Einstakt EM-ár hjá einni þjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2016 06:00 Evrópumeistararnir okkar; Dagur Sigurðsson og Þórir Hergeirsson. vísir/getty/afp Íslenskir handboltaþjálfarar halda áfram að gera það gott og tókst að gera árið 2016 að því besta til þessa. Fjögur gull voru í boði á stórmótum ársins og íslenskir þjálfarar náðu þremur þeirra. Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum í ágúst en tveir aðrir þjálfarar voru að skila flottum árangri á báðum stórmótum ársins. Þórir Hergeirsson og Dagur Sigurðsson áttu báðir magnað og um margt keimlíkt ár þar sem þeir stýrðu landsliðum sínum í verðlaunasæti á tveimur stórmótum. Þórir og Dagur eiga það líka sameiginlegt að þeir stýrðu landsliði sem þeir bjuggu til, Dagur með því að hreinsa vel til innan þýska landsliðshópsins og hrista vel upp í hlutunum en Þórir með áralangri uppbyggingu norska kvennalandsliðsins.graf/guðmundur snærÞað bjuggust ekki margir við miklu af þýska karlalandsliðinu þegar það mætti vængbrotið til leiks á EM í Póllandi í janúar. Liðið var án margra lykilmanna og þar á meðal voru hornamennirnir Uwe Gensheimer fyrirliði og Patrick Groetzki sem höfðu farið fyrir liðinu á fyrsta stórmóti þess undir stjórn Dags. Dagur fann nýja menn og breikkaði um leið hópinn fyrir komandi verkefni. Þrátt fyrir öll forföllin og tap fyrir Spáni í fyrsta leik þá tókst Degi á aðdáunarverðan hátt að snúa vörn í sókn og búa til meistaralið sem vann síðustu sjö leiki sína á mótinu. Liðið endaði á sannfærandi sjö marka sigri á Spáni og sýndi þá hvað það hafði vaxið og dafnað frá því í tapinu í fyrsta leik. Dagur mætti með talsvert meiri væntingar og jafnframt með flesta lykilmenn heila á Ólympíuleikana. Það stefndi í mögulegan Íslendingaslag í úrslitaleiknum en Þjóðverjum tókst ekki að komast í gegnum tvöfalda Ólympíumeistara Frakka í undanúrslitunum. Þýska liðið vann bronsið sannfærandi eftir sigur á Pólverjum og Guðmundur Guðmundsson sá svo um að stoppa sigurgöngu Frakkanna í úrslitaleiknum. Undir stjórn Þóris Hergeirssonar unnu norsku stelpurnar alla átta leiki sína á Evrópumótinu í Svíþjóð, þar á meðal sigur á báðum liðunum sem spiluðu til úrslita á Ólympíuleikunum í Ríó.Dagur Sigurðsson vann til tvennra verðlauna á árinu.vísir/epaNorska liðið varð þá að sætta sig við bronsverðlaunin eftir tap í dramatískri framlengingu á móti verðandi Ólympíumeisturum Rússa. Norska liðið kom til baka eftir vonbrigðin og vann sannfærandi sigur í bronsleiknum. Liðið kláraði síðan alla átta leiki sína á EM og þrátt fyrir fimm gullverðlaun undir stjórn Þóris á síðustu sex árum þá var þetta í fyrsta sinn sem liðið vinnur alla leiki sína á stórmóti eftir að hann tók við sem aðalþjálfari. Samanlagt stýrðu þeir Dagur og Þórir landsliðum sínum til sigurs í 27 af 32 leikjum á stórmótunum tveimur á árinu 2016. Íslensku þjálfararnir tveir fögnuðu sigri í 84 prósent leikjanna á EM og ÓL sem er mögnuð tölfræði.* Heilt yfir eru íslenskir þjálfarar nú handhafar fjögurra af sex stórmótatitlum í boði en það er aðeins heimsmeistaragull karla (Frakkland 2015) og Ólympíugull kvenna (Rússland 2016) sem standa út af borðinu. Guðmundur Guðmundsson (Danmörk) og Dagur Sigurðsson (Þýskaland) stýra báðir sínum landsliðum í síðasta sinn á HM í Frakklandi í byrjun næsta árs og gætu því bætt úr því.Þórir Hergeirsson er ríkjandi heims- og Evrópumeistari.vísir/afpÞjálfarar Evrópumeistaraliða í handbolta2016 Karlar: Þýskaland (Dagur Sigurðsson, Ísland) Konur: Noregur (Þórir Hergeirsson, Ísland)2014 Karlar: Frakkland (Claude Onesta, Frakkland) Konur: Noregur (Þórir Hergeirsson, Ísland)2012 Karlar: Danmörk (Ulrik Wilbek, Danmörk) Konur: Svartfjallaland (Dragan Adzic, Svartfjallaland)2010 Karlar: Frakkland (Claude Onesta, Frakkland) Konur: Noregur (Þórir Hergeirsson, Ísland)2008 Karlar: Danmörk (Ulrik Wilbek, Danmörk) Konur: Noregur (Marit Breivik, Noregur)2006 Karlar: Frakkland (Claude Onesta, Frakkland) Konur: : Noregur (Marit Breivik, Noregur)2004 Karlar: Þýskaland (Heiner Brand, Þýskaland) Konur: Noregur (Marit Breivik, Noregur)2002 Karlar: Svíþjóð (Bengt Johansson, Svíþjóð) Konur: Danmörk (Jan Pytlick, Danmörk2000 Karlar: Svíþjóð (Bengt Johansson, Svíþjóð) Konur: Ungverjaland (Lajos Mocsai, Ungverjaland)1998 Karlar: Svíþjóð (Bengt Johansson, Svíþjóð) Konur: Noregur (Marit Breivik, Noregur)1996 Karlar: Rússland (Vladimir Maksimov, Rússland) Konur: Danmörk (Ulrik Wilbek, Danmörk)1994 Karlar: Svíþjóð (Bengt Johansson, Svíþjóð) Konur: Danmörk (Ulrik Wilbek, Danmörk) Fréttir ársins 2016 Íslenski handboltinn Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Íslenskir handboltaþjálfarar halda áfram að gera það gott og tókst að gera árið 2016 að því besta til þessa. Fjögur gull voru í boði á stórmótum ársins og íslenskir þjálfarar náðu þremur þeirra. Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum í ágúst en tveir aðrir þjálfarar voru að skila flottum árangri á báðum stórmótum ársins. Þórir Hergeirsson og Dagur Sigurðsson áttu báðir magnað og um margt keimlíkt ár þar sem þeir stýrðu landsliðum sínum í verðlaunasæti á tveimur stórmótum. Þórir og Dagur eiga það líka sameiginlegt að þeir stýrðu landsliði sem þeir bjuggu til, Dagur með því að hreinsa vel til innan þýska landsliðshópsins og hrista vel upp í hlutunum en Þórir með áralangri uppbyggingu norska kvennalandsliðsins.graf/guðmundur snærÞað bjuggust ekki margir við miklu af þýska karlalandsliðinu þegar það mætti vængbrotið til leiks á EM í Póllandi í janúar. Liðið var án margra lykilmanna og þar á meðal voru hornamennirnir Uwe Gensheimer fyrirliði og Patrick Groetzki sem höfðu farið fyrir liðinu á fyrsta stórmóti þess undir stjórn Dags. Dagur fann nýja menn og breikkaði um leið hópinn fyrir komandi verkefni. Þrátt fyrir öll forföllin og tap fyrir Spáni í fyrsta leik þá tókst Degi á aðdáunarverðan hátt að snúa vörn í sókn og búa til meistaralið sem vann síðustu sjö leiki sína á mótinu. Liðið endaði á sannfærandi sjö marka sigri á Spáni og sýndi þá hvað það hafði vaxið og dafnað frá því í tapinu í fyrsta leik. Dagur mætti með talsvert meiri væntingar og jafnframt með flesta lykilmenn heila á Ólympíuleikana. Það stefndi í mögulegan Íslendingaslag í úrslitaleiknum en Þjóðverjum tókst ekki að komast í gegnum tvöfalda Ólympíumeistara Frakka í undanúrslitunum. Þýska liðið vann bronsið sannfærandi eftir sigur á Pólverjum og Guðmundur Guðmundsson sá svo um að stoppa sigurgöngu Frakkanna í úrslitaleiknum. Undir stjórn Þóris Hergeirssonar unnu norsku stelpurnar alla átta leiki sína á Evrópumótinu í Svíþjóð, þar á meðal sigur á báðum liðunum sem spiluðu til úrslita á Ólympíuleikunum í Ríó.Dagur Sigurðsson vann til tvennra verðlauna á árinu.vísir/epaNorska liðið varð þá að sætta sig við bronsverðlaunin eftir tap í dramatískri framlengingu á móti verðandi Ólympíumeisturum Rússa. Norska liðið kom til baka eftir vonbrigðin og vann sannfærandi sigur í bronsleiknum. Liðið kláraði síðan alla átta leiki sína á EM og þrátt fyrir fimm gullverðlaun undir stjórn Þóris á síðustu sex árum þá var þetta í fyrsta sinn sem liðið vinnur alla leiki sína á stórmóti eftir að hann tók við sem aðalþjálfari. Samanlagt stýrðu þeir Dagur og Þórir landsliðum sínum til sigurs í 27 af 32 leikjum á stórmótunum tveimur á árinu 2016. Íslensku þjálfararnir tveir fögnuðu sigri í 84 prósent leikjanna á EM og ÓL sem er mögnuð tölfræði.* Heilt yfir eru íslenskir þjálfarar nú handhafar fjögurra af sex stórmótatitlum í boði en það er aðeins heimsmeistaragull karla (Frakkland 2015) og Ólympíugull kvenna (Rússland 2016) sem standa út af borðinu. Guðmundur Guðmundsson (Danmörk) og Dagur Sigurðsson (Þýskaland) stýra báðir sínum landsliðum í síðasta sinn á HM í Frakklandi í byrjun næsta árs og gætu því bætt úr því.Þórir Hergeirsson er ríkjandi heims- og Evrópumeistari.vísir/afpÞjálfarar Evrópumeistaraliða í handbolta2016 Karlar: Þýskaland (Dagur Sigurðsson, Ísland) Konur: Noregur (Þórir Hergeirsson, Ísland)2014 Karlar: Frakkland (Claude Onesta, Frakkland) Konur: Noregur (Þórir Hergeirsson, Ísland)2012 Karlar: Danmörk (Ulrik Wilbek, Danmörk) Konur: Svartfjallaland (Dragan Adzic, Svartfjallaland)2010 Karlar: Frakkland (Claude Onesta, Frakkland) Konur: Noregur (Þórir Hergeirsson, Ísland)2008 Karlar: Danmörk (Ulrik Wilbek, Danmörk) Konur: Noregur (Marit Breivik, Noregur)2006 Karlar: Frakkland (Claude Onesta, Frakkland) Konur: : Noregur (Marit Breivik, Noregur)2004 Karlar: Þýskaland (Heiner Brand, Þýskaland) Konur: Noregur (Marit Breivik, Noregur)2002 Karlar: Svíþjóð (Bengt Johansson, Svíþjóð) Konur: Danmörk (Jan Pytlick, Danmörk2000 Karlar: Svíþjóð (Bengt Johansson, Svíþjóð) Konur: Ungverjaland (Lajos Mocsai, Ungverjaland)1998 Karlar: Svíþjóð (Bengt Johansson, Svíþjóð) Konur: Noregur (Marit Breivik, Noregur)1996 Karlar: Rússland (Vladimir Maksimov, Rússland) Konur: Danmörk (Ulrik Wilbek, Danmörk)1994 Karlar: Svíþjóð (Bengt Johansson, Svíþjóð) Konur: Danmörk (Ulrik Wilbek, Danmörk)
Fréttir ársins 2016 Íslenski handboltinn Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn