„Minnsti mögulegi meirihluti Alþingis getur ekki hrifsað til sín öll völd“ nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 15. janúar 2017 20:03 „Lýðræðið þróast og við viljum ekki byggja lýðræðið okkar á því að minnsti mögulegi meirihluti hrifsi öll völdin. Það eru þrátt fyrir allt fimmtíu prósent á bak við minnihlutann líka og rúmlega það. Auðvitað á hann réttmætar væntingar til þess að fá að hafa eitthvað um mál að segja.“ Þetta sagði Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. Ríkisstjórnin hefur lagt til að Sjálfstæðisflokkurinn muni fara með formennsku í fimm nefndanna, Viðreisn í einni og minnihlutinn komi til með að fara með nefndarformennsku í tveimur fastanefndanna, líkt og var einnig gert á síðasta kjörtímabili. Skipað verður í fastanefndir Alþingis þegar það kemur saman að nýju þann 24. janúar næstkomandi.Sjá einnig: Sigurður telur stjórnarandstöðu geta fengið fjóra nefndarformenn Logi benti jafnframt á að nú sé þannig ástatt að þingminnihlutinn hafi meirihluta atkvæða að baki sér. „Ríkisstjórnin gefur það út hvað hún ætlar sér í nefndum og í formennsku þrátt fyrir að það geti strítt gegn þingskapalögum. Ef lítill meirihluti ætlar alltaf að reiða sig á velvilja minnihluta án þess að hafa nokkurn tímann samráð, þá er það auðvitað eitthvað sem gengur ekkert upp.“ Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að huga þyrfti að ýmsu við skipun fastanefnda. „Það skiptir máli fyrir ríkisstjórnarflokka að hafa möguleika til þess að stýra starfinu í nefndum. Þarna vegast á ýmis sjónarmið í þessum efnum.“ Alþingi Tengdar fréttir Sigurður telur stjórnarandstöðu geta fengið fjóra nefndarformenn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að skoða þurfi vel hvernig formennska í fastanefndum skiptist milli stjórnar og stjórnarandstöðu. 12. janúar 2017 07:00 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Rannsókninni miðar vel áfram Innlent Fleiri fréttir Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Sjá meira
„Lýðræðið þróast og við viljum ekki byggja lýðræðið okkar á því að minnsti mögulegi meirihluti hrifsi öll völdin. Það eru þrátt fyrir allt fimmtíu prósent á bak við minnihlutann líka og rúmlega það. Auðvitað á hann réttmætar væntingar til þess að fá að hafa eitthvað um mál að segja.“ Þetta sagði Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. Ríkisstjórnin hefur lagt til að Sjálfstæðisflokkurinn muni fara með formennsku í fimm nefndanna, Viðreisn í einni og minnihlutinn komi til með að fara með nefndarformennsku í tveimur fastanefndanna, líkt og var einnig gert á síðasta kjörtímabili. Skipað verður í fastanefndir Alþingis þegar það kemur saman að nýju þann 24. janúar næstkomandi.Sjá einnig: Sigurður telur stjórnarandstöðu geta fengið fjóra nefndarformenn Logi benti jafnframt á að nú sé þannig ástatt að þingminnihlutinn hafi meirihluta atkvæða að baki sér. „Ríkisstjórnin gefur það út hvað hún ætlar sér í nefndum og í formennsku þrátt fyrir að það geti strítt gegn þingskapalögum. Ef lítill meirihluti ætlar alltaf að reiða sig á velvilja minnihluta án þess að hafa nokkurn tímann samráð, þá er það auðvitað eitthvað sem gengur ekkert upp.“ Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að huga þyrfti að ýmsu við skipun fastanefnda. „Það skiptir máli fyrir ríkisstjórnarflokka að hafa möguleika til þess að stýra starfinu í nefndum. Þarna vegast á ýmis sjónarmið í þessum efnum.“
Alþingi Tengdar fréttir Sigurður telur stjórnarandstöðu geta fengið fjóra nefndarformenn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að skoða þurfi vel hvernig formennska í fastanefndum skiptist milli stjórnar og stjórnarandstöðu. 12. janúar 2017 07:00 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Rannsókninni miðar vel áfram Innlent Fleiri fréttir Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Sjá meira
Sigurður telur stjórnarandstöðu geta fengið fjóra nefndarformenn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að skoða þurfi vel hvernig formennska í fastanefndum skiptist milli stjórnar og stjórnarandstöðu. 12. janúar 2017 07:00