CES 2017: Snjallrúm og snjallísskápur Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2017 14:45 InstaView ísskápurinn og 360 smart bed. Vísir/EPA CES ráðstefnan, eða Consumer Electronics Show, stendur nú yfir í Las Vegas og keppast tæknifyrirtæki um að kynna nýjustu vörur sínar. Það eru margar vörur sem vekja athygli en sumar meira en aðrar. Þar á meðal var snjallrúm fyrirtækisins Sleep Number, sem kallast 360 smart bed. Í rúminu er hitari, sem hitar fætur fólks þegar það fer að sofa og undir rúminu eru ljós sem kvikna þegar staðið er upp á næturnar. Þá laðar rúmið sér að breyttum stellingum þess sem sefur í því og breyta þéttleika dýnunnar eftir því sem hentar notendum. Þar að auki skynjar rúmið þegar fólk byrjar að hrjóta og lyftir höfðinu á því til að koma í veg fyrir hroturnar. Sleep Number hefur ekki sagt hvenær sala á rúmunum hefst að öðru leyti en að það verði á fyrri hluta ársins. Þá liggja ekki upplýsingar fyrir um verð. Þó má gera ráð fyrir að rúmið verði ekki ódýrt. Fyrirtækið LG sýndi snjallísskápinn sinn InstaView á IFA ráðstefnunni í Þýskalandi í október, án þess að láta mikið fara fyrir honum, en nú var hann kynntur fyrir alvöru. Á annarri hurð ísskápsins er snertiskjár sem keyrir á WebOS stýrikerfi LG og notast vaið Alexa, raddstýringu Amazon. Á snertiskjánum er hægt að fylgjast með þeim matvörum sem eru í ísskápnum og hvenær þær renna út. Þá er einnig hægt að versla á netinu á skjánum og ýmislegt annað. Sé hins vegar bankað tvisvar sinnum á skjáinn verður hann gegnsær og eigendur geta virt fyrir sér hvað sé í boði þar inni án þess að missa kalt loft útúr honum.CES ráðstefnan hefst í raun formlega í dag, en þrátt fyrir það er þegar búið að kynna fjöldan allan af vörum á ráðstefnunni. Þar á meðal eru sjónvörp, snjallúr og ýmislegt annað. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum hér á vef CNET og hér á vef Engadget. Þá má sjá kynningar og fleira á Youtuberás ráðstefnunnar. Þá mun Vísir halda áfram að fjalla um áhugaverðar kynningar á CES 2017. Tengdar fréttir CES 2017: Samsung og Google svara Apple og MIcrosoft Gefa út blending sem er svar við iPad og Surface Pro. 5. janúar 2017 13:34 CES 2017: Rándýrar fartölvur, vélmenni og stærstu minnislyklar heims Tæknifyrirtæki keppast nú við að sýna nýjustu vörur sínar á CES eða Consumer Electronics Show í Las Vegas. 4. janúar 2017 15:00 CES 2017: Vilja gerbreyta og drónavæða fiskveiðar PowerRay neðansjávardróninn finnur fiska og myndar þá í 4K upplausn. 5. janúar 2017 10:40 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
CES ráðstefnan, eða Consumer Electronics Show, stendur nú yfir í Las Vegas og keppast tæknifyrirtæki um að kynna nýjustu vörur sínar. Það eru margar vörur sem vekja athygli en sumar meira en aðrar. Þar á meðal var snjallrúm fyrirtækisins Sleep Number, sem kallast 360 smart bed. Í rúminu er hitari, sem hitar fætur fólks þegar það fer að sofa og undir rúminu eru ljós sem kvikna þegar staðið er upp á næturnar. Þá laðar rúmið sér að breyttum stellingum þess sem sefur í því og breyta þéttleika dýnunnar eftir því sem hentar notendum. Þar að auki skynjar rúmið þegar fólk byrjar að hrjóta og lyftir höfðinu á því til að koma í veg fyrir hroturnar. Sleep Number hefur ekki sagt hvenær sala á rúmunum hefst að öðru leyti en að það verði á fyrri hluta ársins. Þá liggja ekki upplýsingar fyrir um verð. Þó má gera ráð fyrir að rúmið verði ekki ódýrt. Fyrirtækið LG sýndi snjallísskápinn sinn InstaView á IFA ráðstefnunni í Þýskalandi í október, án þess að láta mikið fara fyrir honum, en nú var hann kynntur fyrir alvöru. Á annarri hurð ísskápsins er snertiskjár sem keyrir á WebOS stýrikerfi LG og notast vaið Alexa, raddstýringu Amazon. Á snertiskjánum er hægt að fylgjast með þeim matvörum sem eru í ísskápnum og hvenær þær renna út. Þá er einnig hægt að versla á netinu á skjánum og ýmislegt annað. Sé hins vegar bankað tvisvar sinnum á skjáinn verður hann gegnsær og eigendur geta virt fyrir sér hvað sé í boði þar inni án þess að missa kalt loft útúr honum.CES ráðstefnan hefst í raun formlega í dag, en þrátt fyrir það er þegar búið að kynna fjöldan allan af vörum á ráðstefnunni. Þar á meðal eru sjónvörp, snjallúr og ýmislegt annað. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum hér á vef CNET og hér á vef Engadget. Þá má sjá kynningar og fleira á Youtuberás ráðstefnunnar. Þá mun Vísir halda áfram að fjalla um áhugaverðar kynningar á CES 2017.
Tengdar fréttir CES 2017: Samsung og Google svara Apple og MIcrosoft Gefa út blending sem er svar við iPad og Surface Pro. 5. janúar 2017 13:34 CES 2017: Rándýrar fartölvur, vélmenni og stærstu minnislyklar heims Tæknifyrirtæki keppast nú við að sýna nýjustu vörur sínar á CES eða Consumer Electronics Show í Las Vegas. 4. janúar 2017 15:00 CES 2017: Vilja gerbreyta og drónavæða fiskveiðar PowerRay neðansjávardróninn finnur fiska og myndar þá í 4K upplausn. 5. janúar 2017 10:40 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
CES 2017: Samsung og Google svara Apple og MIcrosoft Gefa út blending sem er svar við iPad og Surface Pro. 5. janúar 2017 13:34
CES 2017: Rándýrar fartölvur, vélmenni og stærstu minnislyklar heims Tæknifyrirtæki keppast nú við að sýna nýjustu vörur sínar á CES eða Consumer Electronics Show í Las Vegas. 4. janúar 2017 15:00
CES 2017: Vilja gerbreyta og drónavæða fiskveiðar PowerRay neðansjávardróninn finnur fiska og myndar þá í 4K upplausn. 5. janúar 2017 10:40