Ráðuneytið sér um sína Ólafur Stephensen skrifar 6. janúar 2017 07:00 Á Íslandi eru lagðir háir tollar á landbúnaðarvörur. Eina leiðin til að flytja inn t.d. kjöt og osta á samkeppnishæfu verði er að nýta tollkvóta. Það eru heimildir til innflutnings á takmörkuðu magni á lægri eða engum tollum, samkvæmt samningum við Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO) annars vegar og Evrópusambandið (ESB) hins vegar. Íslenzk stjórnvöld þrjózkast hins vegar við að úthluta tollkvótunum með því að bjóða þá upp. Uppboðin hækka verð vörunnar, þannig að í sumum tilvikum er hagur neytenda af tollfrelsinu orðinn lítill sem enginn. Eftir að samið var við ESB um að lækka tolla á ýmsum búvörum og stækka tollkvóta fyrir aðrar setti landbúnaðarráðherra á fót starfshóp sem fékk það hlutverk að gera tillögur um „viðbrögð“ við samningnum. Í honum sátu eingöngu fulltrúar ríkisins, landbúnaðarins og annarra innlendra framleiðenda, enda gerði hópurinn tillögur sem eru flestar til þess fallnar að hafa aftur af neytendum þann ávinning, sem fólst í tollasamningnum. Ein tillagan á uppruna sinn hjá Bændasamtökum Íslands, að tollkvótarnir verði boðnir upp oft á ári en ekki einu sinni eins og tíðkazt hefur. Landbúnaðarráðherrann hefur nú hrint þeirri tillögu í framkvæmd, þrátt fyrir mótmæli Félags atvinnurekenda. FA hefur bent á að þetta skerði hag bæði innflutningsfyrirtækja og neytenda. Erfiðara verði fyrir innflytjendur að skipuleggja innflutning og birgðahald. Styttra kvótatímabil auki hættu á að kvótar fullnýtist ekki þótt greitt hafi verið fyrir þá. Tíð uppboð þýði meira umstang og kostnað fyrir innflytjendur. Allt stuðli þetta að hærra verði til neytenda. Þessi rök skipta ráðuneytið engu. Það sendi FA bréf, þar sem því er haldið fram að fyrirkomulagið sem Bændasamtökin lögðu til sé bara víst í þágu innflutningsfyrirtækja. Þetta verður óneitanlega að teljast sérkennilegt samráð við hagsmunaaðila; að gera fyrst breytingu á starfsumhverfi þeirra án þess að spyrja álits og halda því svo fram að breytingin sé gerð í þeirra þágu. Þetta er hins vegar mjög í anda allrar stjórnsýslu atvinnuvegaráðuneytisins hvað varðar innflutning á búvörum; þar er taumur innlendra framleiðenda ævinlega dreginn og minna skeytt um innflytjendur eða neytendur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru lagðir háir tollar á landbúnaðarvörur. Eina leiðin til að flytja inn t.d. kjöt og osta á samkeppnishæfu verði er að nýta tollkvóta. Það eru heimildir til innflutnings á takmörkuðu magni á lægri eða engum tollum, samkvæmt samningum við Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO) annars vegar og Evrópusambandið (ESB) hins vegar. Íslenzk stjórnvöld þrjózkast hins vegar við að úthluta tollkvótunum með því að bjóða þá upp. Uppboðin hækka verð vörunnar, þannig að í sumum tilvikum er hagur neytenda af tollfrelsinu orðinn lítill sem enginn. Eftir að samið var við ESB um að lækka tolla á ýmsum búvörum og stækka tollkvóta fyrir aðrar setti landbúnaðarráðherra á fót starfshóp sem fékk það hlutverk að gera tillögur um „viðbrögð“ við samningnum. Í honum sátu eingöngu fulltrúar ríkisins, landbúnaðarins og annarra innlendra framleiðenda, enda gerði hópurinn tillögur sem eru flestar til þess fallnar að hafa aftur af neytendum þann ávinning, sem fólst í tollasamningnum. Ein tillagan á uppruna sinn hjá Bændasamtökum Íslands, að tollkvótarnir verði boðnir upp oft á ári en ekki einu sinni eins og tíðkazt hefur. Landbúnaðarráðherrann hefur nú hrint þeirri tillögu í framkvæmd, þrátt fyrir mótmæli Félags atvinnurekenda. FA hefur bent á að þetta skerði hag bæði innflutningsfyrirtækja og neytenda. Erfiðara verði fyrir innflytjendur að skipuleggja innflutning og birgðahald. Styttra kvótatímabil auki hættu á að kvótar fullnýtist ekki þótt greitt hafi verið fyrir þá. Tíð uppboð þýði meira umstang og kostnað fyrir innflytjendur. Allt stuðli þetta að hærra verði til neytenda. Þessi rök skipta ráðuneytið engu. Það sendi FA bréf, þar sem því er haldið fram að fyrirkomulagið sem Bændasamtökin lögðu til sé bara víst í þágu innflutningsfyrirtækja. Þetta verður óneitanlega að teljast sérkennilegt samráð við hagsmunaaðila; að gera fyrst breytingu á starfsumhverfi þeirra án þess að spyrja álits og halda því svo fram að breytingin sé gerð í þeirra þágu. Þetta er hins vegar mjög í anda allrar stjórnsýslu atvinnuvegaráðuneytisins hvað varðar innflutning á búvörum; þar er taumur innlendra framleiðenda ævinlega dreginn og minna skeytt um innflytjendur eða neytendur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar