Á skónum eru stafirnir hans og númer, GVS9, og svo íslenski fáninn og regnbogafáninn.
Með þessu lýsir Guðjón Valur yfir stuðningi við réttindabaráttu hinsegin fólks og mismunum almennt.
Sjá einnig: Guðjóni Val var bannað að nota regnbogafyrirliðabandið í kvöld
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðjón leggur þessum málstað lið en á EM í fyrra ætluðu hann og Bjarte Myrhol, fyrirliði Noregs, að vera með regnbogafyrirliðabönd á EM en þeim var meinað að gera það.
Þeir stilltu sér þó upp í myndatöku með fyrirliðaböndin fyrir leikinn og settu hana á samfélagsmiðla.