Höskuldur Þórhallsson hefur hætt við að bjóða sig fram í stjórn KSÍ.
Höskuldur, sem sat lengi á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn, íhugaði að bjóða sig fram til formanns KSÍ.
Í gær greindi hann hins vegar frá því að hann ætlaði ekki í formannsframboð en myndi bjóða sig fram í stjórn KSÍ. Nú er ljóst að ekkert verður af því framboði.
Ársþing KSÍ fer fram í Vestmannaeyjum 11. febrúar næstkomandi. Tveir hafa gefið kost á sér til formanns; þeir Björn Einarsson og Guðni Bergsson.
