„Ég lít á þetta starf fyrst og síðast að koma réttum upplýsingum á framfæri“ Birgir Olgeirsson skrifar 8. janúar 2017 11:19 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Vísir „Ég lít á þetta starf fyrst og síðast að koma réttum upplýsingum á framfæri og réttum upplýsingum til þeirra sem taka ákvarðanir, réttum upplýsingum í opinbera umræðu. Það er það sem starf hagsmunasamtaka gengur út á,“ sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hún sjávarútvegsmálin, stöðu kjaramála og hvers vegna hún ákvað að taka að sér starf framkvæmdastjóra svona öflugra hagsmunasamtaka sem SFS eru. Hún sagði starfið felast aðallega í því að notast sé við réttar upplýsingar alla daga þegar ákvarðanir eru teknar. Kristján Kristjánsson, þáttastjórnandi Sprengisands, spurði Heiðrúnu Lind í kjölfarið hvort ekki væri umdeilanlegt hvað séu réttar upplýsingar? Heiðrún Lind sagði menn geta vissulega haft misjafnar skoðanir á sjávarútvegskerfinu og Íslendingar hafi miklar skoðanir og eigi að gera það, enda sjávarútvegurinn stór hluti af íslensku samfélagi. „En ég lít svo á að við séum séum að safna saman upplýsingum og koma þeim í réttan farveg og á framfæri.“Grein vakti mikla athygli Grein Heiðrúnar, Kjarabaráta þeirra hæst launuðu, sem birtist í Viðskiptablaðinu á fimmtudag og fjallaði um laun sjómanna vakti mikla athygli. Þar sagði hún að meðaltekjur sjómanna hafi hækkað úr 2,1 milljón króna á mánuði árið 2014 í 2,3 milljónir króna í fyrra. Sagði hún laun sjómanna vera hærri en lækna og sagði að forstjórar fjármálafyrirækja hljóti að fara fram á launahækkun ef sjómenn ná fram sínum ítrustu kröfum og sjómannaverkfallið leysist. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði í grein á vef félagsins þennan samanburð Heiðrúnar vera með miklum ólíkindum því þessi meðallaun sem Heiðrún nefndi séu í engu samræmi við þau laun sem háseta á ísfirsktogurum og frystiskipum hafa. Vilhjálmur sagði þessi vinnubrögð til skammar því þarna sé ýjað að því að þetta séu meðallaun háseta sem eru í verkfalli en Vilhjálmur sagði þau eiga við tekjuhæsta sjómenn Íslands, skipstjóra og yfirvélstjóra og annarra yfirmanna á fiskiskipum sem ekki eru í verkfalli.Ekki óleysanlegt verkefni Í Sprengisandi í morgun var Heiðrún spurð út í kjaradeilur sjómanna og útgerðarmanna. Hún sagði verkefnið snúið en taldið það ekki óleysanlegt. „Auðvitað er miður að sjómenn hafi fellt samning í tvígang og það verður erfiðara í þriðja sinni að finna leiðir til að koma til móts við þessa afstöðu sjómanna. En það er auðvitað það sem við erum að reyna og í það minnsta finnst mér enn viðræðurnar vera þannig að það er eindreginn vilji allra aðila að sýna ábyrgð og ná að lenda samningi,“ sagði Heiðrún. Hún sagði hins vegar ástandið í dag ekki heppilegt til að ná samning vegna verulegrar styrkingu krónunnar sem hefur áhrif á tekjur útgerða og laun sjómanna til hins verra. Þá sé samningaviðræður erfiðar því ekki sé búið að mynda ríkisstjórn og því ekki vitað hvaða gjöld verða lögð á greinina til framtíðar. Hún minnti einnig á að í hefðbundnum kjaraviðræðum sé rætt um föst laun en í kjaraviðræðum sjómanna sé það öðruvísi farið því þar er deilt um hlutaskiptakerfi. „Menn eiga afla saman sem er tekinn upp úr sjó og hvernig ætlum við að skipta kostnaðinum sem fer í að ná í þenna afla. Þetta er það sem tekist er á um,“ sagði Heiðrún.Hægt er að hlusta á viðtalið í heild hér fyrir fyrir neðan: Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Yfir þúsund uppsagnir í fiskvinnslu: Formaður VLFA undrast skrif Heiðrúnar og segir útgerðina fara illa með starfsfólk Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. 6. janúar 2017 12:30 Smurði milljón krónum á hásetahlutinn Vilhjálmur Birgisson gagnrýnir grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur í Viðskiptablaðinu harðlega. 7. janúar 2017 07:00 Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en lækna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), skrifar aðsenda grein í Viðskiptablaðið í dag þar sem hún bendir á að meðaltekjur sjómanna hækkuðu úr 2,1 milljón króna á mánuði árið 2014 í 2,3 milljónir á mánuði í fyrra. 5. janúar 2017 11:23 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
„Ég lít á þetta starf fyrst og síðast að koma réttum upplýsingum á framfæri og réttum upplýsingum til þeirra sem taka ákvarðanir, réttum upplýsingum í opinbera umræðu. Það er það sem starf hagsmunasamtaka gengur út á,“ sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hún sjávarútvegsmálin, stöðu kjaramála og hvers vegna hún ákvað að taka að sér starf framkvæmdastjóra svona öflugra hagsmunasamtaka sem SFS eru. Hún sagði starfið felast aðallega í því að notast sé við réttar upplýsingar alla daga þegar ákvarðanir eru teknar. Kristján Kristjánsson, þáttastjórnandi Sprengisands, spurði Heiðrúnu Lind í kjölfarið hvort ekki væri umdeilanlegt hvað séu réttar upplýsingar? Heiðrún Lind sagði menn geta vissulega haft misjafnar skoðanir á sjávarútvegskerfinu og Íslendingar hafi miklar skoðanir og eigi að gera það, enda sjávarútvegurinn stór hluti af íslensku samfélagi. „En ég lít svo á að við séum séum að safna saman upplýsingum og koma þeim í réttan farveg og á framfæri.“Grein vakti mikla athygli Grein Heiðrúnar, Kjarabaráta þeirra hæst launuðu, sem birtist í Viðskiptablaðinu á fimmtudag og fjallaði um laun sjómanna vakti mikla athygli. Þar sagði hún að meðaltekjur sjómanna hafi hækkað úr 2,1 milljón króna á mánuði árið 2014 í 2,3 milljónir króna í fyrra. Sagði hún laun sjómanna vera hærri en lækna og sagði að forstjórar fjármálafyrirækja hljóti að fara fram á launahækkun ef sjómenn ná fram sínum ítrustu kröfum og sjómannaverkfallið leysist. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði í grein á vef félagsins þennan samanburð Heiðrúnar vera með miklum ólíkindum því þessi meðallaun sem Heiðrún nefndi séu í engu samræmi við þau laun sem háseta á ísfirsktogurum og frystiskipum hafa. Vilhjálmur sagði þessi vinnubrögð til skammar því þarna sé ýjað að því að þetta séu meðallaun háseta sem eru í verkfalli en Vilhjálmur sagði þau eiga við tekjuhæsta sjómenn Íslands, skipstjóra og yfirvélstjóra og annarra yfirmanna á fiskiskipum sem ekki eru í verkfalli.Ekki óleysanlegt verkefni Í Sprengisandi í morgun var Heiðrún spurð út í kjaradeilur sjómanna og útgerðarmanna. Hún sagði verkefnið snúið en taldið það ekki óleysanlegt. „Auðvitað er miður að sjómenn hafi fellt samning í tvígang og það verður erfiðara í þriðja sinni að finna leiðir til að koma til móts við þessa afstöðu sjómanna. En það er auðvitað það sem við erum að reyna og í það minnsta finnst mér enn viðræðurnar vera þannig að það er eindreginn vilji allra aðila að sýna ábyrgð og ná að lenda samningi,“ sagði Heiðrún. Hún sagði hins vegar ástandið í dag ekki heppilegt til að ná samning vegna verulegrar styrkingu krónunnar sem hefur áhrif á tekjur útgerða og laun sjómanna til hins verra. Þá sé samningaviðræður erfiðar því ekki sé búið að mynda ríkisstjórn og því ekki vitað hvaða gjöld verða lögð á greinina til framtíðar. Hún minnti einnig á að í hefðbundnum kjaraviðræðum sé rætt um föst laun en í kjaraviðræðum sjómanna sé það öðruvísi farið því þar er deilt um hlutaskiptakerfi. „Menn eiga afla saman sem er tekinn upp úr sjó og hvernig ætlum við að skipta kostnaðinum sem fer í að ná í þenna afla. Þetta er það sem tekist er á um,“ sagði Heiðrún.Hægt er að hlusta á viðtalið í heild hér fyrir fyrir neðan:
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Yfir þúsund uppsagnir í fiskvinnslu: Formaður VLFA undrast skrif Heiðrúnar og segir útgerðina fara illa með starfsfólk Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. 6. janúar 2017 12:30 Smurði milljón krónum á hásetahlutinn Vilhjálmur Birgisson gagnrýnir grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur í Viðskiptablaðinu harðlega. 7. janúar 2017 07:00 Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en lækna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), skrifar aðsenda grein í Viðskiptablaðið í dag þar sem hún bendir á að meðaltekjur sjómanna hækkuðu úr 2,1 milljón króna á mánuði árið 2014 í 2,3 milljónir á mánuði í fyrra. 5. janúar 2017 11:23 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Yfir þúsund uppsagnir í fiskvinnslu: Formaður VLFA undrast skrif Heiðrúnar og segir útgerðina fara illa með starfsfólk Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. 6. janúar 2017 12:30
Smurði milljón krónum á hásetahlutinn Vilhjálmur Birgisson gagnrýnir grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur í Viðskiptablaðinu harðlega. 7. janúar 2017 07:00
Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en lækna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), skrifar aðsenda grein í Viðskiptablaðið í dag þar sem hún bendir á að meðaltekjur sjómanna hækkuðu úr 2,1 milljón króna á mánuði árið 2014 í 2,3 milljónir á mánuði í fyrra. 5. janúar 2017 11:23