Hryllingur á jólamarkaði í Berlín Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. desember 2016 06:45 Frá vettvangi. vísir/epa Minnst níu létust og um fimmtíu særðust þegar flutningabíll ók á hóp fólks á jólamarkaði í Berlín í gærkvöldi. Ökumaðurinn komst undan á hlaupum en var skömmu síðar handtekinn af lögreglu. Ekki er vitað hvort um óhapp var að ræða eða árás. „Sendiráðið hefur verið í sambandi við lögregluna og við vitum ekki betur en að allir Íslendingar séu hólpnir,“ segir Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í Þýskalandi. Sendiherrann ekur þarna fram hjá daglega og hafði verið með fjölskyldu sinni á þessum sama jólamarkaði í fyrradag. „Maður veit ekki hvað maður skal segja á svona stundum. Þetta er ömurlegt illvirki sem hefur í för með sér inngrip í líf svo margra.“ Atvikið átti sér stað á jólamarkaði í Charlottenburg-hverfinu í Berlín sem er í vesturhluta borgarinnar. Gatan er ein vinsælasta og stærsta verslunargata Berlínarborgar. Tveir voru í bílnum og var annar þeirra látinn. Talið er að hann hafi týnt lífi í árekstrinum. „Það eru bara allir í sjokki. Ég gekk þarna í gegn nokkrum mínútum áður en þetta átti sér stað,“ segir Jón Kári Hilmarsson en hann er staddur í borginni sem stendur. Hann hafi gengið í gegnum markaðinn en ákveðið að halda þaðan sökum hungurs. „Þegar ég kom af veitingastað, sem er þarna í hundrað metra fjarlægð, voru viðbragðsaðilar út um allt.“ Talsverður fjöldi Íslendinga er búsettur í Berlín eða staddur þar. Utanríkisráðuneytið hefur biðlað til fólks að láta aðstandendur vita, hafa samband við ráðuneytið eða sendiráð Íslands í Þýskalandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Utanríkisráðuneytið hvetur Íslendinga í Berlín til að láta vita af sér Engar upplýsingar hafa borist um að Íslendingar séu á meðal særðra eða látinna. 19. desember 2016 22:16 Björgunarstarfi er lokið í Berlín Níu manns létust í árásinni og 45 voru fluttir á sjúkrahús. 19. desember 2016 19:43 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Minnst níu létust og um fimmtíu særðust þegar flutningabíll ók á hóp fólks á jólamarkaði í Berlín í gærkvöldi. Ökumaðurinn komst undan á hlaupum en var skömmu síðar handtekinn af lögreglu. Ekki er vitað hvort um óhapp var að ræða eða árás. „Sendiráðið hefur verið í sambandi við lögregluna og við vitum ekki betur en að allir Íslendingar séu hólpnir,“ segir Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í Þýskalandi. Sendiherrann ekur þarna fram hjá daglega og hafði verið með fjölskyldu sinni á þessum sama jólamarkaði í fyrradag. „Maður veit ekki hvað maður skal segja á svona stundum. Þetta er ömurlegt illvirki sem hefur í för með sér inngrip í líf svo margra.“ Atvikið átti sér stað á jólamarkaði í Charlottenburg-hverfinu í Berlín sem er í vesturhluta borgarinnar. Gatan er ein vinsælasta og stærsta verslunargata Berlínarborgar. Tveir voru í bílnum og var annar þeirra látinn. Talið er að hann hafi týnt lífi í árekstrinum. „Það eru bara allir í sjokki. Ég gekk þarna í gegn nokkrum mínútum áður en þetta átti sér stað,“ segir Jón Kári Hilmarsson en hann er staddur í borginni sem stendur. Hann hafi gengið í gegnum markaðinn en ákveðið að halda þaðan sökum hungurs. „Þegar ég kom af veitingastað, sem er þarna í hundrað metra fjarlægð, voru viðbragðsaðilar út um allt.“ Talsverður fjöldi Íslendinga er búsettur í Berlín eða staddur þar. Utanríkisráðuneytið hefur biðlað til fólks að láta aðstandendur vita, hafa samband við ráðuneytið eða sendiráð Íslands í Þýskalandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Utanríkisráðuneytið hvetur Íslendinga í Berlín til að láta vita af sér Engar upplýsingar hafa borist um að Íslendingar séu á meðal særðra eða látinna. 19. desember 2016 22:16 Björgunarstarfi er lokið í Berlín Níu manns létust í árásinni og 45 voru fluttir á sjúkrahús. 19. desember 2016 19:43 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hvetur Íslendinga í Berlín til að láta vita af sér Engar upplýsingar hafa borist um að Íslendingar séu á meðal særðra eða látinna. 19. desember 2016 22:16
Björgunarstarfi er lokið í Berlín Níu manns létust í árásinni og 45 voru fluttir á sjúkrahús. 19. desember 2016 19:43