Munu þessi frægu orð Barkley um Angóla eiga við í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2017 13:30 Íslenska handboltalandsliði og Barkley. Vísir/Samsett/Getty Ísland mætir Angóla á HM í handbolta í kvöld og ætti að ná þar í fyrsta sigur sinn á heimsmeistaramótinu í Frakklandi. Það voru samt engin Charles Barkley stælar í strákunum okkar fyrir leikinn. Charles Barkley hefur látið margt flakka í gegnum árum og kjafturinn á honum var alltaf í aðalhlutverki á hans ferli og svo enn meira eftir að ferlinum lauk. Eitt af frægari ummælum Charles Barkley voru fyrir fyrsta leik bandaríska draumaliðsins á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Charles Barkley var þá mættur til Spánar með bestu körfuboltamönnum heims en NBA-leikmenn fengu þá í fyrsta sinn að vera með á Ólympíuleikum. Bandaríkjamenn voru þá með Michael Jordan, Magic Johnson, Larry Bird, David Robinson, Karl Malone og Scottie Pippen í sama liði og upptalningunni er langt í frá að vera lokið. Í liðinu voru einnig Patrick Ewing, Clyde Drexler, John Stockton, Chris Mullin, Christian Laettner og svo að sjálfsögðu Barkley sjálfur. Fyrsti leikurinn á mótinu var síðan leikur á móti Afríkuríkinu Angóla og fyrsta spurning til Barkley var hvað hann vissi um lið Angóla. Svar Charles Barkley var stutt og laggott: „Ég veit ekkert um Angóla en það eina sem ég veit er að Angóla á von á vandræðum,“ sagði Charles Barkley. Bandaríska landsliðið vann leikinn með 68 stiga mun (116-48) og skoraði um tíma 46 stig gegn einu. Eina stig Angólamanna á þeim tíma kom á vítalínunni eftir að Charles Barkley fékk á sig óíþróttamannslega villu. Charles Barkley var stigahæstur í bandaríska liðinu í leiknum með 24 stig og auk þess að taka 6 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Michael Jordan lét sér nægja að skora 10 stig en var með 8 stolna bolta. Karl Malone var næststigahæstur með 19 stig. Enginn íslensku landsliðsmannanna í handbolta kom skiljanlega með „Charles Barkley“ ummæli um Angóla í gær en íslenska landsliðið mætir einmitt Angóla á HM í handbolta í kvöld. Íslenska liðið er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigurleik á móti og hann ætti að koma í kvöld á móti langlélegasta liði riðilsins. Íslendingar vona því að Angóla eigi von á vandræðum í Metz höllinni í kvöld. Hér fyrir neðan má síðan sjá myndband með þessum heimsfrægu ummælum Charles Barkley frá sumrinu 1992. Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Íslenski körfuboltinn NBA Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Sjá meira
Ísland mætir Angóla á HM í handbolta í kvöld og ætti að ná þar í fyrsta sigur sinn á heimsmeistaramótinu í Frakklandi. Það voru samt engin Charles Barkley stælar í strákunum okkar fyrir leikinn. Charles Barkley hefur látið margt flakka í gegnum árum og kjafturinn á honum var alltaf í aðalhlutverki á hans ferli og svo enn meira eftir að ferlinum lauk. Eitt af frægari ummælum Charles Barkley voru fyrir fyrsta leik bandaríska draumaliðsins á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Charles Barkley var þá mættur til Spánar með bestu körfuboltamönnum heims en NBA-leikmenn fengu þá í fyrsta sinn að vera með á Ólympíuleikum. Bandaríkjamenn voru þá með Michael Jordan, Magic Johnson, Larry Bird, David Robinson, Karl Malone og Scottie Pippen í sama liði og upptalningunni er langt í frá að vera lokið. Í liðinu voru einnig Patrick Ewing, Clyde Drexler, John Stockton, Chris Mullin, Christian Laettner og svo að sjálfsögðu Barkley sjálfur. Fyrsti leikurinn á mótinu var síðan leikur á móti Afríkuríkinu Angóla og fyrsta spurning til Barkley var hvað hann vissi um lið Angóla. Svar Charles Barkley var stutt og laggott: „Ég veit ekkert um Angóla en það eina sem ég veit er að Angóla á von á vandræðum,“ sagði Charles Barkley. Bandaríska landsliðið vann leikinn með 68 stiga mun (116-48) og skoraði um tíma 46 stig gegn einu. Eina stig Angólamanna á þeim tíma kom á vítalínunni eftir að Charles Barkley fékk á sig óíþróttamannslega villu. Charles Barkley var stigahæstur í bandaríska liðinu í leiknum með 24 stig og auk þess að taka 6 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Michael Jordan lét sér nægja að skora 10 stig en var með 8 stolna bolta. Karl Malone var næststigahæstur með 19 stig. Enginn íslensku landsliðsmannanna í handbolta kom skiljanlega með „Charles Barkley“ ummæli um Angóla í gær en íslenska landsliðið mætir einmitt Angóla á HM í handbolta í kvöld. Íslenska liðið er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigurleik á móti og hann ætti að koma í kvöld á móti langlélegasta liði riðilsins. Íslendingar vona því að Angóla eigi von á vandræðum í Metz höllinni í kvöld. Hér fyrir neðan má síðan sjá myndband með þessum heimsfrægu ummælum Charles Barkley frá sumrinu 1992.
Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Íslenski körfuboltinn NBA Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Sjá meira