Kúbverjar sem koma ólöglega til Bandaríkjanna verða sendir aftur heim Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. janúar 2017 23:55 Barack Obama og Raúl Castro, forseti Kúbu, í Havana í mars í fyrra. vísir/epa Kúbverjar sem munu koma ólöglega til Bandaríkjanna í framtíðinni verða sendir aftur til Kúbu samkvæmt ákvörðun Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseta. Um er ræða algjöra stefnubreytingu þar sem svokölluð „wet foot, dry foot“-stefna hefur verið við lýði í Bandaríkjunum í meira en 20 ár eða allt frá árinu 1995. Stefnubreytingin kemur í kjölfar margra mánaða samningaviðræðna á milli landanna sem miða að því að fá Kúbu til að taka aftur við fólki sem hefur flúið en frá lokum árs 2014 hafa Bandaríkin og Kúba tekið upp breytt og bætt diplómatísk samskipti í smáum skrefum. „Wet foot, dry foot“-stefnan fól það í sér að þeir Kúbverjar flúðu Kúbu, fóru yfir til Bandaríkjanna og komust ólöglega inn til Bandaríkjanna gátu sótt um dvalarleyfi í landinu ári eftir að þeir komu. Ef Kúbverjum á flótta var hins vegar bjargað úr sjónum á milli Kúbu og Bandaríkjanna var farið með þá aftur heim en fyrir 1995 hafði bandaríska strandgæslan bjargað miklum fjölda kúbverska flóttamanna úr sjónum og farið með þá á bandaríska grundu þar sem þeir fengu svo dvalarleyfi ári síðar. Yfirvöld á Kúbu hafa í gegnum tíðina harðlega gagnrýnt þessa frjálslyndu innflytjendastefnu Bandaríkjanna þegar kemur að kúbverskum flóttamönnum og hafa sagt að hún hafi meðal annars ýtt undir spekileka í landinu. Stefnan hefur þó að einhverju leyti einnig gagnast kúbverskum yfirvöldum því þeir sem hafa verið ósáttir við ríkisstjórn Kommúnistaflokksins hafa flúið til Bandaríkjanna og flestir sent peninga til fjölskyldna sinna á Kúbu. Fjallað er um stefnubreytinguna nú á vef Guardian og haft eftir heimildamanni að á seinustu árum hafi flestir flúið frá Kúbu yfir til Bandaríkjanna af efnahagsástæðum eða til að nýta sér þau réttindi sem þeir vita að bíða þeirra hinu megin við hafið. Síðan í október 2012 hafa meira en 118 þúsund Kúbverjar komið til hafnar í Bandaríkjunum. Þá hefur straumur Kúbverja yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó einnig aukist á seinustu árum og á árinu 2016 höfðu saldrei fleiri Kúbverjar komið til Bandaríkjanna yfir landamærin, eða hátt í 50 þúsund manns. Er talið að þessi mikla fjölgun hafi meðal annars ýtt undir stefnubreytinguna sem Obama boðar nú en þess skal getið að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, getur snúið þessari ákvörðun við þegar hann kemur í Hvíta húsið. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Kúbverjar sem munu koma ólöglega til Bandaríkjanna í framtíðinni verða sendir aftur til Kúbu samkvæmt ákvörðun Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseta. Um er ræða algjöra stefnubreytingu þar sem svokölluð „wet foot, dry foot“-stefna hefur verið við lýði í Bandaríkjunum í meira en 20 ár eða allt frá árinu 1995. Stefnubreytingin kemur í kjölfar margra mánaða samningaviðræðna á milli landanna sem miða að því að fá Kúbu til að taka aftur við fólki sem hefur flúið en frá lokum árs 2014 hafa Bandaríkin og Kúba tekið upp breytt og bætt diplómatísk samskipti í smáum skrefum. „Wet foot, dry foot“-stefnan fól það í sér að þeir Kúbverjar flúðu Kúbu, fóru yfir til Bandaríkjanna og komust ólöglega inn til Bandaríkjanna gátu sótt um dvalarleyfi í landinu ári eftir að þeir komu. Ef Kúbverjum á flótta var hins vegar bjargað úr sjónum á milli Kúbu og Bandaríkjanna var farið með þá aftur heim en fyrir 1995 hafði bandaríska strandgæslan bjargað miklum fjölda kúbverska flóttamanna úr sjónum og farið með þá á bandaríska grundu þar sem þeir fengu svo dvalarleyfi ári síðar. Yfirvöld á Kúbu hafa í gegnum tíðina harðlega gagnrýnt þessa frjálslyndu innflytjendastefnu Bandaríkjanna þegar kemur að kúbverskum flóttamönnum og hafa sagt að hún hafi meðal annars ýtt undir spekileka í landinu. Stefnan hefur þó að einhverju leyti einnig gagnast kúbverskum yfirvöldum því þeir sem hafa verið ósáttir við ríkisstjórn Kommúnistaflokksins hafa flúið til Bandaríkjanna og flestir sent peninga til fjölskyldna sinna á Kúbu. Fjallað er um stefnubreytinguna nú á vef Guardian og haft eftir heimildamanni að á seinustu árum hafi flestir flúið frá Kúbu yfir til Bandaríkjanna af efnahagsástæðum eða til að nýta sér þau réttindi sem þeir vita að bíða þeirra hinu megin við hafið. Síðan í október 2012 hafa meira en 118 þúsund Kúbverjar komið til hafnar í Bandaríkjunum. Þá hefur straumur Kúbverja yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó einnig aukist á seinustu árum og á árinu 2016 höfðu saldrei fleiri Kúbverjar komið til Bandaríkjanna yfir landamærin, eða hátt í 50 þúsund manns. Er talið að þessi mikla fjölgun hafi meðal annars ýtt undir stefnubreytinguna sem Obama boðar nú en þess skal getið að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, getur snúið þessari ákvörðun við þegar hann kemur í Hvíta húsið.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira