
„Mér finnst gaman að blanda stílum saman. Stíllinn minn er allt frá því að vera klassískur og mínímalískur yfir í að vera sportlegur og töffaralegur.“
Er eitthvað sem þú myndi aldrei klæðast?
„Nei, í rauninni ekki. Stílinn minn breytist svo fljótt og fer algjörlega eftir árstíð, staðsetningu og líðan. Sem dæmi, þá sagðist ég fyrir tveimur árum aldrei ætla að klæðast útvíðum buxum, en í dag elska ég þær.“
Áttu þér tískufyrirmyndir?
„Veneda Anastasia, Maja Wyh og að sjálfsögðu Olsen-systurnar, þær eru alltaf í mjög töff klæðnaði.“
Uppáhaldsflík?
„Ég verð að segja UNIF-skórnir mínir, þeir passa við allt.“
Hvaða fatabúðir eru í uppáhaldi?
„Hér heima eru það Zara og Spúútnik en erlendis er það Cos, Weekday og Urban Outfitters.“
Hvað er svo á óskalistanum?
„Jensen Black-skór frá Acne Studios og fallegur pels.“