Dómari greip inn í tilskipun Trump Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2017 08:37 Tilskipun Trump hefur verið mótmælt á flugvöllum víða um Bandaríkin. Vísir/AFP Alríkisdómari úrskurðaði í nótt, til að koma í veg fyrir að Bandaríkin gætu vísað fólki á brott vegna forsetatilskipunar Trump um ferðabann frá tilteknum löndum. Umræddur dómari segir að nokkrir sem séu í haldi yfirvalda vegna tilskipunarinnar hafi fært sterk rök fyrir því að verið sé að brjóta á rétti þeirra. Ringulreið skapaðist á flugvöllum í gær vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta um að meina öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin. Samtökin American Civil Liberties Union eða ACLU telja að minnst hundrað til tvö hundruð manns hafi verið í haldi yfirvalda á flugvöllum í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna, eða Department of Homeland Security, segir hins vegar að úrskurður dómarans hefði einungis áhrif á hluta þeirra sem forsetatilskipunin hafi komið niður á. „Forsetatilskipun Donald Trump er enn til staðar. Ferðalög verða enn bönnuð og stjórnvöld Bandaríkjanna áskilja sér réttar til að afturkalla vegabréfsáritanir að hverju sinni, sé þörf á því vegna þjóðaröryggis,“ segir í yfirlýsingu frá DHS. Þá hefur AP fréttaveitan eftir Stephen Miller, starfsmanni Hvíta hússins, að skipun dómarans breyti litlu sem engu. Samkvæmt úrskurði dómarans er stjórnvöldum óheimilt að flytja aðila á brott sem hafi komið til Bandaríkjanna með gilda vegabréfsáritun frá áðurnefndum sjö löndum. Einnig á yfirvöldum að vera óheimilt að reka fólk með samþykkta flóttamannaumsókn á brott. Útlit er fyrir að fjöldi bandarískra ríkisborgara sem fæddust í öðrum löndum og séu á ferðalagi utan Bandaríkjanna, fái ekki að snúa heim í 90 daga. Jafnvel þótt þau séu með gildar vegabréfsáritanir, græna kortið svokallaða eða hafi notast við aðrar löglegar leiðir til að halda til í Bandaríkjunum. DHS segir að enginn ríkisborgari frá ríkjunum sjö hafi verið stöðvaður. Donald Trump hefur sagt að tilskipuninni sé ætlað að koma í veg fyrir hryðjuverk og hefur hann nefnt árásirnar á Tvíburaturnana máli sínu til stuðnings. Um er að ræða eitt af kosningaloforðum hans. Árásarmennirnir, sem flugu flugvélum á Tvíburaturnana og Pentagon, voru alls nítján. Af þeim voru fimmtán frá Sádi-Arabíu, tveir frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, einn frá Egyptalandi og einn frá Líbanon. Ekkert þessara ríkja er á lista Trump. Þá segir Bloomberg frá því að lönd sem að Trump hafi átt í viðskiptum í og tengist séu undanskilin. Tveir af þeim fyrstu sem voru stöðvaðir á flugvöllum voru menn frá Írak sem höfðu unnið fyrir bandaríska herinn þar í landi. Hameed Khalid Darweesh og Haider Sameer Abdulkhaleq Alshawi voru stöðvaðir á Kennedy flugvellinum í New York. Donald Trump Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Alríkisdómari úrskurðaði í nótt, til að koma í veg fyrir að Bandaríkin gætu vísað fólki á brott vegna forsetatilskipunar Trump um ferðabann frá tilteknum löndum. Umræddur dómari segir að nokkrir sem séu í haldi yfirvalda vegna tilskipunarinnar hafi fært sterk rök fyrir því að verið sé að brjóta á rétti þeirra. Ringulreið skapaðist á flugvöllum í gær vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta um að meina öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin. Samtökin American Civil Liberties Union eða ACLU telja að minnst hundrað til tvö hundruð manns hafi verið í haldi yfirvalda á flugvöllum í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna, eða Department of Homeland Security, segir hins vegar að úrskurður dómarans hefði einungis áhrif á hluta þeirra sem forsetatilskipunin hafi komið niður á. „Forsetatilskipun Donald Trump er enn til staðar. Ferðalög verða enn bönnuð og stjórnvöld Bandaríkjanna áskilja sér réttar til að afturkalla vegabréfsáritanir að hverju sinni, sé þörf á því vegna þjóðaröryggis,“ segir í yfirlýsingu frá DHS. Þá hefur AP fréttaveitan eftir Stephen Miller, starfsmanni Hvíta hússins, að skipun dómarans breyti litlu sem engu. Samkvæmt úrskurði dómarans er stjórnvöldum óheimilt að flytja aðila á brott sem hafi komið til Bandaríkjanna með gilda vegabréfsáritun frá áðurnefndum sjö löndum. Einnig á yfirvöldum að vera óheimilt að reka fólk með samþykkta flóttamannaumsókn á brott. Útlit er fyrir að fjöldi bandarískra ríkisborgara sem fæddust í öðrum löndum og séu á ferðalagi utan Bandaríkjanna, fái ekki að snúa heim í 90 daga. Jafnvel þótt þau séu með gildar vegabréfsáritanir, græna kortið svokallaða eða hafi notast við aðrar löglegar leiðir til að halda til í Bandaríkjunum. DHS segir að enginn ríkisborgari frá ríkjunum sjö hafi verið stöðvaður. Donald Trump hefur sagt að tilskipuninni sé ætlað að koma í veg fyrir hryðjuverk og hefur hann nefnt árásirnar á Tvíburaturnana máli sínu til stuðnings. Um er að ræða eitt af kosningaloforðum hans. Árásarmennirnir, sem flugu flugvélum á Tvíburaturnana og Pentagon, voru alls nítján. Af þeim voru fimmtán frá Sádi-Arabíu, tveir frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, einn frá Egyptalandi og einn frá Líbanon. Ekkert þessara ríkja er á lista Trump. Þá segir Bloomberg frá því að lönd sem að Trump hafi átt í viðskiptum í og tengist séu undanskilin. Tveir af þeim fyrstu sem voru stöðvaðir á flugvöllum voru menn frá Írak sem höfðu unnið fyrir bandaríska herinn þar í landi. Hameed Khalid Darweesh og Haider Sameer Abdulkhaleq Alshawi voru stöðvaðir á Kennedy flugvellinum í New York.
Donald Trump Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira