Sigmundur fékk mörg hundruð atkvæði frá Bangladess Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. desember 2016 13:40 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kosinn maður ársins á Útvarpi Sögu. vísir/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vann kosningu um Mann ársins á Rás 2 út á atkvæði frá erlendum IP-tölum. Það komst þó upp áður en úrslitin voru kunngjörð og eftir endurtalningu stóðu björgunarsveitir Landsbjargar uppi sem sigurvegarar. Sigmundur hafnaði í þriðja sæti. Heimildir fréttastofu herma að mörg hundruð atkvæði hafi borist í gegnum IP-tölur frá Bangladess, en kosningin fór fram í gegnum vef Ríkisútvarpsins. Fleiri fengu hins vegar einnig atkvæði erlendis frá, en enginn eins mörg og Sigmundur. Ingólfur Bjarni Sigfússon, framkvæmdastjóri nýmiðlasviðs RÚV, sagðist ekki geta tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann staðfesti hins vegar að verið væri að skoða hvort eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað í kosningunni. Aðspurður sagði hann að þau atkvæði sem teljist óeðlileg verði sjálfkrafa ógild. Sigmundur Davíð greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gær að hann hefði fengið símtal frá Ríkisútvarpinu þar sem hann hefði verið beðinn um að taka við viðurkenningu sem maður ársins. Það hafi hins vegar breyst eftir endurtalningu en sagðist sáttur við að björgunarsveitirnar hefðu hreppt nafnbótina, enda séu þær helsta stolt Íslendinga. Sigmundur Davíð var valinn maður ársins á Útvarpi Sögu í vikunni. Alls bárust 20 þúsund gild atkvæði í kosningunni en tilkynnt var um sigurvegarann í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær. Annað sætið hreppti Jóhannes KR. Kristjánsson og Sigmundur Davíð í þriðja sætið. Niðurstöðunnar hafði verið beðið með óvenju mikilli eftirvæntingu vegna deilna Sigmundar Davíðs við RÚV vegna þess sem hann telur ósanngjarna umfjöllun um sig á árinu sem senn er að líða. Er hann sérstaklega ósáttur við umfjöllun í tengslum við félagið Wintris. Jóhannes Kr. hélt utan um umfjöllun Reykjavík Media í samstarfi við Kastljós og sænska ríkisútvarpið við úrvinnslu gagna úr Panama-lekanum þaðan sem upplýsingarnar um umrætt félag komu fram. Sigmundur hefur farið fram á afsökunarbeiðni frá RÚV, sem stendur við allan sinn flutning. Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fær enga afsökunarbeiðni Upplýsingarnar sem fram komu í umfjöllun um Panamaskjölin standa og hafa ekki verið hraktar. Því fær Sigmundur Davíð Gunnlaugsson enga afsökunarbeiðni frá Ríkisútvarpinu. 29. desember 2016 12:26 Sigmundur Davíð hvetur fólk til að kjósa mann ársins á Rás 2 Þingmaður Framsóknarflokksins var valinn maður ársins í kosningu á Útvarpi Sögu. 28. desember 2016 17:30 Björgunarsveitirnar maður ársins á Rás 2 Jóhannes Kr. Kristjánsson hafnaði í öðru sæti í kjörinu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson varð þriðji. 30. desember 2016 18:22 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vann kosningu um Mann ársins á Rás 2 út á atkvæði frá erlendum IP-tölum. Það komst þó upp áður en úrslitin voru kunngjörð og eftir endurtalningu stóðu björgunarsveitir Landsbjargar uppi sem sigurvegarar. Sigmundur hafnaði í þriðja sæti. Heimildir fréttastofu herma að mörg hundruð atkvæði hafi borist í gegnum IP-tölur frá Bangladess, en kosningin fór fram í gegnum vef Ríkisútvarpsins. Fleiri fengu hins vegar einnig atkvæði erlendis frá, en enginn eins mörg og Sigmundur. Ingólfur Bjarni Sigfússon, framkvæmdastjóri nýmiðlasviðs RÚV, sagðist ekki geta tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann staðfesti hins vegar að verið væri að skoða hvort eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað í kosningunni. Aðspurður sagði hann að þau atkvæði sem teljist óeðlileg verði sjálfkrafa ógild. Sigmundur Davíð greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gær að hann hefði fengið símtal frá Ríkisútvarpinu þar sem hann hefði verið beðinn um að taka við viðurkenningu sem maður ársins. Það hafi hins vegar breyst eftir endurtalningu en sagðist sáttur við að björgunarsveitirnar hefðu hreppt nafnbótina, enda séu þær helsta stolt Íslendinga. Sigmundur Davíð var valinn maður ársins á Útvarpi Sögu í vikunni. Alls bárust 20 þúsund gild atkvæði í kosningunni en tilkynnt var um sigurvegarann í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær. Annað sætið hreppti Jóhannes KR. Kristjánsson og Sigmundur Davíð í þriðja sætið. Niðurstöðunnar hafði verið beðið með óvenju mikilli eftirvæntingu vegna deilna Sigmundar Davíðs við RÚV vegna þess sem hann telur ósanngjarna umfjöllun um sig á árinu sem senn er að líða. Er hann sérstaklega ósáttur við umfjöllun í tengslum við félagið Wintris. Jóhannes Kr. hélt utan um umfjöllun Reykjavík Media í samstarfi við Kastljós og sænska ríkisútvarpið við úrvinnslu gagna úr Panama-lekanum þaðan sem upplýsingarnar um umrætt félag komu fram. Sigmundur hefur farið fram á afsökunarbeiðni frá RÚV, sem stendur við allan sinn flutning.
Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fær enga afsökunarbeiðni Upplýsingarnar sem fram komu í umfjöllun um Panamaskjölin standa og hafa ekki verið hraktar. Því fær Sigmundur Davíð Gunnlaugsson enga afsökunarbeiðni frá Ríkisútvarpinu. 29. desember 2016 12:26 Sigmundur Davíð hvetur fólk til að kjósa mann ársins á Rás 2 Þingmaður Framsóknarflokksins var valinn maður ársins í kosningu á Útvarpi Sögu. 28. desember 2016 17:30 Björgunarsveitirnar maður ársins á Rás 2 Jóhannes Kr. Kristjánsson hafnaði í öðru sæti í kjörinu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson varð þriðji. 30. desember 2016 18:22 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Sigmundur Davíð fær enga afsökunarbeiðni Upplýsingarnar sem fram komu í umfjöllun um Panamaskjölin standa og hafa ekki verið hraktar. Því fær Sigmundur Davíð Gunnlaugsson enga afsökunarbeiðni frá Ríkisútvarpinu. 29. desember 2016 12:26
Sigmundur Davíð hvetur fólk til að kjósa mann ársins á Rás 2 Þingmaður Framsóknarflokksins var valinn maður ársins í kosningu á Útvarpi Sögu. 28. desember 2016 17:30
Björgunarsveitirnar maður ársins á Rás 2 Jóhannes Kr. Kristjánsson hafnaði í öðru sæti í kjörinu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson varð þriðji. 30. desember 2016 18:22