Sjötti sigur Skallagríms í röð | Staðan á toppnum óbreytt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2017 20:57 Emelía Ósk Gunnarsdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur. vísir/ernir Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld. Staðan á toppnum er óbreytt en efstu fjögur liðin unnu öll sína leiki. Skallagrímur vann sjötta leikinn í röð þegar liðið sótti Grindavík heim. Lokatölur 67-83, Skallagrími í vil. Borgnesingar eru áfram í 2. sæti deildarinnar, nú með 24 stig, jafn mörg og Keflvíkingar. Grindvíkingar, sem hafa tapað sjö leikjum í röð, eru í neðsta sætinu með aðeins sex stig. Tíu stigum munaði á liðunum í hálfleik, 32-42. Í 3. leikhluta voru Borgnesingar miklu sterkari aðilinn og þeir fóru með 20 stiga forskot inn í fjórða og síðasta leikhlutann, 42-62. Á endanum munaði 16 stigum á liðunum, 67-83. Tavelyn Tillman skoraði 27 stig fyrir Skallagrím og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skilaði 13 stigum og 15 fráköstum gegn sínu gamla liði. Þá skoraði Kristrún Sigurjónsdóttir 17 stig og tók átta fráköst. Ingunn Embla Kristínardóttir og María Ben Erlingsdóttir skoruðu 19 stig hvor fyrir Kanalaust lið Grindavíkur. Keflavík bar sigurorð af Haukum, 65-68. Keflvíkingar eru áfram á toppnum en Haukar sitja í 7. sæti deildarinnar.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Schenker-höllinni og tók meðfylgjandi myndir. Keflvíkingar leiddu með átta stigum fyrir lokaleikhlutann, 50-58, og þegar tvær og hálf mínúta var til leiksloka var munurinn níu stig, 55-64. Þá komu Haukar með sterkt áhlaup og voru ekki langt frá því að koma leiknum í framlengingu. Keflavík hafði þó sigur á endanum, 65-68. Emelía Ósk Gunnarsdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur með 23 stig. Ariana Moorer skoraði 19 stig, tók 15 fráköst og stal sex boltum. Hjá Haukum var Nashika Wiliams atkvæðamest með 21 stig og 19 fráköst. Stjarnan vann nokkuð öruggan sigur á Njarðvík, 80-59, í Ásgarði. Þetta var sjötti sigur Stjörnunnar í síðustu sjö leikjum. Garðbæingar eru í 4. sæti deildarinnar en Njarðvík í því fimmta. Danielle Victoria Rodríguez var með þrefalda tvennu í liði Stjörnunnar; skoraði 24 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Sem fyrr var Carmen Tyson-Thomas í sérflokki hjá Njarðvík. Hún skoraði 32 stig og tók 17 fráköst. Aðeins fimm leikmenn Njarðvíkur skoruðu í leiknum. Þá vann Snæfell 10 stiga sigur á Val á heimavelli, 82-72. Íslands- og bikarmeistararnir voru undir í hálfleik, 38-40, en voru sterkari aðilinn í seinni hálfleik og lönduðu góðum sigri. Snæfell er í 3. sæti deildarinnar en Valur í því sjötta. Aaryn Ellenberg-Wiley skoraði 30 stig og tók 10 fráköst í liði Snæfells. Berglind Gunnarsdóttir kom næst með 13 stig. Mia Loyd skilaði 29 stigum og 19 fráköstum hjá Val sem hefur tapað tveimur leikjum í röð.Tölfræði leikja kvöldsins:Grindavík-Skallagrímur 67-83 (20-25, 12-17, 13-20, 22-21)Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 19/9 fráköst/5 stoðsendingar, Ingunn Embla Kristínardóttir 19/6 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 12/10 fráköst, Angela Björg Steingrímsdóttir 9, Íris Sverrisdóttir 5, Lovísa Falsdóttir 3.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 27/6 stoðsendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir 17/8 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/15 fráköst, Fanney Lind Thomas 8/7 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 8/11 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 8/10 fráköst, Arna Hrönn Ámundaóttir 1, Guðrún Ósk Ámundadóttir 1/8 fráköst. Haukar-Keflavík 65-68 (17-13, 17-24, 16-21, 15-10)Haukar: Nashika Wiliams 21/19 fráköst/5 varin skot, Sólrún Inga Gísladóttir 13/8 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 13/6 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 9/8 fráköst/11 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 4, Dýrfinna Arnardóttir 3, Anna Lóa Óskarsdóttir 2/5 fráköst.Keflavík: Emelía Ósk Gunnarsdóttir 23/5 fráköst/6 stolnir, Ariana Moorer 19/15 fráköst/6 stolnir, Birna Valgerður Benónýsdóttir 12, Erna Hákonardóttir 4, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4, Thelma Dís Ágústsdóttir 3/5 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 2, Irena Sól Jónsdóttir 1.Stjarnan-Njarðvík 80-59 (20-11, 18-17, 21-14, 21-17)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 24/12 fráköst/10 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 16/10 fráköst, Jenný Harðardóttir 11/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 9, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 8, Hafrún Hálfdánardóttir 6/7 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 5/6 fráköst, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 1.Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 32/17 fráköst/3 varin skot, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 10/12 fráköst, María Jónsdóttir 7/11 fráköst, Ína María Einarsdóttir 6, Björk Gunnarsdótir 4.Snæfell-Valur 82-72 (22-23, 16-17, 20-14, 24-18)Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 30/10 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 13, Gunnhildur Gunnarsdóttir 8, Bryndís Guðmundsdóttir 8, Andrea Björt Ólafsdóttir 7/5 fráköst, María Björnsdóttir 6/4 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5, Alda Leif Jónsdóttir 3, Sara Diljá Sigurðardóttir 2/5 fráköst.Valur: Mia Loyd 29/19 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 13, Dagbjört Samúelsdóttir 10/5 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 7, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5.vísir/anton Dominos-deild kvenna Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Sjá meira
Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld. Staðan á toppnum er óbreytt en efstu fjögur liðin unnu öll sína leiki. Skallagrímur vann sjötta leikinn í röð þegar liðið sótti Grindavík heim. Lokatölur 67-83, Skallagrími í vil. Borgnesingar eru áfram í 2. sæti deildarinnar, nú með 24 stig, jafn mörg og Keflvíkingar. Grindvíkingar, sem hafa tapað sjö leikjum í röð, eru í neðsta sætinu með aðeins sex stig. Tíu stigum munaði á liðunum í hálfleik, 32-42. Í 3. leikhluta voru Borgnesingar miklu sterkari aðilinn og þeir fóru með 20 stiga forskot inn í fjórða og síðasta leikhlutann, 42-62. Á endanum munaði 16 stigum á liðunum, 67-83. Tavelyn Tillman skoraði 27 stig fyrir Skallagrím og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skilaði 13 stigum og 15 fráköstum gegn sínu gamla liði. Þá skoraði Kristrún Sigurjónsdóttir 17 stig og tók átta fráköst. Ingunn Embla Kristínardóttir og María Ben Erlingsdóttir skoruðu 19 stig hvor fyrir Kanalaust lið Grindavíkur. Keflavík bar sigurorð af Haukum, 65-68. Keflvíkingar eru áfram á toppnum en Haukar sitja í 7. sæti deildarinnar.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Schenker-höllinni og tók meðfylgjandi myndir. Keflvíkingar leiddu með átta stigum fyrir lokaleikhlutann, 50-58, og þegar tvær og hálf mínúta var til leiksloka var munurinn níu stig, 55-64. Þá komu Haukar með sterkt áhlaup og voru ekki langt frá því að koma leiknum í framlengingu. Keflavík hafði þó sigur á endanum, 65-68. Emelía Ósk Gunnarsdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur með 23 stig. Ariana Moorer skoraði 19 stig, tók 15 fráköst og stal sex boltum. Hjá Haukum var Nashika Wiliams atkvæðamest með 21 stig og 19 fráköst. Stjarnan vann nokkuð öruggan sigur á Njarðvík, 80-59, í Ásgarði. Þetta var sjötti sigur Stjörnunnar í síðustu sjö leikjum. Garðbæingar eru í 4. sæti deildarinnar en Njarðvík í því fimmta. Danielle Victoria Rodríguez var með þrefalda tvennu í liði Stjörnunnar; skoraði 24 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Sem fyrr var Carmen Tyson-Thomas í sérflokki hjá Njarðvík. Hún skoraði 32 stig og tók 17 fráköst. Aðeins fimm leikmenn Njarðvíkur skoruðu í leiknum. Þá vann Snæfell 10 stiga sigur á Val á heimavelli, 82-72. Íslands- og bikarmeistararnir voru undir í hálfleik, 38-40, en voru sterkari aðilinn í seinni hálfleik og lönduðu góðum sigri. Snæfell er í 3. sæti deildarinnar en Valur í því sjötta. Aaryn Ellenberg-Wiley skoraði 30 stig og tók 10 fráköst í liði Snæfells. Berglind Gunnarsdóttir kom næst með 13 stig. Mia Loyd skilaði 29 stigum og 19 fráköstum hjá Val sem hefur tapað tveimur leikjum í röð.Tölfræði leikja kvöldsins:Grindavík-Skallagrímur 67-83 (20-25, 12-17, 13-20, 22-21)Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 19/9 fráköst/5 stoðsendingar, Ingunn Embla Kristínardóttir 19/6 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 12/10 fráköst, Angela Björg Steingrímsdóttir 9, Íris Sverrisdóttir 5, Lovísa Falsdóttir 3.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 27/6 stoðsendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir 17/8 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/15 fráköst, Fanney Lind Thomas 8/7 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 8/11 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 8/10 fráköst, Arna Hrönn Ámundaóttir 1, Guðrún Ósk Ámundadóttir 1/8 fráköst. Haukar-Keflavík 65-68 (17-13, 17-24, 16-21, 15-10)Haukar: Nashika Wiliams 21/19 fráköst/5 varin skot, Sólrún Inga Gísladóttir 13/8 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 13/6 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 9/8 fráköst/11 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 4, Dýrfinna Arnardóttir 3, Anna Lóa Óskarsdóttir 2/5 fráköst.Keflavík: Emelía Ósk Gunnarsdóttir 23/5 fráköst/6 stolnir, Ariana Moorer 19/15 fráköst/6 stolnir, Birna Valgerður Benónýsdóttir 12, Erna Hákonardóttir 4, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4, Thelma Dís Ágústsdóttir 3/5 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 2, Irena Sól Jónsdóttir 1.Stjarnan-Njarðvík 80-59 (20-11, 18-17, 21-14, 21-17)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 24/12 fráköst/10 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 16/10 fráköst, Jenný Harðardóttir 11/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 9, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 8, Hafrún Hálfdánardóttir 6/7 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 5/6 fráköst, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 1.Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 32/17 fráköst/3 varin skot, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 10/12 fráköst, María Jónsdóttir 7/11 fráköst, Ína María Einarsdóttir 6, Björk Gunnarsdótir 4.Snæfell-Valur 82-72 (22-23, 16-17, 20-14, 24-18)Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 30/10 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 13, Gunnhildur Gunnarsdóttir 8, Bryndís Guðmundsdóttir 8, Andrea Björt Ólafsdóttir 7/5 fráköst, María Björnsdóttir 6/4 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5, Alda Leif Jónsdóttir 3, Sara Diljá Sigurðardóttir 2/5 fráköst.Valur: Mia Loyd 29/19 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 13, Dagbjört Samúelsdóttir 10/5 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 7, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5.vísir/anton
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Sjá meira