunar að það hafi gerst á laugardeginum 14. janúar,“ segir Grímur. Hann segir lögreglu hafa uppi kenningar um hvar Birna var sett í sjó en vill ekki fara nánar út í það. Hann segir lögreglu njóta aðstoðar sérfræðinga í bæði straumum og ölduhreyfingum við rannsókn málsins.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00 Hinn skipverjinn yfirheyrður í dag Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Thomas Möller yfirheyrður í gær og verður þá Nikolaj Olsen yfirheyrður í dag. 25. janúar 2017 10:01 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59
Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00
Hinn skipverjinn yfirheyrður í dag Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Thomas Möller yfirheyrður í gær og verður þá Nikolaj Olsen yfirheyrður í dag. 25. janúar 2017 10:01