Umfjöllun: Makedónía - Ísland 27-27 | Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. janúar 2017 18:15 Guðjón Valur Sigurðsson fer í gegn á móti Makedóníu í dag. vísir/afp Strákarnir okkar munu mæta Frökkum í Lille á laugardag en ekki Norðmönnum í Albertville eftir að hafa kastað frá sér sigri gegn Makedóníu. Algert hrun á lokamínútunum og liðið mátti jafnvel telja sig heppið að hafa sloppið með jafntefli. En liðið er komið áfram og á það var stefnt. Það var mikið talað um í aðdraganda leiksins hversu þreyttir Makedónarnir yrðu eftir aðeins 19 tíma hvíld milli leikja. Má vel vera að þeir hafi verið þreyttir en það skipti ekki máli því spennan var svo mikil í íslenska liðinu að það gat ekkert í upphafi leiks. Fyrstu fimm skot leiksins klikkuðu og Makedónar komust í 0-4. Fyrsta mark Íslands skoraði Ólafur Guðmundsson eftir 6.30 mínútur. Þetta mark virtist létta álögum af íslenska liðinu því það fór á kostum í kjölfarið. Skoraði fimm mörk í röð og komst yfir, 5-4. Það gekk allt upp og meira að segja Björgvin Páll skoraði úr markinu. Liðið fór á 9-2 sprett og í stöðunni 9-6 var Lino Cervar, þjálfara Makedóníu, nóg boðið og hann tók leikhlé. Við það lagaðist leikur Makedónanna á ný og þeir jöfnuðu, 11-11. Taugar strákanna héldu og þeir héldu frumkvæðinu og leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13. Afar sérstakur hálfleikur að baki. Makedóníu spilaði lengstum með sjö í sókn þó svo liðinu hefði ítrekað verið refsað fyrir það. Það var lítil markvarsla hjá íslenska liðinu, fimm boltar, og vinstri vængurinn var nánast lamaður þar sem lítið kom út úr Ólafi og Janusi Daða. Rúnar Kárason dró vagninn og skoraði fimm mörk í hálfleiknum. Geggjaður. Byrjun á síðari hálfleik var frábær. Aron Rafn kom sterkur í markið undir lok fyrri hálfleiks og varði vel. Hann hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik. Bjarki Már kom inn í hornið og skoraði að vild. Geggjuð innkoma. Vinstri vængurinn var áfram lamaður en strákarnir náðu fimm marka forskoti, 20-15. Þarna vildi maður sjá strákana okkar keyra Makedónana í kaf en þeir eru ótrúlega seigir og neituðu að gefast upp. Minnkuðu í þrjú mörk og hótuðu að gera meira. Makedónar misstu tvo menn af velli í stöðunni, 24-21, en íslenska liðið kastaði frá sér boltanum í stað þess að ganga frá andstæðingnum. Til að bæta gráu ofan á svart skoraði Makedónía. Grátlegt! Tveggja marka leikur, 24-22, og ellefu mínútur eftir. Taugarnar voru eitthvað að stríða okkar mönnum þarna því þeir misstu boltann aftur í næstu sókn. Björgvin Páll kom þá aftur inn af bekknum og varði tvo hrikalega mikilvæga bolta á meðan menn virtust vera að fara á taugum í sókninni. Arnór Atlason steig þá upp, bar ábyrgð enn eina ferðina og lúðraði boltanum í markið. 25-22 og fyrsta markið í átta mínútur. Aftur koma Makedónarnir til baka og minnkuðu muninn í eitt mark, 25-24, er rúmar sjö mínútur voru eftir. Þá fékk Geir Sveinsson nóg og tók leikhlé. Liðið stanslaust að kasta boltanum frá sér og einfaldlega að fara á taugum. Makedónar jöfnuðu svo 25-25 er fjórar mínútur voru eftir. Algjört hrun hjá okkar mönnum. Kiril Lazarov kom svo Makedónum yfir, 25-26, er tvær og hálf mínúta var eftir. Bjarki Már Elísson jafnaði. Allt í járnum en Makedónar svöruðu að bragði. Rúnar Kára jafnaði aftur er rúm mínúta var eftir og allt brjálað í húsinu. Makedónía missti boltann og Ísland í sókn með 50 sekúndur eftir. Rúnar lét verja frá sér er 18 sekúndur voru eftir. Ísland tók ekki leikhlé þarna sem var með ólíkindum. Bekkurinn virtist hafa frosið. Makedónar reyndu ekki að sækja, tóku þriðja sætið og gáfu okkur fjórða sætið og leik gegn Frökkum. Ótrúlegur endir á ótrúlegum leik. Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
Strákarnir okkar munu mæta Frökkum í Lille á laugardag en ekki Norðmönnum í Albertville eftir að hafa kastað frá sér sigri gegn Makedóníu. Algert hrun á lokamínútunum og liðið mátti jafnvel telja sig heppið að hafa sloppið með jafntefli. En liðið er komið áfram og á það var stefnt. Það var mikið talað um í aðdraganda leiksins hversu þreyttir Makedónarnir yrðu eftir aðeins 19 tíma hvíld milli leikja. Má vel vera að þeir hafi verið þreyttir en það skipti ekki máli því spennan var svo mikil í íslenska liðinu að það gat ekkert í upphafi leiks. Fyrstu fimm skot leiksins klikkuðu og Makedónar komust í 0-4. Fyrsta mark Íslands skoraði Ólafur Guðmundsson eftir 6.30 mínútur. Þetta mark virtist létta álögum af íslenska liðinu því það fór á kostum í kjölfarið. Skoraði fimm mörk í röð og komst yfir, 5-4. Það gekk allt upp og meira að segja Björgvin Páll skoraði úr markinu. Liðið fór á 9-2 sprett og í stöðunni 9-6 var Lino Cervar, þjálfara Makedóníu, nóg boðið og hann tók leikhlé. Við það lagaðist leikur Makedónanna á ný og þeir jöfnuðu, 11-11. Taugar strákanna héldu og þeir héldu frumkvæðinu og leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13. Afar sérstakur hálfleikur að baki. Makedóníu spilaði lengstum með sjö í sókn þó svo liðinu hefði ítrekað verið refsað fyrir það. Það var lítil markvarsla hjá íslenska liðinu, fimm boltar, og vinstri vængurinn var nánast lamaður þar sem lítið kom út úr Ólafi og Janusi Daða. Rúnar Kárason dró vagninn og skoraði fimm mörk í hálfleiknum. Geggjaður. Byrjun á síðari hálfleik var frábær. Aron Rafn kom sterkur í markið undir lok fyrri hálfleiks og varði vel. Hann hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik. Bjarki Már kom inn í hornið og skoraði að vild. Geggjuð innkoma. Vinstri vængurinn var áfram lamaður en strákarnir náðu fimm marka forskoti, 20-15. Þarna vildi maður sjá strákana okkar keyra Makedónana í kaf en þeir eru ótrúlega seigir og neituðu að gefast upp. Minnkuðu í þrjú mörk og hótuðu að gera meira. Makedónar misstu tvo menn af velli í stöðunni, 24-21, en íslenska liðið kastaði frá sér boltanum í stað þess að ganga frá andstæðingnum. Til að bæta gráu ofan á svart skoraði Makedónía. Grátlegt! Tveggja marka leikur, 24-22, og ellefu mínútur eftir. Taugarnar voru eitthvað að stríða okkar mönnum þarna því þeir misstu boltann aftur í næstu sókn. Björgvin Páll kom þá aftur inn af bekknum og varði tvo hrikalega mikilvæga bolta á meðan menn virtust vera að fara á taugum í sókninni. Arnór Atlason steig þá upp, bar ábyrgð enn eina ferðina og lúðraði boltanum í markið. 25-22 og fyrsta markið í átta mínútur. Aftur koma Makedónarnir til baka og minnkuðu muninn í eitt mark, 25-24, er rúmar sjö mínútur voru eftir. Þá fékk Geir Sveinsson nóg og tók leikhlé. Liðið stanslaust að kasta boltanum frá sér og einfaldlega að fara á taugum. Makedónar jöfnuðu svo 25-25 er fjórar mínútur voru eftir. Algjört hrun hjá okkar mönnum. Kiril Lazarov kom svo Makedónum yfir, 25-26, er tvær og hálf mínúta var eftir. Bjarki Már Elísson jafnaði. Allt í járnum en Makedónar svöruðu að bragði. Rúnar Kára jafnaði aftur er rúm mínúta var eftir og allt brjálað í húsinu. Makedónía missti boltann og Ísland í sókn með 50 sekúndur eftir. Rúnar lét verja frá sér er 18 sekúndur voru eftir. Ísland tók ekki leikhlé þarna sem var með ólíkindum. Bekkurinn virtist hafa frosið. Makedónar reyndu ekki að sækja, tóku þriðja sætið og gáfu okkur fjórða sætið og leik gegn Frökkum. Ótrúlegur endir á ótrúlegum leik.
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira