Mayweather býður Conor tæpa tvo milljarða fyrir að mæta sér í hringnum 12. janúar 2017 09:30 Þetta yrði rosalegt! vísir Floyd Mayweather Jr., einn besti hnefaleikakappi sögunnar, hefur boðið írsku MMA-ofurstjörnunni og Íslandsvininum Conor McGregor að mæta sér í hnefaleikahringnum. Þessu sagði Mayweather sjálfur frá í viðtali í þætti á íþróttasjónvarpsstöðinni ESPN í gær. Hann sagði að hnefaleikabardagi við írska vélbyssukjaftinn væri það eina sem gæti lokkað hann til að taka fram hanskana aftur en Mayweather hætti fyrir tveimur árum ósigraður eftir 49 bardaga.Sjá einnig:Conor ögrar Maywaether: Mun brjóta á honum andlitið „Ég er viðskiptamaður og þetta er eitthvað sem mun ganga upp,“ sagði Mayweather sem er búinn að bjóða Conor fimmtán milljónir dollara eða tæplega tvo milljarða íslenskra króna fyrir að berjast við sig. Conor hefur áður sagt að hann vilji fá 100 milljónir dollara fyrir að berjast við hnefaleikagoðsögnina en honum bjóðast þessar fimmtán bara fyrir það eitt að mæta til leiks. „Við erum tilbúnir til að borga honum 15 milljónir dollara og svo getum við talað um hvernig við skiptum aðgangseyrinum og sjónvarpstekjunum. Þeir vita alveg hver talan mín er. Hún er alltaf 100 milljónir dollara. Það er mín tala,“ sagði Mayweather sem er alveg með munninn fyrir neðan nefið eins og Írinn. Conor veit alveg af tekjumöguleikum í kringum þennan bardaga og nældi sér því í hnefaleikaleyfi undir lok síðasta árs. Það gæti því verið styttra í þennan ofurbardaga en margir telja. Írinn er þó samningsbundinn UFC og þyrfti það samband að fá að taka þátt í herferðinni fyrir bardagann ef af verður og væntanlega að fá sneið af kökunni. MMA Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti Fleiri fréttir United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sjáðu Ísold kasta sér yfir línuna þegar Íslandsmet féll Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Ólympíumeistari handtekinn fyrir ölvunarakstur „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fimm íslensk gullverðlaun í hús á fyrsta degi Smáþjóðaleikanna Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Rússar áfram útilokaðir frá Ólympíuleikunum Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Sjá meira
Floyd Mayweather Jr., einn besti hnefaleikakappi sögunnar, hefur boðið írsku MMA-ofurstjörnunni og Íslandsvininum Conor McGregor að mæta sér í hnefaleikahringnum. Þessu sagði Mayweather sjálfur frá í viðtali í þætti á íþróttasjónvarpsstöðinni ESPN í gær. Hann sagði að hnefaleikabardagi við írska vélbyssukjaftinn væri það eina sem gæti lokkað hann til að taka fram hanskana aftur en Mayweather hætti fyrir tveimur árum ósigraður eftir 49 bardaga.Sjá einnig:Conor ögrar Maywaether: Mun brjóta á honum andlitið „Ég er viðskiptamaður og þetta er eitthvað sem mun ganga upp,“ sagði Mayweather sem er búinn að bjóða Conor fimmtán milljónir dollara eða tæplega tvo milljarða íslenskra króna fyrir að berjast við sig. Conor hefur áður sagt að hann vilji fá 100 milljónir dollara fyrir að berjast við hnefaleikagoðsögnina en honum bjóðast þessar fimmtán bara fyrir það eitt að mæta til leiks. „Við erum tilbúnir til að borga honum 15 milljónir dollara og svo getum við talað um hvernig við skiptum aðgangseyrinum og sjónvarpstekjunum. Þeir vita alveg hver talan mín er. Hún er alltaf 100 milljónir dollara. Það er mín tala,“ sagði Mayweather sem er alveg með munninn fyrir neðan nefið eins og Írinn. Conor veit alveg af tekjumöguleikum í kringum þennan bardaga og nældi sér því í hnefaleikaleyfi undir lok síðasta árs. Það gæti því verið styttra í þennan ofurbardaga en margir telja. Írinn er þó samningsbundinn UFC og þyrfti það samband að fá að taka þátt í herferðinni fyrir bardagann ef af verður og væntanlega að fá sneið af kökunni.
MMA Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti Fleiri fréttir United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sjáðu Ísold kasta sér yfir línuna þegar Íslandsmet féll Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Ólympíumeistari handtekinn fyrir ölvunarakstur „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fimm íslensk gullverðlaun í hús á fyrsta degi Smáþjóðaleikanna Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Rússar áfram útilokaðir frá Ólympíuleikunum Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Sjá meira