Hættu snarlega við lendingu vegna annarrar flugvélar á brautinni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. janúar 2017 13:17 Vélin var nánast lent þegar flugstjóra var tilkynnt um aðra vél á flugbrautinni. Vísir/Vilhelm Flugvél Icelandair á leið frá Kaupmannahöfn þurfti skyndilega að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær eftir að í ljós kom að önnur vél var á brautinni. Vélin var svo gott sem lent á flugvellinum þegar hún þurfti að hækka flugið aftur. Hin flugvélin var í hinum enda flugbrautarinnar en lengri tíma tók að koma henni út af brautinni en áætlað var, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Isavia. Hann segir enga hættu hafa skapast. „Það er bara hluti af starfi flugumferðarstjóra að teygja á tímanum sem næsta vél kemur inn og var flugstjórinn því beðinn um að taka aukahring. Það er mjög stuttur tími á milli véla þegar mest er að gera, en öllum ítrustu reglum var fylgt, eins og alltaf,“ segir Guðni í samtali við Vísi. Aðspurður segir Guðni um það bil þrjá kílómetra hafa verið á milli flugvélanna tveggja. „Vélin var þarna við hinn endann og því var þetta ekki nálægt því að vera hættulegt atvik. Það eru reglur um að það megi ekki hafa tvær vélar á flugbrautinni á sama tíma og þeim reglum var fylgt.“ Þá segir hann það ekki algengt að atvik sem þessi komi upp, en að þegar svo beri undir sé ákveðnum verkferlum fylgt í hvarvetna.Greint var frá því í júní síðastliðnum að vél Icelandair frá Frankfurt hafi þurft að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli. Önnur vél var þá á brautinni en svartaþoka var á vellinum og vélin sem reyndist vera fyrir á flugbrautinni hafði misst af beygju inn á akstursbraut. Þurfti því að hætta snarlega við lendinguna. Fréttir af flugi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira
Flugvél Icelandair á leið frá Kaupmannahöfn þurfti skyndilega að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær eftir að í ljós kom að önnur vél var á brautinni. Vélin var svo gott sem lent á flugvellinum þegar hún þurfti að hækka flugið aftur. Hin flugvélin var í hinum enda flugbrautarinnar en lengri tíma tók að koma henni út af brautinni en áætlað var, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Isavia. Hann segir enga hættu hafa skapast. „Það er bara hluti af starfi flugumferðarstjóra að teygja á tímanum sem næsta vél kemur inn og var flugstjórinn því beðinn um að taka aukahring. Það er mjög stuttur tími á milli véla þegar mest er að gera, en öllum ítrustu reglum var fylgt, eins og alltaf,“ segir Guðni í samtali við Vísi. Aðspurður segir Guðni um það bil þrjá kílómetra hafa verið á milli flugvélanna tveggja. „Vélin var þarna við hinn endann og því var þetta ekki nálægt því að vera hættulegt atvik. Það eru reglur um að það megi ekki hafa tvær vélar á flugbrautinni á sama tíma og þeim reglum var fylgt.“ Þá segir hann það ekki algengt að atvik sem þessi komi upp, en að þegar svo beri undir sé ákveðnum verkferlum fylgt í hvarvetna.Greint var frá því í júní síðastliðnum að vél Icelandair frá Frankfurt hafi þurft að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli. Önnur vél var þá á brautinni en svartaþoka var á vellinum og vélin sem reyndist vera fyrir á flugbrautinni hafði misst af beygju inn á akstursbraut. Þurfti því að hætta snarlega við lendinguna.
Fréttir af flugi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira