Árásarmaðurinn í Berlín sagður 23 ára Pakistani Atli Ísleifsson skrifar 20. desember 2016 08:17 Alls tólf eru látnir og 48 særðir eftir að maðurinn ók vörubíl inn í fjölfarinn jólamarkað í Charlottenburg-hverfinu í Berlín í gær. Vísir/AFP Þýska blaðið Die Welt greinir frá því að árásarmaðurinn í Berlín sé 23 ára maður frá Pakistan. Blaðið kallar hann Naved B og segir fæðingardag hans vera 1. janúar 1993 og á hann að hafa komið til landsins í febrúar á þessu ári. Alls tólf eru látnir og 48 særðir eftir að maðurinn ók vörubíl inn í fjölfarinn jólamarkað í Charlottenburg-hverfinu í Berlín í gær. Þýska lögreglan telur nær fullvíst að um sé að ræða hryðjuverkaárás og rannsakar árásina sem slíka. Die Welt greinir frá því að öryggissveitir hafi gert áhlaup inn í flugskýli á Tempelhof-flugvelli í Berlín þar sem maðurinn er sagður hafa dvalið ásamt öðrum flóttamönnum. Maðurinn er sagður þekktur hjá lögreglunni fyrir smáglæpi en aldrei verið talinn hafa tengsl við hryðjuverkasamtök. Hann komst undan eftir árásina en var handtekinn nokkru síðar, um tveimur kílómetrum frá jólamarkaðnum. Sjónarvottur á að hafa elt manninn er hann lagði á flótta frá staðnum og tókst lögreglu loks að hafa uppi á honum. Árásarmaðurinn á að hafa farið út úr bílnum og hlaupið inn í garðinn Tiergarten. Einn maður fannst látinn í flutningabílnum; pólskur ríkisborgari en talið er að árásarmaðurinn hafi myrt hann og stolið bílnum. Eigandi flutningafyrirtækisins og frændi bílstjórans staðfesti við lögreglu að ekki hafi náðst í hann frá klukkan fjögur í gærdag. Flutningabíllinn var á pólskum númerum og inni í honum voru stálbitar, en losa átti farminn í dag. Jólamarkaðurinn í Charlottenburg er afar vinsæll enda skammt frá helstu verslunargötu borgarinnar, Kurfürstendamm. Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni en utanríkisráðuneytið hvetur alla Íslendinga í Berlín sem ekki hafa látið vita af sér, að gera það svo fljótt sem auðið er. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Tala látinna í Berlín komin í tólf Lögreglan gengur út frá því að um hryðjuverkaárás sé að ræða. 20. desember 2016 07:39 Hryllingur á jólamarkaði í Berlín Minnst níu létust þegar flutningabíll ók á hóp fólks á jólamarkaði í Berlín í gær. Íslendingar í borginni segja fólk í sjokki vegna atviksins. 20. desember 2016 06:45 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Sjá meira
Þýska blaðið Die Welt greinir frá því að árásarmaðurinn í Berlín sé 23 ára maður frá Pakistan. Blaðið kallar hann Naved B og segir fæðingardag hans vera 1. janúar 1993 og á hann að hafa komið til landsins í febrúar á þessu ári. Alls tólf eru látnir og 48 særðir eftir að maðurinn ók vörubíl inn í fjölfarinn jólamarkað í Charlottenburg-hverfinu í Berlín í gær. Þýska lögreglan telur nær fullvíst að um sé að ræða hryðjuverkaárás og rannsakar árásina sem slíka. Die Welt greinir frá því að öryggissveitir hafi gert áhlaup inn í flugskýli á Tempelhof-flugvelli í Berlín þar sem maðurinn er sagður hafa dvalið ásamt öðrum flóttamönnum. Maðurinn er sagður þekktur hjá lögreglunni fyrir smáglæpi en aldrei verið talinn hafa tengsl við hryðjuverkasamtök. Hann komst undan eftir árásina en var handtekinn nokkru síðar, um tveimur kílómetrum frá jólamarkaðnum. Sjónarvottur á að hafa elt manninn er hann lagði á flótta frá staðnum og tókst lögreglu loks að hafa uppi á honum. Árásarmaðurinn á að hafa farið út úr bílnum og hlaupið inn í garðinn Tiergarten. Einn maður fannst látinn í flutningabílnum; pólskur ríkisborgari en talið er að árásarmaðurinn hafi myrt hann og stolið bílnum. Eigandi flutningafyrirtækisins og frændi bílstjórans staðfesti við lögreglu að ekki hafi náðst í hann frá klukkan fjögur í gærdag. Flutningabíllinn var á pólskum númerum og inni í honum voru stálbitar, en losa átti farminn í dag. Jólamarkaðurinn í Charlottenburg er afar vinsæll enda skammt frá helstu verslunargötu borgarinnar, Kurfürstendamm. Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni en utanríkisráðuneytið hvetur alla Íslendinga í Berlín sem ekki hafa látið vita af sér, að gera það svo fljótt sem auðið er.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Tala látinna í Berlín komin í tólf Lögreglan gengur út frá því að um hryðjuverkaárás sé að ræða. 20. desember 2016 07:39 Hryllingur á jólamarkaði í Berlín Minnst níu létust þegar flutningabíll ók á hóp fólks á jólamarkaði í Berlín í gær. Íslendingar í borginni segja fólk í sjokki vegna atviksins. 20. desember 2016 06:45 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Sjá meira
Tala látinna í Berlín komin í tólf Lögreglan gengur út frá því að um hryðjuverkaárás sé að ræða. 20. desember 2016 07:39
Hryllingur á jólamarkaði í Berlín Minnst níu létust þegar flutningabíll ók á hóp fólks á jólamarkaði í Berlín í gær. Íslendingar í borginni segja fólk í sjokki vegna atviksins. 20. desember 2016 06:45