Stjarnan skiptir um Kana Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. janúar 2017 14:45 Lið Stjörnunnar í Domino´s-deild karla í körfubolta mætir með nýjan bandarískan leikmann til leiks á nýju ári en það er búið að skipta Devon Austin út fyrir Anthony Odunsi. Devon skilaði 14,3 stigum og 7,7 fráköstum að meðaltali í leik en heillaði fáa sérfræðinga um deildina. Stjarnan er í öðru sæti eftir fyrri umferðina í deildarkeppninni með 18 stig. „Eftir meiðsli Marvins varð helsta staða Devon hjá okkur staða kraftframherja. Nú þegar styttist í að bæði Marvin og Sæmundur komi úr meiðslum og Tómas Þórður er kominn aftur frá Bandaríkjunum er ljóst að hans hlutverk yrði aftur mestmegnis sem bakvörður hjá okkur,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, um Austin og komu þess nýja. „Þegar það varð ljóst varð niðurstaðan að leita eftir leikmanni sem mögulega hefði til að bera annars konar eiginleika í þeirri stöðu en Devon hefur til að bera til að gera hóp okkar enn þéttari fyrir seinni hlutann.“ „Að mínu mati er Anthony slíkur leikmaður. Hann er bæði sterk skytta af færi og fær í að komast fram hjá varnarmönnum með boltann í höndunum sem voru eiginleikar sem ég var að leita eftir. Við kveðjum Devon með söknuði, enda topp atvinnumaður sem hefur heilt yfir skilað mjög góðu verki fyrir okkur,“ segir Hrafn. Odunsi er sagður líkamlega sterkur bakvörður sem getur leyst allar þrjár bakvarðastöður. Hann spilaði með Houston Baptist-háskólanum í Bandaríkjunum þar sem hann skoraði 17,5 stig að meðaltali í leik á síðasta ári auk þess sem hann tók 4,6 fráköst og gaf 3,7 stoðsendingar. „Það vakti mikla athygli síðasta tímabili að hann skipaði þriðja sæti yfir alla leikmenn efstu deildar háskólaboltans yfir hversu mörg vítaskot hann tók að meðaltali en hann tók að meðaltali 9.2 slík í hverjum leik,“ segir í fréttatilkynningu Stjörnumanna. Stjarnan hefur leik á nýju ári gegn nýliðum Þórs á heimavelli í Ásgarði á fimmtudaginn klukkan 19.15. Dominos-deild karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
Lið Stjörnunnar í Domino´s-deild karla í körfubolta mætir með nýjan bandarískan leikmann til leiks á nýju ári en það er búið að skipta Devon Austin út fyrir Anthony Odunsi. Devon skilaði 14,3 stigum og 7,7 fráköstum að meðaltali í leik en heillaði fáa sérfræðinga um deildina. Stjarnan er í öðru sæti eftir fyrri umferðina í deildarkeppninni með 18 stig. „Eftir meiðsli Marvins varð helsta staða Devon hjá okkur staða kraftframherja. Nú þegar styttist í að bæði Marvin og Sæmundur komi úr meiðslum og Tómas Þórður er kominn aftur frá Bandaríkjunum er ljóst að hans hlutverk yrði aftur mestmegnis sem bakvörður hjá okkur,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, um Austin og komu þess nýja. „Þegar það varð ljóst varð niðurstaðan að leita eftir leikmanni sem mögulega hefði til að bera annars konar eiginleika í þeirri stöðu en Devon hefur til að bera til að gera hóp okkar enn þéttari fyrir seinni hlutann.“ „Að mínu mati er Anthony slíkur leikmaður. Hann er bæði sterk skytta af færi og fær í að komast fram hjá varnarmönnum með boltann í höndunum sem voru eiginleikar sem ég var að leita eftir. Við kveðjum Devon með söknuði, enda topp atvinnumaður sem hefur heilt yfir skilað mjög góðu verki fyrir okkur,“ segir Hrafn. Odunsi er sagður líkamlega sterkur bakvörður sem getur leyst allar þrjár bakvarðastöður. Hann spilaði með Houston Baptist-háskólanum í Bandaríkjunum þar sem hann skoraði 17,5 stig að meðaltali í leik á síðasta ári auk þess sem hann tók 4,6 fráköst og gaf 3,7 stoðsendingar. „Það vakti mikla athygli síðasta tímabili að hann skipaði þriðja sæti yfir alla leikmenn efstu deildar háskólaboltans yfir hversu mörg vítaskot hann tók að meðaltali en hann tók að meðaltali 9.2 slík í hverjum leik,“ segir í fréttatilkynningu Stjörnumanna. Stjarnan hefur leik á nýju ári gegn nýliðum Þórs á heimavelli í Ásgarði á fimmtudaginn klukkan 19.15.
Dominos-deild karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira