Umfjöllun: Ísland - Danmörk 26-34 | Rassskelling í síðasta leiknum fyrir HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. janúar 2017 21:00 Arnór Þór Gunnarsson, hægri hornamaður Íslands. vísir/ernir Ísland steinlá fyrir Danmörku, 26-34, í síðasta leiknum í Bygma bikarnum í handbolta í Árósum í kvöld. Þetta var síðasti leikur liðanna fyrir HM í Frakklandi sem hefst á miðvikudaginn. Ólympíumeistarar Dana höfðu mikla yfirburði í leiknum og sigur þeirra var aldrei í hættu. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar líta afar vel út og eru líklegir til afreka á HM. Íslenska liðið byrjaði leikinn illa, eins og alla leikina í Bygma bikarnum. Eftir 11 mínútna leik var staðan 4-9, Dönum í vil og eftir það var róðurinn þungur. Sóknarleikurinn gekk erfiðlega gegn framliggjandi vörn Dana sem voru fljótir að refsa með mörkum úr hraðaupphlaupum. Og líkt og í öllum leikjunum á mótinu vörðu íslensku markverðirnir varla skot fyrstu 15 mínúturnar. Á meðan var Niklas Landin í góðum gír í marki Dana og varði 12 skot í fyrri hálfleik (55%). Skyttur íslenska liðsins voru óvirkar í fyrri hálfleik og langt fram eftir leik. Ólafur Guðmundsson skoraði sitt eina mark tveimur mínútum fyrir leikslok á meðan Rúnar Kárason skoraði sex mörk á síðustu 20 mínútum. Ekkert kom heldur út úr Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Arnóri Atlasyni og Janus Daði Smárason átti erfitt uppdráttar. Danir voru átta mörkum yfir í hálfleik, 11-19, og strax í upphafi seinni hálfleik var munurinn kominn upp í 10 mörk, 11-21. Íslenska liðið sýndi loksins lit í stöðunni 14-23. Íslendingar skoruðu þá fjögur mörk í röð og minnkuðu muninn í fimm mörk, 18-23. En svo fór allt í sama farið aftur. Danir stigu á bensíngjöfina og náðu afgerandi forskoti á nýjan leik. Á endanum munaði átta mörkum á liðunum, 26-34. Rúnar var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk. Guðjón Valur Sigurðsson kom næstur með fimm mörk og Gunnar Steinn Jónsson skoraði fjögur mörk úr jafnmörgum skotum. Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Fleiri fréttir Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Sjá meira
Ísland steinlá fyrir Danmörku, 26-34, í síðasta leiknum í Bygma bikarnum í handbolta í Árósum í kvöld. Þetta var síðasti leikur liðanna fyrir HM í Frakklandi sem hefst á miðvikudaginn. Ólympíumeistarar Dana höfðu mikla yfirburði í leiknum og sigur þeirra var aldrei í hættu. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar líta afar vel út og eru líklegir til afreka á HM. Íslenska liðið byrjaði leikinn illa, eins og alla leikina í Bygma bikarnum. Eftir 11 mínútna leik var staðan 4-9, Dönum í vil og eftir það var róðurinn þungur. Sóknarleikurinn gekk erfiðlega gegn framliggjandi vörn Dana sem voru fljótir að refsa með mörkum úr hraðaupphlaupum. Og líkt og í öllum leikjunum á mótinu vörðu íslensku markverðirnir varla skot fyrstu 15 mínúturnar. Á meðan var Niklas Landin í góðum gír í marki Dana og varði 12 skot í fyrri hálfleik (55%). Skyttur íslenska liðsins voru óvirkar í fyrri hálfleik og langt fram eftir leik. Ólafur Guðmundsson skoraði sitt eina mark tveimur mínútum fyrir leikslok á meðan Rúnar Kárason skoraði sex mörk á síðustu 20 mínútum. Ekkert kom heldur út úr Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Arnóri Atlasyni og Janus Daði Smárason átti erfitt uppdráttar. Danir voru átta mörkum yfir í hálfleik, 11-19, og strax í upphafi seinni hálfleik var munurinn kominn upp í 10 mörk, 11-21. Íslenska liðið sýndi loksins lit í stöðunni 14-23. Íslendingar skoruðu þá fjögur mörk í röð og minnkuðu muninn í fimm mörk, 18-23. En svo fór allt í sama farið aftur. Danir stigu á bensíngjöfina og náðu afgerandi forskoti á nýjan leik. Á endanum munaði átta mörkum á liðunum, 26-34. Rúnar var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk. Guðjón Valur Sigurðsson kom næstur með fimm mörk og Gunnar Steinn Jónsson skoraði fjögur mörk úr jafnmörgum skotum.
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Fleiri fréttir Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Sjá meira