Dómari greip inn í tilskipun Trump Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2017 08:37 Tilskipun Trump hefur verið mótmælt á flugvöllum víða um Bandaríkin. Vísir/AFP Alríkisdómari úrskurðaði í nótt, til að koma í veg fyrir að Bandaríkin gætu vísað fólki á brott vegna forsetatilskipunar Trump um ferðabann frá tilteknum löndum. Umræddur dómari segir að nokkrir sem séu í haldi yfirvalda vegna tilskipunarinnar hafi fært sterk rök fyrir því að verið sé að brjóta á rétti þeirra. Ringulreið skapaðist á flugvöllum í gær vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta um að meina öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin. Samtökin American Civil Liberties Union eða ACLU telja að minnst hundrað til tvö hundruð manns hafi verið í haldi yfirvalda á flugvöllum í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna, eða Department of Homeland Security, segir hins vegar að úrskurður dómarans hefði einungis áhrif á hluta þeirra sem forsetatilskipunin hafi komið niður á. „Forsetatilskipun Donald Trump er enn til staðar. Ferðalög verða enn bönnuð og stjórnvöld Bandaríkjanna áskilja sér réttar til að afturkalla vegabréfsáritanir að hverju sinni, sé þörf á því vegna þjóðaröryggis,“ segir í yfirlýsingu frá DHS. Þá hefur AP fréttaveitan eftir Stephen Miller, starfsmanni Hvíta hússins, að skipun dómarans breyti litlu sem engu. Samkvæmt úrskurði dómarans er stjórnvöldum óheimilt að flytja aðila á brott sem hafi komið til Bandaríkjanna með gilda vegabréfsáritun frá áðurnefndum sjö löndum. Einnig á yfirvöldum að vera óheimilt að reka fólk með samþykkta flóttamannaumsókn á brott. Útlit er fyrir að fjöldi bandarískra ríkisborgara sem fæddust í öðrum löndum og séu á ferðalagi utan Bandaríkjanna, fái ekki að snúa heim í 90 daga. Jafnvel þótt þau séu með gildar vegabréfsáritanir, græna kortið svokallaða eða hafi notast við aðrar löglegar leiðir til að halda til í Bandaríkjunum. DHS segir að enginn ríkisborgari frá ríkjunum sjö hafi verið stöðvaður. Donald Trump hefur sagt að tilskipuninni sé ætlað að koma í veg fyrir hryðjuverk og hefur hann nefnt árásirnar á Tvíburaturnana máli sínu til stuðnings. Um er að ræða eitt af kosningaloforðum hans. Árásarmennirnir, sem flugu flugvélum á Tvíburaturnana og Pentagon, voru alls nítján. Af þeim voru fimmtán frá Sádi-Arabíu, tveir frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, einn frá Egyptalandi og einn frá Líbanon. Ekkert þessara ríkja er á lista Trump. Þá segir Bloomberg frá því að lönd sem að Trump hafi átt í viðskiptum í og tengist séu undanskilin. Tveir af þeim fyrstu sem voru stöðvaðir á flugvöllum voru menn frá Írak sem höfðu unnið fyrir bandaríska herinn þar í landi. Hameed Khalid Darweesh og Haider Sameer Abdulkhaleq Alshawi voru stöðvaðir á Kennedy flugvellinum í New York. Donald Trump Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Alríkisdómari úrskurðaði í nótt, til að koma í veg fyrir að Bandaríkin gætu vísað fólki á brott vegna forsetatilskipunar Trump um ferðabann frá tilteknum löndum. Umræddur dómari segir að nokkrir sem séu í haldi yfirvalda vegna tilskipunarinnar hafi fært sterk rök fyrir því að verið sé að brjóta á rétti þeirra. Ringulreið skapaðist á flugvöllum í gær vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta um að meina öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin. Samtökin American Civil Liberties Union eða ACLU telja að minnst hundrað til tvö hundruð manns hafi verið í haldi yfirvalda á flugvöllum í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna, eða Department of Homeland Security, segir hins vegar að úrskurður dómarans hefði einungis áhrif á hluta þeirra sem forsetatilskipunin hafi komið niður á. „Forsetatilskipun Donald Trump er enn til staðar. Ferðalög verða enn bönnuð og stjórnvöld Bandaríkjanna áskilja sér réttar til að afturkalla vegabréfsáritanir að hverju sinni, sé þörf á því vegna þjóðaröryggis,“ segir í yfirlýsingu frá DHS. Þá hefur AP fréttaveitan eftir Stephen Miller, starfsmanni Hvíta hússins, að skipun dómarans breyti litlu sem engu. Samkvæmt úrskurði dómarans er stjórnvöldum óheimilt að flytja aðila á brott sem hafi komið til Bandaríkjanna með gilda vegabréfsáritun frá áðurnefndum sjö löndum. Einnig á yfirvöldum að vera óheimilt að reka fólk með samþykkta flóttamannaumsókn á brott. Útlit er fyrir að fjöldi bandarískra ríkisborgara sem fæddust í öðrum löndum og séu á ferðalagi utan Bandaríkjanna, fái ekki að snúa heim í 90 daga. Jafnvel þótt þau séu með gildar vegabréfsáritanir, græna kortið svokallaða eða hafi notast við aðrar löglegar leiðir til að halda til í Bandaríkjunum. DHS segir að enginn ríkisborgari frá ríkjunum sjö hafi verið stöðvaður. Donald Trump hefur sagt að tilskipuninni sé ætlað að koma í veg fyrir hryðjuverk og hefur hann nefnt árásirnar á Tvíburaturnana máli sínu til stuðnings. Um er að ræða eitt af kosningaloforðum hans. Árásarmennirnir, sem flugu flugvélum á Tvíburaturnana og Pentagon, voru alls nítján. Af þeim voru fimmtán frá Sádi-Arabíu, tveir frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, einn frá Egyptalandi og einn frá Líbanon. Ekkert þessara ríkja er á lista Trump. Þá segir Bloomberg frá því að lönd sem að Trump hafi átt í viðskiptum í og tengist séu undanskilin. Tveir af þeim fyrstu sem voru stöðvaðir á flugvöllum voru menn frá Írak sem höfðu unnið fyrir bandaríska herinn þar í landi. Hameed Khalid Darweesh og Haider Sameer Abdulkhaleq Alshawi voru stöðvaðir á Kennedy flugvellinum í New York.
Donald Trump Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira