Ferðamenn átti sig ekki á hættunni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. janúar 2017 21:00 Snorri Ingason, varaformaður félags leiðsögumanna, segir að það þurfi að efla gæslu á vinsælum ferðamannastöðum. Ferðamenn klifri yfir grindverk til að komast nær Gullfossi og átti sig ekki á hættunni. Hann segir að það verði slys á staðnum ef ekki verður gripið inn í og vonast til að nýr ráðherra bregðist við. Undanfarið hefur verið fjallað um hættuna í Reynisfjöru en þýsk kona lét lífið á dögunum eftir að hún fór í sjóinn. Ferðamenn virðast ekki fara eftir fyrirmælum á staðnum og virða hættuskilti að vettugi. Kallað hefur verið eftir landvörslu á svæðinu. Svipaða sögu er að segja af fleiri stöðum en varaformaður félags leiðsögumanna segir leiðsögumenn á landinu marga hverja sammála um að það þurfti að efla gæslu á vinsælum ferðamannastöðum. Til að mynda við Dettifoss og við hverina við Námaskarð sé fólk að fara yfir keðjur og reipi. Um nokkurt skeið hafi það tíðkast að ferðamenn virði ekki lokanir göngustígs við Gullfoss til að komast nær fossinum eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Þá ganga sumir svo langt að fara yfir keðjur og grindverk í nokkurra metra fjarlægð frá fossinum. „Hættan er náttúrulega að fólk falli fram af brúninni. Síðan er það grjóthrun. Það getur hrunið úr brúninni á annan sem er að labba niður eftir. Svo náttúrulega þegar það er hávetur er þetta allt í ís og fólk getur runnið ofan í fossinn. Við höfum miklar áhyggjur af þessu. Þetta virðist vera hjarðhegðun. Það er einn sem fer yfir og þá vilja hinir fara líka því þessi er að fara,“ segir Snorri. Það verði að grípa í taumana áður en að slys verður á staðnum. „Það verður slys þarna ef þetta heldur svona áfram. Ef fólk heldur áfram að labba þarna yfir hliðið. Við bindum vonir við nýjan ráðherra að það verði gerð gangskör í því að koma upp einhverskonar landvarðakerfi. Að það sé fólk á þessum stöðum sem er á staðnum til þess að vara fólk við,“ segir Snorri. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Snorri Ingason, varaformaður félags leiðsögumanna, segir að það þurfi að efla gæslu á vinsælum ferðamannastöðum. Ferðamenn klifri yfir grindverk til að komast nær Gullfossi og átti sig ekki á hættunni. Hann segir að það verði slys á staðnum ef ekki verður gripið inn í og vonast til að nýr ráðherra bregðist við. Undanfarið hefur verið fjallað um hættuna í Reynisfjöru en þýsk kona lét lífið á dögunum eftir að hún fór í sjóinn. Ferðamenn virðast ekki fara eftir fyrirmælum á staðnum og virða hættuskilti að vettugi. Kallað hefur verið eftir landvörslu á svæðinu. Svipaða sögu er að segja af fleiri stöðum en varaformaður félags leiðsögumanna segir leiðsögumenn á landinu marga hverja sammála um að það þurfti að efla gæslu á vinsælum ferðamannastöðum. Til að mynda við Dettifoss og við hverina við Námaskarð sé fólk að fara yfir keðjur og reipi. Um nokkurt skeið hafi það tíðkast að ferðamenn virði ekki lokanir göngustígs við Gullfoss til að komast nær fossinum eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Þá ganga sumir svo langt að fara yfir keðjur og grindverk í nokkurra metra fjarlægð frá fossinum. „Hættan er náttúrulega að fólk falli fram af brúninni. Síðan er það grjóthrun. Það getur hrunið úr brúninni á annan sem er að labba niður eftir. Svo náttúrulega þegar það er hávetur er þetta allt í ís og fólk getur runnið ofan í fossinn. Við höfum miklar áhyggjur af þessu. Þetta virðist vera hjarðhegðun. Það er einn sem fer yfir og þá vilja hinir fara líka því þessi er að fara,“ segir Snorri. Það verði að grípa í taumana áður en að slys verður á staðnum. „Það verður slys þarna ef þetta heldur svona áfram. Ef fólk heldur áfram að labba þarna yfir hliðið. Við bindum vonir við nýjan ráðherra að það verði gerð gangskör í því að koma upp einhverskonar landvarðakerfi. Að það sé fólk á þessum stöðum sem er á staðnum til þess að vara fólk við,“ segir Snorri.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira