Theresa May styður ekki „múslímabann“ Trump Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2017 10:17 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/AFP Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, styður ekki ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að meina fólki frá sjö löndum inngöngu í Bandaríkin. May hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki fordæmt ákvörðun Trump um leið, en þess í stað sagði hún að það væri yfirvalda í Bandaríkjunum að ákveða sína eigin stefnumörkun. Breska ríkisstjórnin mun standa við bakið á breskum ríkisborgurum sem kunna að verða fyrir áhrifum vegna bannsins. Fyrirskipun Trump, sem hann undirritaði í gær, meinar ríkisborgurum Íraks, Írans, Libíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin næstu þrjá mánuði, jafnvel þó þeir hafi svokallað græna kort, sem er ótímabundið dvalar- og landvistarleyfi. Um er að ræða eitt af helstu kosningaloforðum Trump, en hann lofaði að hann myndi banna múslímum að koma til Bandaríkjanna. Ringulreið skapaðist á flugvöllum víðsvegar um Bandaríkin vegna ákvörðunarinnar þar sem fjölda fólks var meinuð innganga í landið. Alríkisdómari úrskurðaði í nótt að stjórnvöldum þar í landi væri óheimilt að flytja á brott aðila sem þegar eru komnir til Bandaríkjanna með gilda vegabréfsáritun.Sjá einnig: Dómari greip inn í tilskipun TrumpMay heimsótti Trump í Washington á föstudag, en þaðan fór hún í heimsókn til Tyrklands þaðan sem tilkynning barst frá henni að það væri Bandaríkjamanna að marka eigin stefnu í innflytjendamálum. Það vakti ekki mikla lukku í Bretlandi og var hún einungis nýlent í Bretlandi þegar tilkynning kom frá breska forsætisráðuneytinu, sem skerpti á gagnrýni á stefnu Trump. Þar sagði meðal annars að yfirvöld í Bandaríkjunum færu með stefnumörkun í innflytjendamálum í Bandaríkjunum, rétt eins og innflytjendastefna Bretlands er í höndum bresku ríkisstjórnarinnar. „En við erum ekki sammála þessari aðferð og þetta er ekki aðferð sem við munum beita sjálf.“ Breskir þingmenn, hvort sem þeir eru í Verkamannaflokknum eða Íhaldsflokknum, hafa gagnrýnt May harðlega fyrir að fordæma ekki ákvörðun Trump strax. Staða breskra íþróttamanna hefur til að mynda þótt áhyggjuefni, en margir þeirra eru fæddir í þeim ríkjum sem nú eru komin á bannlista Trump. Þá er til að mynda einn þingmaður Íhaldsflokksins, Nadhim Zahawi, upprunalega frá Írak og getur því ekki ferðast til Bandaríkjanna á meðan fyrirskipun Trump er í gildi. Þá hefur ráðherra Skotlands, Nicola Sturgeon sagt að forsætisráðherrann hefði átt að gagnrýna ákvörðunina um leið, en ekki klukkustundum síðar, undir pressu. May er talin vilja halda Trump góðum, í von um að ná fram góðum viðskiptasamningi við Bandaríkin, fyrir hönd Bretlands. Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21 Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37 Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín Fjölmörg dæmi er um að fólk sem er við nám eða vinnu í Bandaríkjunum komist ekki aftur þangað. Sumir eru í haldi á bandarískum flugvöllum. 28. janúar 2017 21:51 Justin Trudeau við flóttamenn: „Verið velkomin til Kanada“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tekur afstöðu gegn fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að meina flóttamönnum að koma til landsins og segir þá velkomna til Kanada. 29. janúar 2017 09:26 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, styður ekki ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að meina fólki frá sjö löndum inngöngu í Bandaríkin. May hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki fordæmt ákvörðun Trump um leið, en þess í stað sagði hún að það væri yfirvalda í Bandaríkjunum að ákveða sína eigin stefnumörkun. Breska ríkisstjórnin mun standa við bakið á breskum ríkisborgurum sem kunna að verða fyrir áhrifum vegna bannsins. Fyrirskipun Trump, sem hann undirritaði í gær, meinar ríkisborgurum Íraks, Írans, Libíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin næstu þrjá mánuði, jafnvel þó þeir hafi svokallað græna kort, sem er ótímabundið dvalar- og landvistarleyfi. Um er að ræða eitt af helstu kosningaloforðum Trump, en hann lofaði að hann myndi banna múslímum að koma til Bandaríkjanna. Ringulreið skapaðist á flugvöllum víðsvegar um Bandaríkin vegna ákvörðunarinnar þar sem fjölda fólks var meinuð innganga í landið. Alríkisdómari úrskurðaði í nótt að stjórnvöldum þar í landi væri óheimilt að flytja á brott aðila sem þegar eru komnir til Bandaríkjanna með gilda vegabréfsáritun.Sjá einnig: Dómari greip inn í tilskipun TrumpMay heimsótti Trump í Washington á föstudag, en þaðan fór hún í heimsókn til Tyrklands þaðan sem tilkynning barst frá henni að það væri Bandaríkjamanna að marka eigin stefnu í innflytjendamálum. Það vakti ekki mikla lukku í Bretlandi og var hún einungis nýlent í Bretlandi þegar tilkynning kom frá breska forsætisráðuneytinu, sem skerpti á gagnrýni á stefnu Trump. Þar sagði meðal annars að yfirvöld í Bandaríkjunum færu með stefnumörkun í innflytjendamálum í Bandaríkjunum, rétt eins og innflytjendastefna Bretlands er í höndum bresku ríkisstjórnarinnar. „En við erum ekki sammála þessari aðferð og þetta er ekki aðferð sem við munum beita sjálf.“ Breskir þingmenn, hvort sem þeir eru í Verkamannaflokknum eða Íhaldsflokknum, hafa gagnrýnt May harðlega fyrir að fordæma ekki ákvörðun Trump strax. Staða breskra íþróttamanna hefur til að mynda þótt áhyggjuefni, en margir þeirra eru fæddir í þeim ríkjum sem nú eru komin á bannlista Trump. Þá er til að mynda einn þingmaður Íhaldsflokksins, Nadhim Zahawi, upprunalega frá Írak og getur því ekki ferðast til Bandaríkjanna á meðan fyrirskipun Trump er í gildi. Þá hefur ráðherra Skotlands, Nicola Sturgeon sagt að forsætisráðherrann hefði átt að gagnrýna ákvörðunina um leið, en ekki klukkustundum síðar, undir pressu. May er talin vilja halda Trump góðum, í von um að ná fram góðum viðskiptasamningi við Bandaríkin, fyrir hönd Bretlands.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21 Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37 Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín Fjölmörg dæmi er um að fólk sem er við nám eða vinnu í Bandaríkjunum komist ekki aftur þangað. Sumir eru í haldi á bandarískum flugvöllum. 28. janúar 2017 21:51 Justin Trudeau við flóttamenn: „Verið velkomin til Kanada“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tekur afstöðu gegn fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að meina flóttamönnum að koma til landsins og segir þá velkomna til Kanada. 29. janúar 2017 09:26 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21
Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37
Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín Fjölmörg dæmi er um að fólk sem er við nám eða vinnu í Bandaríkjunum komist ekki aftur þangað. Sumir eru í haldi á bandarískum flugvöllum. 28. janúar 2017 21:51
Justin Trudeau við flóttamenn: „Verið velkomin til Kanada“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tekur afstöðu gegn fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að meina flóttamönnum að koma til landsins og segir þá velkomna til Kanada. 29. janúar 2017 09:26