Í kvöldfréttum förum við yfir alvarlega stöðu í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna en verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í um þrjár vikur.
Þá rýnum við í stjórnarmyndunartilraunir og ráðherralista sem nánast liggja fyrir þótt ekki sé búist við að ný ríkisstjórn taki við fyrr en eftir helgi. Uppbygging á Skeifusvæðinu í Reykjavík er hafin. Þar hafa Hagar fest kaup á stærstum hluta lóðarinnar þar sem stórhýsi urðu eldi að bráð og nýtt tíu milljarða hótel mun rísa á öðrum stað í Skeifunni innan tveggja ára.
Við ræðum einnig við eigenda hrossa sem grunur leikur á að hafi verið misnotuð kynferðislega.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.
