Jorge Masvidal: Úr götuslagsmálum og yfir í búrið Pétur Marinó Jónsson skrifar 28. janúar 2017 23:00 Vísir/Getty UFC er með ansi skemmtilegt bardagakvöld í nótt í Denver í Colorado. Í einum áhugaverðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Donald Cerrone og Jorge Masvidal. Donald Cerrone er einn áhugaverðasti bardagamaðurinn í UFC í dag. Hann vill berjast sem oftast og er iðulega í stórskemmtilegum bardögum. Þá fer hann ekki í felur með ást sína á jaðaríþróttum og sést reglulega stunda hættulegar íþróttir aðeins nokkrum dögum fyrir bardaga. Andstæðingur hans í nótt, Jorge Masvidal, er ekki síður áhugaverður. Masvidal fékk nefnilega sína fyrstu reynslu úr götuslagsmálunum með Kimbo Slice! Jorge Masvidal ólst upp í slæmu hverfi í Miami og þurfti snemma að læra að standa á sínu og verja sig. Masvidal komst þó fljótt af því að honum fannst ekkert leiðinlegt að þurfa að slást til að koma í veg fyrir að einhver stæli hjólinu sínu. Masvidal elskaði box og ólympíska glímu en var ekki með nægilega góðar einkunnir til að komast í skólaliðið í glímunni. Hann datt snemma úr skóla en fann MMA sem sameinaði áhuga hans á boxi og glímunni. Á þeim tíma var þó ekkert um áhugamannabardaga eins og gengur og gerist í dag. Til að fá reynslu tók hann þá furðulegu ákvörðun að fara í götuslagsmálin í Miami. Sú sena blómstraði um miðjan síðasta áratug og rakaði aðalstjarnan Kimbo Slice inn milljónum af myndböndum af slagsmálunum á YouTube. Masvidal sagði skilið við götuslagsmálin um leið og hann var farinn að fá tækifæri í alvöru MMA bardögum og saknar götuslagsmálanna ekki neitt. Hann er ekki stoltur af þessum bakgrunni sínum en skammast sín ekki heldur. Að sögn Masvidal er talsvert þægilegra að berjast í MMA enda á hann ekki í hættu á að vera stunginn af vinum andstæðinga sinna ef Masvidal sigrar. Helsta vandamál Masvidal í UFC er að hann fær ekki að berjast nógu oft. Masvidal barðist „bara“ þrisvar í fyrra en vill helst fá fjóra til fimm bardaga á ári. Hann fær þó að berjast í nótt en þeir Cerrone og Masvidal mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu í nótt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 1. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Valentina Shevchenko og Julianna Pena en sigurvegarinn mun að öllum líkindum fá næsta titilbardaga í bantamvigt kvenna. MMA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
UFC er með ansi skemmtilegt bardagakvöld í nótt í Denver í Colorado. Í einum áhugaverðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Donald Cerrone og Jorge Masvidal. Donald Cerrone er einn áhugaverðasti bardagamaðurinn í UFC í dag. Hann vill berjast sem oftast og er iðulega í stórskemmtilegum bardögum. Þá fer hann ekki í felur með ást sína á jaðaríþróttum og sést reglulega stunda hættulegar íþróttir aðeins nokkrum dögum fyrir bardaga. Andstæðingur hans í nótt, Jorge Masvidal, er ekki síður áhugaverður. Masvidal fékk nefnilega sína fyrstu reynslu úr götuslagsmálunum með Kimbo Slice! Jorge Masvidal ólst upp í slæmu hverfi í Miami og þurfti snemma að læra að standa á sínu og verja sig. Masvidal komst þó fljótt af því að honum fannst ekkert leiðinlegt að þurfa að slást til að koma í veg fyrir að einhver stæli hjólinu sínu. Masvidal elskaði box og ólympíska glímu en var ekki með nægilega góðar einkunnir til að komast í skólaliðið í glímunni. Hann datt snemma úr skóla en fann MMA sem sameinaði áhuga hans á boxi og glímunni. Á þeim tíma var þó ekkert um áhugamannabardaga eins og gengur og gerist í dag. Til að fá reynslu tók hann þá furðulegu ákvörðun að fara í götuslagsmálin í Miami. Sú sena blómstraði um miðjan síðasta áratug og rakaði aðalstjarnan Kimbo Slice inn milljónum af myndböndum af slagsmálunum á YouTube. Masvidal sagði skilið við götuslagsmálin um leið og hann var farinn að fá tækifæri í alvöru MMA bardögum og saknar götuslagsmálanna ekki neitt. Hann er ekki stoltur af þessum bakgrunni sínum en skammast sín ekki heldur. Að sögn Masvidal er talsvert þægilegra að berjast í MMA enda á hann ekki í hættu á að vera stunginn af vinum andstæðinga sinna ef Masvidal sigrar. Helsta vandamál Masvidal í UFC er að hann fær ekki að berjast nógu oft. Masvidal barðist „bara“ þrisvar í fyrra en vill helst fá fjóra til fimm bardaga á ári. Hann fær þó að berjast í nótt en þeir Cerrone og Masvidal mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu í nótt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 1. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Valentina Shevchenko og Julianna Pena en sigurvegarinn mun að öllum líkindum fá næsta titilbardaga í bantamvigt kvenna.
MMA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira