Taktlaus dans Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 3. janúar 2017 11:00 Fjárlög 2017 voru afgreidd með 25 milljarða króna afgangi sem svarar til eins prósents af landsframleiðslu. Þetta er of lítill afgangur miðað við ríkjandi efnahagsaðstæður. Hagvöxtur var óvenju mikill á síðasta ári og verður það fyrirsjáanlega einnig á þessu ári. Góð hagstjórn felst í því að jafna hagsveiflur með því að reka ríkissjóð með myndarlegum afgangi þegar hagvöxtur er mikill og halla þegar hann er lítill. Ekki er að sjá ábyrga hagstjórn í nýsamþykktum fjárlögum fyrir næsta ár. Þrátt fyrir að útgjöld ríkissjóðs hafi aukist um níu prósent árið 2016, og hafi vaxið samfleytt frá árinu 2012, þá á enn að bæta í og er gert ráð fyrir fjögurra prósenta aukningu árið 2017. Yfir hagsveifluna þarf afkoman að vera í jafnvægi, það er afgangur þegar vel árar þarf að vera jafn hallanum þegar illa árar. Í ljósi mikils hagvaxtar þyrfti aðhald ríkisins að vera mun meira og afkoman betri. Áætlanir gera ráð fyrir að núverandi hagvaxtarskeið, sem þegar er orðið eitt hið lengsta í Íslandssögunni, lengist enn. Útgjöld vaxa hraðar en á síðasta hagvaxtarskeiði sem stóð frá 2004 til 2007. Skuldir ríkissjóðs eru tvöfalt meiri en þá. Áhyggjuefni er hversu lítill viðbúnaður er vegna óvæntra atburða og hugsanlegs viðsnúnings í efnahagslífinu því núverandi uppsveifla mun taka enda. Að mati efnahagssviðs SA nema þensluáhrif fjárlaga 2017 um tveimur prósentum af landsframleiðslu. Reynsla undangenginna ára kennir að þensluáhrif ríkisfjármála verða mun meiri en ákveðið hefur verið í fjárlögum. Samkvæmt ríkisreikningi fóru ríkisútgjöld að jafnaði fimm prósent umfram fjárlög á árunum 2010-2015. Sporin hræða í þessum efnum. Vandinn er alltaf sá sami. Helsta áskorun hagstjórnar á Íslandi er sú að opinberu fjármálin, peningastefnan og vinnumarkaðurinn vinna ekki saman. Því þarf að breyta. Þeir sem ekki dansa í takt troða öðrum um tær.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Fjárlög 2017 voru afgreidd með 25 milljarða króna afgangi sem svarar til eins prósents af landsframleiðslu. Þetta er of lítill afgangur miðað við ríkjandi efnahagsaðstæður. Hagvöxtur var óvenju mikill á síðasta ári og verður það fyrirsjáanlega einnig á þessu ári. Góð hagstjórn felst í því að jafna hagsveiflur með því að reka ríkissjóð með myndarlegum afgangi þegar hagvöxtur er mikill og halla þegar hann er lítill. Ekki er að sjá ábyrga hagstjórn í nýsamþykktum fjárlögum fyrir næsta ár. Þrátt fyrir að útgjöld ríkissjóðs hafi aukist um níu prósent árið 2016, og hafi vaxið samfleytt frá árinu 2012, þá á enn að bæta í og er gert ráð fyrir fjögurra prósenta aukningu árið 2017. Yfir hagsveifluna þarf afkoman að vera í jafnvægi, það er afgangur þegar vel árar þarf að vera jafn hallanum þegar illa árar. Í ljósi mikils hagvaxtar þyrfti aðhald ríkisins að vera mun meira og afkoman betri. Áætlanir gera ráð fyrir að núverandi hagvaxtarskeið, sem þegar er orðið eitt hið lengsta í Íslandssögunni, lengist enn. Útgjöld vaxa hraðar en á síðasta hagvaxtarskeiði sem stóð frá 2004 til 2007. Skuldir ríkissjóðs eru tvöfalt meiri en þá. Áhyggjuefni er hversu lítill viðbúnaður er vegna óvæntra atburða og hugsanlegs viðsnúnings í efnahagslífinu því núverandi uppsveifla mun taka enda. Að mati efnahagssviðs SA nema þensluáhrif fjárlaga 2017 um tveimur prósentum af landsframleiðslu. Reynsla undangenginna ára kennir að þensluáhrif ríkisfjármála verða mun meiri en ákveðið hefur verið í fjárlögum. Samkvæmt ríkisreikningi fóru ríkisútgjöld að jafnaði fimm prósent umfram fjárlög á árunum 2010-2015. Sporin hræða í þessum efnum. Vandinn er alltaf sá sami. Helsta áskorun hagstjórnar á Íslandi er sú að opinberu fjármálin, peningastefnan og vinnumarkaðurinn vinna ekki saman. Því þarf að breyta. Þeir sem ekki dansa í takt troða öðrum um tær.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar