Stjarnan skiptir um Kana Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. janúar 2017 14:45 Lið Stjörnunnar í Domino´s-deild karla í körfubolta mætir með nýjan bandarískan leikmann til leiks á nýju ári en það er búið að skipta Devon Austin út fyrir Anthony Odunsi. Devon skilaði 14,3 stigum og 7,7 fráköstum að meðaltali í leik en heillaði fáa sérfræðinga um deildina. Stjarnan er í öðru sæti eftir fyrri umferðina í deildarkeppninni með 18 stig. „Eftir meiðsli Marvins varð helsta staða Devon hjá okkur staða kraftframherja. Nú þegar styttist í að bæði Marvin og Sæmundur komi úr meiðslum og Tómas Þórður er kominn aftur frá Bandaríkjunum er ljóst að hans hlutverk yrði aftur mestmegnis sem bakvörður hjá okkur,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, um Austin og komu þess nýja. „Þegar það varð ljóst varð niðurstaðan að leita eftir leikmanni sem mögulega hefði til að bera annars konar eiginleika í þeirri stöðu en Devon hefur til að bera til að gera hóp okkar enn þéttari fyrir seinni hlutann.“ „Að mínu mati er Anthony slíkur leikmaður. Hann er bæði sterk skytta af færi og fær í að komast fram hjá varnarmönnum með boltann í höndunum sem voru eiginleikar sem ég var að leita eftir. Við kveðjum Devon með söknuði, enda topp atvinnumaður sem hefur heilt yfir skilað mjög góðu verki fyrir okkur,“ segir Hrafn. Odunsi er sagður líkamlega sterkur bakvörður sem getur leyst allar þrjár bakvarðastöður. Hann spilaði með Houston Baptist-háskólanum í Bandaríkjunum þar sem hann skoraði 17,5 stig að meðaltali í leik á síðasta ári auk þess sem hann tók 4,6 fráköst og gaf 3,7 stoðsendingar. „Það vakti mikla athygli síðasta tímabili að hann skipaði þriðja sæti yfir alla leikmenn efstu deildar háskólaboltans yfir hversu mörg vítaskot hann tók að meðaltali en hann tók að meðaltali 9.2 slík í hverjum leik,“ segir í fréttatilkynningu Stjörnumanna. Stjarnan hefur leik á nýju ári gegn nýliðum Þórs á heimavelli í Ásgarði á fimmtudaginn klukkan 19.15. Dominos-deild karla Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira
Lið Stjörnunnar í Domino´s-deild karla í körfubolta mætir með nýjan bandarískan leikmann til leiks á nýju ári en það er búið að skipta Devon Austin út fyrir Anthony Odunsi. Devon skilaði 14,3 stigum og 7,7 fráköstum að meðaltali í leik en heillaði fáa sérfræðinga um deildina. Stjarnan er í öðru sæti eftir fyrri umferðina í deildarkeppninni með 18 stig. „Eftir meiðsli Marvins varð helsta staða Devon hjá okkur staða kraftframherja. Nú þegar styttist í að bæði Marvin og Sæmundur komi úr meiðslum og Tómas Þórður er kominn aftur frá Bandaríkjunum er ljóst að hans hlutverk yrði aftur mestmegnis sem bakvörður hjá okkur,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, um Austin og komu þess nýja. „Þegar það varð ljóst varð niðurstaðan að leita eftir leikmanni sem mögulega hefði til að bera annars konar eiginleika í þeirri stöðu en Devon hefur til að bera til að gera hóp okkar enn þéttari fyrir seinni hlutann.“ „Að mínu mati er Anthony slíkur leikmaður. Hann er bæði sterk skytta af færi og fær í að komast fram hjá varnarmönnum með boltann í höndunum sem voru eiginleikar sem ég var að leita eftir. Við kveðjum Devon með söknuði, enda topp atvinnumaður sem hefur heilt yfir skilað mjög góðu verki fyrir okkur,“ segir Hrafn. Odunsi er sagður líkamlega sterkur bakvörður sem getur leyst allar þrjár bakvarðastöður. Hann spilaði með Houston Baptist-háskólanum í Bandaríkjunum þar sem hann skoraði 17,5 stig að meðaltali í leik á síðasta ári auk þess sem hann tók 4,6 fráköst og gaf 3,7 stoðsendingar. „Það vakti mikla athygli síðasta tímabili að hann skipaði þriðja sæti yfir alla leikmenn efstu deildar háskólaboltans yfir hversu mörg vítaskot hann tók að meðaltali en hann tók að meðaltali 9.2 slík í hverjum leik,“ segir í fréttatilkynningu Stjörnumanna. Stjarnan hefur leik á nýju ári gegn nýliðum Þórs á heimavelli í Ásgarði á fimmtudaginn klukkan 19.15.
Dominos-deild karla Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira