Parísarborg tengir saman flest tónskáldin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. janúar 2017 13:15 Hrönn og Grímur hlakka til að spila sónatínurnar sem eru sjaldgæfara afbrigði hefðbundinnar sónötu. Okkur hefur lengi langað að spila þessi verk, segir Grímur Helgason klarínettuleikari um fjórar sónatínur sem hann og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari ætla að spila í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, í 15:15 tónleikasyrpunni. Þau kalla dagskrána Síðdegi sónatínunnar. Valið snerist svolítið í kringum verk eftir Áskel Másson sem við ákváðum fyrst að spila. Það er að verða íslensk klassík. Svo fundum við aðrar sónatínur með eftir Bohuslav Martinu, Arthur Honegger og Antoni Szalowski. Grímur segir París tengja saman höfundana, nema kannski Áskel. Hinir þrír hafi á einhverjum mikilvægum tímapunktum í sínu lífi verið í París að drekka í sig stemninguna þar. Martinu er einn af höfuðstónskáldum Tékka á 20. öldinni og Honegger er Svisslendingur og einn af tónskáldahópnum Les Six. Áhrifa djasstónlistar og austur-evrópskrar þjóðlagatónlistar gætir í verkum þeirra beggja. Szalowski er þeirra minnst þekktur utan heimalandsins, Póllands, en verkið hans er klassísk sónatína fyrir klarínett, lýsir hann. En hver er munurinn á sónatínu og sónötu? Sónatínur eru ívið léttari en sónötur og formið allt knappara. Á þeim er kannski álíka munur og á óperettu og óperu. Það á við um þessar fjórar sem eru á okkar efnisskrá núna nema kannski verkið hans Áskels, sem er býsna svipmikið. Miðkaflarnir eru kannski dálítið dramatískir en létt yfir fyrsta og þriðja. Grímur segir íslenska verkið eftir Áskel Másson hafa verið samið fyrir hjónin Sigurð Yngva Snorrason og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur og þau frumflutt það árið 1998. ?Það er til í tveimur hljóðritunum með þeim, upplýsir hann. Svo var Einar Jóhannesson að hljóðrita það líka svo það er að verða svolítið rótfast stykki. Hrönn og Grímur hafa bæði komið víða við í íslensku tónlistarlífi og ferðast um landið með verk fyrir klarínett og píanó í farteskinu. Tónleikarnir eru um klukkustund að lengd. Miðaverð er 2.000 krónur en 1.000 fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. janúar 2017 Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Okkur hefur lengi langað að spila þessi verk, segir Grímur Helgason klarínettuleikari um fjórar sónatínur sem hann og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari ætla að spila í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, í 15:15 tónleikasyrpunni. Þau kalla dagskrána Síðdegi sónatínunnar. Valið snerist svolítið í kringum verk eftir Áskel Másson sem við ákváðum fyrst að spila. Það er að verða íslensk klassík. Svo fundum við aðrar sónatínur með eftir Bohuslav Martinu, Arthur Honegger og Antoni Szalowski. Grímur segir París tengja saman höfundana, nema kannski Áskel. Hinir þrír hafi á einhverjum mikilvægum tímapunktum í sínu lífi verið í París að drekka í sig stemninguna þar. Martinu er einn af höfuðstónskáldum Tékka á 20. öldinni og Honegger er Svisslendingur og einn af tónskáldahópnum Les Six. Áhrifa djasstónlistar og austur-evrópskrar þjóðlagatónlistar gætir í verkum þeirra beggja. Szalowski er þeirra minnst þekktur utan heimalandsins, Póllands, en verkið hans er klassísk sónatína fyrir klarínett, lýsir hann. En hver er munurinn á sónatínu og sónötu? Sónatínur eru ívið léttari en sónötur og formið allt knappara. Á þeim er kannski álíka munur og á óperettu og óperu. Það á við um þessar fjórar sem eru á okkar efnisskrá núna nema kannski verkið hans Áskels, sem er býsna svipmikið. Miðkaflarnir eru kannski dálítið dramatískir en létt yfir fyrsta og þriðja. Grímur segir íslenska verkið eftir Áskel Másson hafa verið samið fyrir hjónin Sigurð Yngva Snorrason og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur og þau frumflutt það árið 1998. ?Það er til í tveimur hljóðritunum með þeim, upplýsir hann. Svo var Einar Jóhannesson að hljóðrita það líka svo það er að verða svolítið rótfast stykki. Hrönn og Grímur hafa bæði komið víða við í íslensku tónlistarlífi og ferðast um landið með verk fyrir klarínett og píanó í farteskinu. Tónleikarnir eru um klukkustund að lengd. Miðaverð er 2.000 krónur en 1.000 fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. janúar 2017
Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira