Fínasta skíðaveður um helgina en stormur á þriðjudag Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 28. janúar 2017 10:43 Fínt skíðaveður um helgina en umhleypingar eftir helgi. Vísir/Anton Fólk getur svo sannarlega drifið sig í skíðagallann því búist er við fínu skíðaveðri um helgina. Samkvæmt vakthafandi veðurfræðingi, Þorsteini V. Jónssyni, er því um að gera að grípa gæsina á meðan hún gefst þar sem búist er við umhleypingum eftir helgi með stormi á þriðjudag. „Það er fínasta veður um helgina. Svolítil snjómugga á norður og austurlandi í dag og þokkalegt á morgun en svolítill austan strekkingsvindur við suðausturströndina og él á morgun.“ Eftir helgi verður blanda af allri veðráttu samkvæmt Þorsteini. Hvassviðri, rigning og hitabreytingar munu láta á sér kræla. Þorsteinn bendir þó á að það verði hvassviðri og stormur á þriðjudaginn næstkomandi og að hvassast verði Norð-Vestan til.Hér að neðan má sjá veðurspá Veðurstofu Íslands fram á föstudag í næstu viku.Veðurhorfur á landinuNorðan 8-13 m/s, en 13-18 austast. Víða léttskýjað á sunnanverðu landinu, annars snjókoma eða él, einkum NA-lands en dregur úr vindi og ofankomu í kvöld. Kólnandi veður. Austan 5-13 og stöku él á S- og SV-landi á morgun, vægt frost. Hægari vindur í öðrum landshlutum, bjartviðri og talsvert frost. Spá gerð: 28.01.2017 09:40. Gildir til: 30.01.2017 00:00.Á mánudag: Austanátt, víða 8-13 m/s en 13-18 með S-ströndinni. Slydda og síðar rigning, einkum SA-til, en þurrt N-til á landinu. Hlýnandi veður. Hvöss norðaustanátt um kvöldið og talsverð rigning eða slydda SA- og A-lands. Á þriðjudag: Austlæg átt 15-25 m/s, hvassast NV-til. Lægir smám saman á N- og A-landi. Rigning, einkum S-til á landinu, en slydda eða snjókoma á Vestfjörðum. Hiti 0 til 7 stig. Á miðvikudag:Austlæg átt og smáskúrir eða él, en léttskýjað á N-verðu landinu. Hiti kringum frostmark.Á fimmtudag og föstudag:Líklega austlæg átt með rigningu eða slyddu, en úrkomulítið N-lands. Spá gerð: 28.01.2017 08:34. Gildir til: 04.02.2017 12:00.Hugleiðingar veðurfræðingsStíf norðanátt á landinu í dag og hvassast verður við austurströndina. Snjókoma norðan- og austanlands og síðar él, en léttskýjað sunnan- og suðvestanlands. Dregur úr vindi og ofankomu í kvöld og nótt og kólnar. Víða fremur hægur vindur og nokkuð bjart á morgun, en kalt í veðri. Hvassara verður þó sunnan- og suðvestantil, sums staðar él og nær hitinn víða að fara upp fyrir frostmark við ströndina. Austlægar áttir eftir helgi, bætir í vind og úrkomu og hlýnar smám saman, en áfram kalt og snjókoma norðvestantil. Veður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Fólk getur svo sannarlega drifið sig í skíðagallann því búist er við fínu skíðaveðri um helgina. Samkvæmt vakthafandi veðurfræðingi, Þorsteini V. Jónssyni, er því um að gera að grípa gæsina á meðan hún gefst þar sem búist er við umhleypingum eftir helgi með stormi á þriðjudag. „Það er fínasta veður um helgina. Svolítil snjómugga á norður og austurlandi í dag og þokkalegt á morgun en svolítill austan strekkingsvindur við suðausturströndina og él á morgun.“ Eftir helgi verður blanda af allri veðráttu samkvæmt Þorsteini. Hvassviðri, rigning og hitabreytingar munu láta á sér kræla. Þorsteinn bendir þó á að það verði hvassviðri og stormur á þriðjudaginn næstkomandi og að hvassast verði Norð-Vestan til.Hér að neðan má sjá veðurspá Veðurstofu Íslands fram á föstudag í næstu viku.Veðurhorfur á landinuNorðan 8-13 m/s, en 13-18 austast. Víða léttskýjað á sunnanverðu landinu, annars snjókoma eða él, einkum NA-lands en dregur úr vindi og ofankomu í kvöld. Kólnandi veður. Austan 5-13 og stöku él á S- og SV-landi á morgun, vægt frost. Hægari vindur í öðrum landshlutum, bjartviðri og talsvert frost. Spá gerð: 28.01.2017 09:40. Gildir til: 30.01.2017 00:00.Á mánudag: Austanátt, víða 8-13 m/s en 13-18 með S-ströndinni. Slydda og síðar rigning, einkum SA-til, en þurrt N-til á landinu. Hlýnandi veður. Hvöss norðaustanátt um kvöldið og talsverð rigning eða slydda SA- og A-lands. Á þriðjudag: Austlæg átt 15-25 m/s, hvassast NV-til. Lægir smám saman á N- og A-landi. Rigning, einkum S-til á landinu, en slydda eða snjókoma á Vestfjörðum. Hiti 0 til 7 stig. Á miðvikudag:Austlæg átt og smáskúrir eða él, en léttskýjað á N-verðu landinu. Hiti kringum frostmark.Á fimmtudag og föstudag:Líklega austlæg átt með rigningu eða slyddu, en úrkomulítið N-lands. Spá gerð: 28.01.2017 08:34. Gildir til: 04.02.2017 12:00.Hugleiðingar veðurfræðingsStíf norðanátt á landinu í dag og hvassast verður við austurströndina. Snjókoma norðan- og austanlands og síðar él, en léttskýjað sunnan- og suðvestanlands. Dregur úr vindi og ofankomu í kvöld og nótt og kólnar. Víða fremur hægur vindur og nokkuð bjart á morgun, en kalt í veðri. Hvassara verður þó sunnan- og suðvestantil, sums staðar él og nær hitinn víða að fara upp fyrir frostmark við ströndina. Austlægar áttir eftir helgi, bætir í vind og úrkomu og hlýnar smám saman, en áfram kalt og snjókoma norðvestantil.
Veður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira