Yfir þúsund uppsagnir í fiskvinnslu: Formaður VLFA undrast skrif Heiðrúnar og segir útgerðina fara illa með starfsfólk Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 6. janúar 2017 12:30 Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. Af þeim umsóknum hafa 989 verð samþykktar. Þetta staðfestir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar í samtali við fréttastofu. 36 fyrirtæki í fiskvinnslu hafa þar sagt upp fleiri en tveimur starfsmönnum. Þá hefur Samherji sagt upp flestum, eða 127 manns. Þar á eftir kemur Íslenskt sjávarfang sem hefur sagt upp 80 og Útgerðarfélag Akureyringa næst með 79 manns. Flestum hefur verið sagt upp á norðurlandi eystra og suðurlandi. Reiknað er með að heildarfjöldinn nái 1200 í janúar og þýðir það að útgjaldaaukning Vinnumálastofnunar verði alls hálfur milljarður vegna þessara einstaklinga og annarra þátta. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir útgerðarmenn sýna of mikla hörku í deilunni sem sé komin á núllpunkt eftir fundarhöld sjómannaforystunnar og útgerðarinnar í gær.Frá fundi deiluaðila hjá Ríkissáttarsemjara í gær. Vilhjálmur er annar frá vinstri.Vísir/Stefán„Ég skal alveg viðurkenna það fúslega að miðað við fundinn í gær líst mér lítið á þetta eins og staðan er í dag,“ segir Vilhjálmur „Það liggur fyrir að þeir höfnuðu öllum okkar kröfum á fundinum í gær og vildu í rauninni byrja á núllpunkti og drógu fram sínar kröfur frá því þegar kjarasamningar voru fyrst lausir. Þannig að staðan er afar þing, það er alveg ljóst.“ Hann segir útgerðina fara illa með starfsfólk sitt í fiskvinnslu og að til séu aðrar leiðir en að hreinlega segja fólkinu upp. „Það er alveg ljóst að þetta er farið að hafa veruleg áhrif á fiskvinnslufólk. Það er verið að setja þetta fólk á atvinnuleysisbætur og ég harma það að fiskvinnslufyrirtækin séu að gera það því að þau hafa heimild til að halda ráðningarsambandi við fiskvinnslufólkið og fengið mótframlag frá atvinnuleysistryggingasjóði og haldið þannig fólki í ráðningasambandi og greitt þeim grunnlaunin,“ segir Vilhjálmur og bendir á að fiskvinnslufólkið verði alltaf fyrir tekjutapi þar sem það sé með bónus en tekjutapið verði enn meira fari það á hráar stvinnuleysisbætur. Þá gefur Vilhjálmur lítið fyrir orð Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, í Viðskiptablaðinu í gær um að það lægi beinast við að forstjórar og framkvæmdastjórar færu næst í verkfall þar sem tekjur sjómanna séu ekki víðs fjarri.Sjá: „Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en laun lækna.“„Þessi skrif voru alveg með ólíkindum,“ segir Vilhjálmur. „Staðan er einfaldlega þannig ef við skoðum hver meðallaun frystitogarasjómanna og þeirra sem eru á ísfiskstogurum þá kemur í ljós að tekjur þeirra árið 2015 voru ekki 2,3 milljónir að meðaltali heldur rétt rúm 1,1 milljón. Þannig að hér er mikill munur á milli,“ segir Vilhjálmur. „En í dag eru þessi meðallaun, árið 2016, komin niður í 990 þúsund krónur,“ og vísar hann í iðgjaldaskrána innan Verkalýðsfélags Akraness. Þegar orlof sé þá dregið frá séu sjómenn komnir niður fyrir 800 þúsund krónur. „Þessu til viðbótar þurfa sjómenn að standa straum af netkostnaði um borð í skipunum, þeir þurfa að borga hlut í fæðinu og vinnufatnaði. Þannig að þetta eru nú öll þau ofurlaun sem talað er um að sjómenn á Íslandi fái í dag,“ segir hann.Uppsagnir eftir landshlutumCreate column charts Verkfall sjómanna Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Sjá meira
Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. Af þeim umsóknum hafa 989 verð samþykktar. Þetta staðfestir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar í samtali við fréttastofu. 36 fyrirtæki í fiskvinnslu hafa þar sagt upp fleiri en tveimur starfsmönnum. Þá hefur Samherji sagt upp flestum, eða 127 manns. Þar á eftir kemur Íslenskt sjávarfang sem hefur sagt upp 80 og Útgerðarfélag Akureyringa næst með 79 manns. Flestum hefur verið sagt upp á norðurlandi eystra og suðurlandi. Reiknað er með að heildarfjöldinn nái 1200 í janúar og þýðir það að útgjaldaaukning Vinnumálastofnunar verði alls hálfur milljarður vegna þessara einstaklinga og annarra þátta. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir útgerðarmenn sýna of mikla hörku í deilunni sem sé komin á núllpunkt eftir fundarhöld sjómannaforystunnar og útgerðarinnar í gær.Frá fundi deiluaðila hjá Ríkissáttarsemjara í gær. Vilhjálmur er annar frá vinstri.Vísir/Stefán„Ég skal alveg viðurkenna það fúslega að miðað við fundinn í gær líst mér lítið á þetta eins og staðan er í dag,“ segir Vilhjálmur „Það liggur fyrir að þeir höfnuðu öllum okkar kröfum á fundinum í gær og vildu í rauninni byrja á núllpunkti og drógu fram sínar kröfur frá því þegar kjarasamningar voru fyrst lausir. Þannig að staðan er afar þing, það er alveg ljóst.“ Hann segir útgerðina fara illa með starfsfólk sitt í fiskvinnslu og að til séu aðrar leiðir en að hreinlega segja fólkinu upp. „Það er alveg ljóst að þetta er farið að hafa veruleg áhrif á fiskvinnslufólk. Það er verið að setja þetta fólk á atvinnuleysisbætur og ég harma það að fiskvinnslufyrirtækin séu að gera það því að þau hafa heimild til að halda ráðningarsambandi við fiskvinnslufólkið og fengið mótframlag frá atvinnuleysistryggingasjóði og haldið þannig fólki í ráðningasambandi og greitt þeim grunnlaunin,“ segir Vilhjálmur og bendir á að fiskvinnslufólkið verði alltaf fyrir tekjutapi þar sem það sé með bónus en tekjutapið verði enn meira fari það á hráar stvinnuleysisbætur. Þá gefur Vilhjálmur lítið fyrir orð Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, í Viðskiptablaðinu í gær um að það lægi beinast við að forstjórar og framkvæmdastjórar færu næst í verkfall þar sem tekjur sjómanna séu ekki víðs fjarri.Sjá: „Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en laun lækna.“„Þessi skrif voru alveg með ólíkindum,“ segir Vilhjálmur. „Staðan er einfaldlega þannig ef við skoðum hver meðallaun frystitogarasjómanna og þeirra sem eru á ísfiskstogurum þá kemur í ljós að tekjur þeirra árið 2015 voru ekki 2,3 milljónir að meðaltali heldur rétt rúm 1,1 milljón. Þannig að hér er mikill munur á milli,“ segir Vilhjálmur. „En í dag eru þessi meðallaun, árið 2016, komin niður í 990 þúsund krónur,“ og vísar hann í iðgjaldaskrána innan Verkalýðsfélags Akraness. Þegar orlof sé þá dregið frá séu sjómenn komnir niður fyrir 800 þúsund krónur. „Þessu til viðbótar þurfa sjómenn að standa straum af netkostnaði um borð í skipunum, þeir þurfa að borga hlut í fæðinu og vinnufatnaði. Þannig að þetta eru nú öll þau ofurlaun sem talað er um að sjómenn á Íslandi fái í dag,“ segir hann.Uppsagnir eftir landshlutumCreate column charts
Verkfall sjómanna Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Sjá meira