Ræður enginn við Frakka í þessum ham Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. janúar 2017 11:00 Frakkar fagna sjötta heimsmeistaratitli sínum. vísir/getty „Fyrri hálfleikur var geggjaður. Það var hrikalega gaman að sjá uppleggið hjá Norðmönnum, þeir keyrðu í bakið á Frökkum og stjórnuðu hraðanum í leiknum,“ sagði Einar Andri Einarsson, sérfræðingur íþróttadeildar 365 um HM 2017 og þjálfari karlaliðs Aftureldingar, um úrslitaleik Frakklands og Noregs í gær. Hann segir að Norðmenn hafi farið illa að ráði sínu undir lok fyrri hálfleiks og þeir hefðu átt að fara með betri stöðu til búningsherbergja. „Frakkar voru í basli. Norðmenn komust mest þremur mörkum yfir og hefðu með smá heppni getað náð meiri forystu. En endirinn á fyrri hálfleik var hræðilegur hjá Noregi, þeir áttu að vera yfir eða með jafna stöðu. Markið undir lokin kveikti svo í höllinni,“ sagði Einar Andri og vísaði til marksins sem Valentin Porte skoraði í þann mund sem hálfleiksflautið gall. Hann kom Frökkum þá í 18-17. Markvarslan var engin hjá Frökkum í fyrri hálfleik en reynsluboltinn Thierry Omeyer náði sér ekki á strik. Markvarslan snarbatnaði í upphafi seinni hálfleiks. Vincent Gerard varði frábærlega, alls 11 skot (41%), og lagði grunninn að sigri Frakklands. „Gerard ver eins og skepna, þeir gengu á lagið og kunna þetta. Það ræður enginn við Frakka í þessum ham. Menn eins og Nicola Karabatic og Daniel Narcisse kunna þetta,“ sagði Einar Andri sem hreifst af frammistöðu norska liðsins sem vann sér ekki sæti á HM í gegnum umspil, heldur fékk úthlutað sæti frá Alþjóðahandknattleikssambandinu. „Þetta er stórkostlegt. Maður sá það ekki alveg gerast að Norðmenn færu í úrslit, en ekki Þjóðverjar, Danir eða Spánverjar. Þeir eiga hrós skilið, liðsheildin er sterk og skipulagið frábært. Það er magnað að koma þessu liði í úrslit því það eru ekki margir heimsklassaleikmenn í því,“ sagði Einar Andri. Honum fannst mótið í Frakklandi heilt yfir gott. „Það er frábært fyrir handboltann hvað þessi íþrótt er orðin stór í Frakklandi. Umgjörðin og mætingin var frábær og þetta var virkilega flott mót. Það var talsverð endurnýjun hjá nokkrum liðum sem hafa verið lengi saman og handboltinn var nokkuð góður,“ sagði Einar Andri að lokum. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Frakkar vörðu heimsmeistaratitilinn á heimavelli | Fjórði titilinn í fimm tilraunum Franska landsliðið í handbolta er heimsmeistari á ný eftir 33-26 sigur á Noregi á heimavelli í dag en þetta í fjórða skiptið sem þetta ógnarsterka franska landslið hampar heimsmeistaratitlinum á aðeins tíu ára tímabili. 29. janúar 2017 18:15 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira
„Fyrri hálfleikur var geggjaður. Það var hrikalega gaman að sjá uppleggið hjá Norðmönnum, þeir keyrðu í bakið á Frökkum og stjórnuðu hraðanum í leiknum,“ sagði Einar Andri Einarsson, sérfræðingur íþróttadeildar 365 um HM 2017 og þjálfari karlaliðs Aftureldingar, um úrslitaleik Frakklands og Noregs í gær. Hann segir að Norðmenn hafi farið illa að ráði sínu undir lok fyrri hálfleiks og þeir hefðu átt að fara með betri stöðu til búningsherbergja. „Frakkar voru í basli. Norðmenn komust mest þremur mörkum yfir og hefðu með smá heppni getað náð meiri forystu. En endirinn á fyrri hálfleik var hræðilegur hjá Noregi, þeir áttu að vera yfir eða með jafna stöðu. Markið undir lokin kveikti svo í höllinni,“ sagði Einar Andri og vísaði til marksins sem Valentin Porte skoraði í þann mund sem hálfleiksflautið gall. Hann kom Frökkum þá í 18-17. Markvarslan var engin hjá Frökkum í fyrri hálfleik en reynsluboltinn Thierry Omeyer náði sér ekki á strik. Markvarslan snarbatnaði í upphafi seinni hálfleiks. Vincent Gerard varði frábærlega, alls 11 skot (41%), og lagði grunninn að sigri Frakklands. „Gerard ver eins og skepna, þeir gengu á lagið og kunna þetta. Það ræður enginn við Frakka í þessum ham. Menn eins og Nicola Karabatic og Daniel Narcisse kunna þetta,“ sagði Einar Andri sem hreifst af frammistöðu norska liðsins sem vann sér ekki sæti á HM í gegnum umspil, heldur fékk úthlutað sæti frá Alþjóðahandknattleikssambandinu. „Þetta er stórkostlegt. Maður sá það ekki alveg gerast að Norðmenn færu í úrslit, en ekki Þjóðverjar, Danir eða Spánverjar. Þeir eiga hrós skilið, liðsheildin er sterk og skipulagið frábært. Það er magnað að koma þessu liði í úrslit því það eru ekki margir heimsklassaleikmenn í því,“ sagði Einar Andri. Honum fannst mótið í Frakklandi heilt yfir gott. „Það er frábært fyrir handboltann hvað þessi íþrótt er orðin stór í Frakklandi. Umgjörðin og mætingin var frábær og þetta var virkilega flott mót. Það var talsverð endurnýjun hjá nokkrum liðum sem hafa verið lengi saman og handboltinn var nokkuð góður,“ sagði Einar Andri að lokum.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Frakkar vörðu heimsmeistaratitilinn á heimavelli | Fjórði titilinn í fimm tilraunum Franska landsliðið í handbolta er heimsmeistari á ný eftir 33-26 sigur á Noregi á heimavelli í dag en þetta í fjórða skiptið sem þetta ógnarsterka franska landslið hampar heimsmeistaratitlinum á aðeins tíu ára tímabili. 29. janúar 2017 18:15 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira
Frakkar vörðu heimsmeistaratitilinn á heimavelli | Fjórði titilinn í fimm tilraunum Franska landsliðið í handbolta er heimsmeistari á ný eftir 33-26 sigur á Noregi á heimavelli í dag en þetta í fjórða skiptið sem þetta ógnarsterka franska landslið hampar heimsmeistaratitlinum á aðeins tíu ára tímabili. 29. janúar 2017 18:15