Barn á leikskólaaldri hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2017 15:47 Skot úr myndbandinu hjá Huga rétt fyrir klukkan eitt í dag. Stelpan í bleiku buxunum slapp með skrekkinn þegar alda náði til hennar skömmu eftir að myndbandið var tekið. Hugi R. Ingibjartsson Hugi R. Ingibjartsson, leiðsögumaður, varð vitni að því í Reynisfjöru í dag þegar stúlkubarn, á að giska þriggja ára, var næstum tekið af öldu. Barnið var eftirlitslaust en mínútum áður hafði Hugi tekið upp myndband þar sem stúlkan var í stuðlaberginu ásamt móður sinni og systkini.Atvikið varð á milli klukkan hálf eitt og eitt í dag en rúmri klukkustund síðar barst lögreglu tilkynning um konu sem farið hefði í sjóinn við Kirkjufjöru, nærri Dyrhólaey. Hún fannst í sjónum eftir töluverða leit en eiginmaður hennar og tvö börn sluppu með skrekkinn. Ekki fást upplýsingar um líðan konunnar sem var lengi í sjónum.„Ég sá stelpuna skola niður í fjöruna. Svo greipa allt í einu maður í hana. Þetta hefur verið svona tíu metrum frá mér,“ segir Hugi sem var með hóp ferðamanna á Suðurlandinu í dag. Hann segist hafa tekið eftir stelpunni skömmu fyrr þegar hann var í beinni útsendingu á Facebook úr fjörunni.Nýja skiltið sem hannað var af verkfræðistofunni EFLU.Myndbandið má sjá hér að neðan en stelpan birtist með mömmu sinni eftir um átta mínútur. Nokkrum augnablikum síðar munaði minnstu að aldan tæki hana. Hugi er sannfærður að hefði árvökull maður ekki gripið í stelpuna væri hún farin.Öllum Íslendingum ætti að vera kunnugt um hættuna sem er fyrir hendi í Reynisfjöru. Kínverskur ferðamaður lét lífið í fjörunni í febrúar í fyrra og fleiri hafa tínt lífi. Þá hafa margir komist í hann krappann en öldur geta komið því sem næst upp úr þurru og tekið með sér fólk. Brugðist hefur verið við með því að setja upp betri skilti á svæðinu, nú síðast í október. Skiltið má sjá hér að neðan. Hugi segir að á leiðinni úr Reynisfjöru nokkru síðar hafi lögreglu borið að garði vegna hins slyssins í fjörunni í dag. Hann segir verst að hann hafi ekki náð myndbandi af því þegar stúlkan fór næstum með öldunni enda ljóst að slíkt hefði haft nauðsynlegt forvarnargildi. Björgunarsveitarmenn munu standa vaktina í Reynisfjöru í dag og fram á kvöld.Uppfært 10. janúar klukkan 19:30 Myndbandið hefur verið fjarlægt að ósk Huga. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Manns leitað sem fór í sjóinn við Reynisfjöru Björgunarsveitir ásamt lögreglunni á Suðurlandi hafa verið kallaðar út eftir að tilkynning barst um mann sem fór í sjóinn við Reynisfjöru. 9. janúar 2017 13:14 Öll fjölskyldan fór í sjóinn við Kirkjufjöru Verið er að flytja konu á fimmtugsaldri, sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru, á Landspítalann. 9. janúar 2017 14:46 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Hugi R. Ingibjartsson, leiðsögumaður, varð vitni að því í Reynisfjöru í dag þegar stúlkubarn, á að giska þriggja ára, var næstum tekið af öldu. Barnið var eftirlitslaust en mínútum áður hafði Hugi tekið upp myndband þar sem stúlkan var í stuðlaberginu ásamt móður sinni og systkini.Atvikið varð á milli klukkan hálf eitt og eitt í dag en rúmri klukkustund síðar barst lögreglu tilkynning um konu sem farið hefði í sjóinn við Kirkjufjöru, nærri Dyrhólaey. Hún fannst í sjónum eftir töluverða leit en eiginmaður hennar og tvö börn sluppu með skrekkinn. Ekki fást upplýsingar um líðan konunnar sem var lengi í sjónum.„Ég sá stelpuna skola niður í fjöruna. Svo greipa allt í einu maður í hana. Þetta hefur verið svona tíu metrum frá mér,“ segir Hugi sem var með hóp ferðamanna á Suðurlandinu í dag. Hann segist hafa tekið eftir stelpunni skömmu fyrr þegar hann var í beinni útsendingu á Facebook úr fjörunni.Nýja skiltið sem hannað var af verkfræðistofunni EFLU.Myndbandið má sjá hér að neðan en stelpan birtist með mömmu sinni eftir um átta mínútur. Nokkrum augnablikum síðar munaði minnstu að aldan tæki hana. Hugi er sannfærður að hefði árvökull maður ekki gripið í stelpuna væri hún farin.Öllum Íslendingum ætti að vera kunnugt um hættuna sem er fyrir hendi í Reynisfjöru. Kínverskur ferðamaður lét lífið í fjörunni í febrúar í fyrra og fleiri hafa tínt lífi. Þá hafa margir komist í hann krappann en öldur geta komið því sem næst upp úr þurru og tekið með sér fólk. Brugðist hefur verið við með því að setja upp betri skilti á svæðinu, nú síðast í október. Skiltið má sjá hér að neðan. Hugi segir að á leiðinni úr Reynisfjöru nokkru síðar hafi lögreglu borið að garði vegna hins slyssins í fjörunni í dag. Hann segir verst að hann hafi ekki náð myndbandi af því þegar stúlkan fór næstum með öldunni enda ljóst að slíkt hefði haft nauðsynlegt forvarnargildi. Björgunarsveitarmenn munu standa vaktina í Reynisfjöru í dag og fram á kvöld.Uppfært 10. janúar klukkan 19:30 Myndbandið hefur verið fjarlægt að ósk Huga.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Manns leitað sem fór í sjóinn við Reynisfjöru Björgunarsveitir ásamt lögreglunni á Suðurlandi hafa verið kallaðar út eftir að tilkynning barst um mann sem fór í sjóinn við Reynisfjöru. 9. janúar 2017 13:14 Öll fjölskyldan fór í sjóinn við Kirkjufjöru Verið er að flytja konu á fimmtugsaldri, sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru, á Landspítalann. 9. janúar 2017 14:46 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Manns leitað sem fór í sjóinn við Reynisfjöru Björgunarsveitir ásamt lögreglunni á Suðurlandi hafa verið kallaðar út eftir að tilkynning barst um mann sem fór í sjóinn við Reynisfjöru. 9. janúar 2017 13:14
Öll fjölskyldan fór í sjóinn við Kirkjufjöru Verið er að flytja konu á fimmtugsaldri, sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru, á Landspítalann. 9. janúar 2017 14:46