HBstatz: Rúnar bestur í sókn en Ólafur bestur í vörn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2017 10:30 Rúnar Kárason skorar í leiknum á móti Túnis. Vísir/EPA Rúnar Kárason hefur staðið sig best af íslensku leikmönnunum í fyrstu þremur leikjunum á HM í handbolta samkvæmt tölfræðisamantekt HBstatz.HBstatz fylgist vel með íslenska landsliðinu á HM í handbolta og tekur saman ítarlega tölfræði um frammistöðu leikmanna. Leikmenn íslenska liðsins fá nákvæma einkunn fyrir frammistöðu sína út frá tölfræðinni, bæði í vörn og sókn. Íslenska liðið hefur nú spilað þrjá leiki á mótinu og því athyglisvert að skoða það hverjir hafa verið að standa sig best í sókn sem vörn. Rúnar Kárason er langhæstur þegar kemur að sóknarleiknum en hann er bæði markahæstur með 13 mörk (ásamt Guðjóni Val Sigurðssyni) og sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar (7, einni fleiri en Ólafur Guðmundsson). Guðjóni Valur er í öðru sætinu en þeir Ólafur Guðmundsson og Arnór Atlason eru síðan jafnir í 3. til 4. sæti. Rúnar hefur nýtt helming skota sinna og það sem skiptir miklu máli er að hann hefur enn ekki tapað bolta á mótinu samkvæmt tölfræði HBstatz. Ólafur Guðmundsson er líka í nokkrum sérflokki þegar kemur að bestu einkunninni fyrir varnarleikinn. Ólafur hefur náð sextán löglegum stöðvunum (aukakast án refsingar) og þá er hann bæði með 3 stolna bolta og 3 varin skot samkvæmt tölfræði HBstatz. Guðmundur Hólmar Helgason er í öðru sæti en þriðji er síðan Bjarki Már Gunnarsson. Ólafur Guðmundsson og Rúnar Kárason eru þeir einu sem komast inn á topp fimm í bæði sókn og vörn. Það er mjög gaman að skoða tölfræði HBstatz frá HM en hana má alla finna hér. Frábært framtak hjá HBstatz sem verður vonandi orðin aðaltölfræði íslenska handboltans hér heima áður en langt um líður.Besti sóknarmaður Íslands í fyrstu þremur leikjum liðsins á HM 2017: 1. Rúnar Kárason 7,8 2. Guðjón Valur Sigurðsson 6,9 3. Ólafur Guðmundsson 6,7 4. Arnór Atlason 6,7 5. Janus Daði Smárason 6,6 6. Bjarki Már Elísson 6,4 7. Arnar Freyr Arnarsson 6,1Á móti Spáni: Arnar Freyr Arnarsson 7,1Á móti Slóveníu: Bjarki Már Elísson 9,1Á móti Túnis: Janus Daði Smárason 8,9Besti varnarmaður Íslands í fyrstu þremur leikjum liðsins á HM 2017: 1. Ólafur Guðmundsson 7,5 2. Guðmundur Hólmar Helgason 6,4 3. Bjarki Már Gunnarsson 6,1 4. Rúnar Kárason 6,0 5. Arnar Freyr Arnarsson 6,0 6. Janus Daði Smárason 5,9 7. Arnór Þór Gunnarsson 5,9Á móti Spáni: Ólafur Guðmundsson 7,3Á móti Slóveníu: Guðmundur Hólmar Helgason 7,3Á móti Túnis: Ólafur Guðmundsson 8,2 Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Sjá meira
Rúnar Kárason hefur staðið sig best af íslensku leikmönnunum í fyrstu þremur leikjunum á HM í handbolta samkvæmt tölfræðisamantekt HBstatz.HBstatz fylgist vel með íslenska landsliðinu á HM í handbolta og tekur saman ítarlega tölfræði um frammistöðu leikmanna. Leikmenn íslenska liðsins fá nákvæma einkunn fyrir frammistöðu sína út frá tölfræðinni, bæði í vörn og sókn. Íslenska liðið hefur nú spilað þrjá leiki á mótinu og því athyglisvert að skoða það hverjir hafa verið að standa sig best í sókn sem vörn. Rúnar Kárason er langhæstur þegar kemur að sóknarleiknum en hann er bæði markahæstur með 13 mörk (ásamt Guðjóni Val Sigurðssyni) og sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar (7, einni fleiri en Ólafur Guðmundsson). Guðjóni Valur er í öðru sætinu en þeir Ólafur Guðmundsson og Arnór Atlason eru síðan jafnir í 3. til 4. sæti. Rúnar hefur nýtt helming skota sinna og það sem skiptir miklu máli er að hann hefur enn ekki tapað bolta á mótinu samkvæmt tölfræði HBstatz. Ólafur Guðmundsson er líka í nokkrum sérflokki þegar kemur að bestu einkunninni fyrir varnarleikinn. Ólafur hefur náð sextán löglegum stöðvunum (aukakast án refsingar) og þá er hann bæði með 3 stolna bolta og 3 varin skot samkvæmt tölfræði HBstatz. Guðmundur Hólmar Helgason er í öðru sæti en þriðji er síðan Bjarki Már Gunnarsson. Ólafur Guðmundsson og Rúnar Kárason eru þeir einu sem komast inn á topp fimm í bæði sókn og vörn. Það er mjög gaman að skoða tölfræði HBstatz frá HM en hana má alla finna hér. Frábært framtak hjá HBstatz sem verður vonandi orðin aðaltölfræði íslenska handboltans hér heima áður en langt um líður.Besti sóknarmaður Íslands í fyrstu þremur leikjum liðsins á HM 2017: 1. Rúnar Kárason 7,8 2. Guðjón Valur Sigurðsson 6,9 3. Ólafur Guðmundsson 6,7 4. Arnór Atlason 6,7 5. Janus Daði Smárason 6,6 6. Bjarki Már Elísson 6,4 7. Arnar Freyr Arnarsson 6,1Á móti Spáni: Arnar Freyr Arnarsson 7,1Á móti Slóveníu: Bjarki Már Elísson 9,1Á móti Túnis: Janus Daði Smárason 8,9Besti varnarmaður Íslands í fyrstu þremur leikjum liðsins á HM 2017: 1. Ólafur Guðmundsson 7,5 2. Guðmundur Hólmar Helgason 6,4 3. Bjarki Már Gunnarsson 6,1 4. Rúnar Kárason 6,0 5. Arnar Freyr Arnarsson 6,0 6. Janus Daði Smárason 5,9 7. Arnór Þór Gunnarsson 5,9Á móti Spáni: Ólafur Guðmundsson 7,3Á móti Slóveníu: Guðmundur Hólmar Helgason 7,3Á móti Túnis: Ólafur Guðmundsson 8,2
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Sjá meira